Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Qupperneq 41

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Qupperneq 41
muni þá deyja drottni sínum. Þegar betur er að gáð, er hér um vanda- mál að ræða, sem ekki á sér neina stoð í raunveruleikanum. Strand- ríkið getur jafnan veitt öðrum þjóðum aðgang að fiskimiðunum með því að stofna til sérstakra fiskveiðileyfa á sama hátt sem margar þjóðir hafa selt erlendum félögum á leigu skákir landgrunns þeirra til olíu- og gasvinnslu. Það er einmitt í þessu, sem meginhagur lög- sögu strandríkisins liggur, þ. e. a. s. að hér getur strandríkið tekið frá þann hluta aflamagnsins, sem nauðsynlegur er fyrir þess eigin þegna, en heimilað nýjum ríkjum hlutdeild í því aflamagni, sem eftir verður, eða ríkjum, sem tíðkað hafa fiskveiðar undan ströndum þess. Þannig fær strandríkið tryggt efnahag sinn til frambúðar, án þess að útilokuð sé hlutdeild annarra ríkja í fiskveiðunum. 3. Framkvæmd fiskveiðireglna Þó að samkomulag náist um ráðstafanir á grundvelli kerfis þeirra alþjóða fiskveiðisamninga, sem nú eru í gildi, verður ekki fram hjá því atriði gengið, sem lýtur að framkvæmd fiskveiðireglnanna. Yfir- leitt hvílir eftirlit með því að fiskveiðireglum sé framfylgt á úthafinu á hverju aðildarríki gagnvart þegnum þess. Eftirlitsmönnum frá öðr- um aðildarríkjum er ekki heimilt að ganga úr skugga um, hvort t. d. farið hefur verið í öllu að fyrirmælum um fiskverndarráðstafanir eða ekki.13) Nýlega hefur orðið hér nokkur breyting á og samkomulag náðst um sameiginlegt eftirlit innan Norðaustur- og Norðvestur-Atlantshafs fiskveiðinefndanna. Er eftirlitsmönnum heimilt að fara um borð í fiskiskip samningsaðila af öðru þjóðerni, en enriþá er það svo, að það ríki, sem skipið er skráð í, hefur eitt heimild til þess að gefa út stefnu og refsa fyrir brot á reglunum. Um þessa meinbugi er ekki að ræða, þegar lögsaga strandríkisins hefur hlotið viðurkenningu. Þá mun strandríkið ekki einungis hafa óskoraða heimild til þess að framfylgja hlutaðeigandi reglum gagn- vart erlendum fiskiskipum jafnt sem eigin, heldur einnig hafa heim- ild til þess að lögsækja alla þá, sem brotlegir gerast, fyrir dómstólum strandríkisins. Mun það hafa í för með sér, að unnt verður að fram- fylgja bæði stjórnunar- og fiskiverndarreglum betur en nú er. 4. Varnir gegn mengun hafsins Mengun hafsins er alþjóðlegt vandamál og af þeim sökum hljóta ráðstafanir til úrbóta að byggjast á alþjóðlegri samvinnu. Verkefnið er víðfeðmt og langtíma lausn þess ekki enn í sjónmáli. Vel var þó af 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.