Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Page 43

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Page 43
einkaréttur strandríkisins innan þessa svæðis bæði til nýtingar auð- linda hafsins þar og hafsbotnsins.22) Verður því að teljast líklegt, að lausn, sem byggist á þessum forsendum, verði samþykkt af Hafréttar- ráðstefnunni, annaðhvort á fundum hennar í Caracas 1974 eða á 3. fundi hennar í Vínarborg 1975. Enn eykur það líkur á slíkri niður- stöðu mála, að allsherjarþing S.Þ. samþykkti bæði 1972 og 1973 álykt- unartillögu um yfirráð ríkja yfir náttúruauðlindum og hlutu tillögur þessar yfir 100 atkvæði. í tillögum þessum staðfesti allsherjarþingið „óskoraðan rétt ríkja til yfirráða yfir öllum náttúruauðlindum þeirra, á landi innan alþjóðlegra landamæra þeirra, í hafsbotninum innan lögsögu þeirra og í hafinu þar yfir.“23) Með þessum ályktunum hafa meir en % hlutar ríkja S.Þ. raunveru- lega veitt auðlindalögsögu strandríkisins óskorað fulltingi sitt. Með þessa yfirlýsingu allsherjarþingsins í huga og aðra svipaða atburði á alþjóðavettvangi, virðist varla vera mikill efi á því, að innan skamms muni slík auðlindalögsaga orðin hluti hins nýja þjóðaréttar hafsins, annað hvort fyrir atbeina alþjóðasamnings, sem frá Hafréttarráð- stefnunni kemur, eða, ef hún mistekst, á grundvelli einhliða útfærslu fjölmargra ríkja.24) Tvo mikilvæga fyrirvara er þó nauðsynlegt að gera í þessu efni: Að einkaréttarlögsaga strandríkisins taki einungis til auðlinda, en skerði ekki siglingafrelsi eða aðra þætti frelsis hafsins. Síðari fyrir- varinn er sá, að ytri mörk auðlindalögsögunnar verði 200 mílur að há- marki, svo að kenning Seldens um Mare Clausum verði ekki lífi gædd á nýjan leik eða ótti Ambassadors Pardo um skiptingu allra heims- hafanna gerður að veruleika. 6. Hagsmunir annarra ríkja en strandríkja Kostir útfærslu fiskveiðilögsögu strandríkisins eru því í stuttu máli þessir: (a) Að því er varðar verndun fiskimiða mun útfærsla lögsög- unnar hafa tvímælalaus jákvæð áhrif, þar sem ábyrgðin á lögfestingu verndarreglna hvílir nú á strandríkinu í stað alþjóðanefnda. (b) Fram- leiðni í sjávarútvegi mun vaxa, þar sem strandríkinu er nú kleift að koma í veg fyrir umfram fjárfestingu í fiskveiðigeiranum og beita þar mun meiri hagræðingu en ella. (c) Unnt verður að nýta auðlindir hafsins í heild á mun skynsamlegri hátt en fyrr og auka aflamagnið, þar sem það er greinilega í hag strandríkisins að veita erlendum þjóðum leyfi til veiða þeirra fiskitegunda, sem það sjálft hefur ekki 37

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.