Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Síða 51

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Síða 51
ingsgerðina af sinni hálfu. Nefndin setti fram kröfugerð sína í marzmánuði sl. Það var þá þegar Ijóst, að í sérkjarasamningnum mundi þurfa að leggja megináherzluna á að leiðrétta mismun á launahækkunum til háskólamanna skv. dómi Kjaradóms frá 15. febrúar (4—7%) og almennum launahækkunum samkvæmt þeim samningum sem stéttarfélög á frjálsum vinnumarkaði höfðu þá nýlokið við að gera (20—40%). Um það leyti, eða í byrjun maí, sem skriður fór að komast á samningavið- ræður ríkisins við BHM-félögin höfðu öll BSRB-félögin lokið sínum sérkjara- samningum, en lög nr. 46/1973 taka einnig til BSRB-félaga, og hafði árangur af þeim samningum orðið sá, að samið hafði verið um almenna 20% kaup- hækkun í formi launaflokkatilfærslna. Þannig hafði í raun farið fram endur- skoðun á aðalkjarasamningi í formi sérkjarasamnings, þótt lögin geri alls ekki ráð fyrir þeirri aðferð. Kjaramálanefnd L.í. lagði því megináherzlu á, að launaflokkatilfærslur félagsmanna leiddu eigi til minni kauphækkana en hjá BSRB. Af hálfu ríkisins var ekki veruleg fyrirstaða gegn því að semja um slíka hækkun upp í 26. flokk, miðað við gamla B-flokkakerfið, en þar fyrir ofan voru boðnar mun minni hækkanir. Um tíma leit þó ekki illa út með það, að takast mundi að ná 20% hækkun- inni uppúr, einkum þar sem BHM tókst að semja um það við ríkið, hinn 14. maí, að bætt yrði þremur nýjum launaflokkum ofan við nýja A-flokkastigann, þ. e. flokkum fjölgað úr 27 í 30. Með þessu skapaðist rúm fyrir um 20% hækkun einnig fyrir efstu flokkana. Daginn eftir að samið var um umrædda hækkun reið Félag háskólakenn- ara á vaðið með að brjóta þessa viðleitni L.f. niður, og gekk að tilboði rík- isins, sem hvað snerti launaflokkatilfærslur var hliðstætt því tilboði sem L.f. hafði hafnað. Þar var hið nýja svigrúm, sem flokkafjölgunin frá 14. maí hafði skapað, alls ekki notað. Viðskiptafræðingar komu svo á eftir og sömdu um jafn óaðgengileg kjör að þessu leyti. Með þessu var samningsaðstöðu L.f. endanlega spillt hvað þetta atriði snerti, enda hafði Félag háskólakennara með sínum samningum samið fyrir hóp lögfræðinga, sem eru meðlimir þess félags, viðskiptafræðingar samið fyrir starfshópa, sem eru jöfnum höndum skipaðir lögfræðingum, svo sem skattstjóra, skrifstofustjóra í stjórnarráði og fleiri. Niðurstaða kjaramálanefndar L.f. varð því sú, að leita til þrautar samn- inga, þótt deilan væri komin fyrir Kjaradóm, í von um að ná hagstæðum samn- ingum um önnur atriði, sem einnig var vafasamt að ynnust fyrir Kjaradómi. Árangur þeirrar viðleitni er að finna í samningi þeim, sem prentaður er hér á eftir og í bréfi því sem honum fylgir, en á það ber að líta sem hluta af samningum. Nefndin lagði sérstaka áherzlu á að fá fram sérstakar launaflokkahækkanir, umfram 20% markið, fyrir nokkra starfshópa, þ. á m. dómarafulltrúa, löglærða fulltrúa í stjórnarráði með embættisgengi er fást við tiltekin vandasamari verkefni, deildarstjóra hjá tilteknum ríkisstofnunum og nokkra fleiri, þ. á m. ýmsa einstaklinga og hópa hverra réttur hafði bersýnilega verið fyrir borð borinn við fyrri röðun í launaflokka. Nokkrum leiðréttingum tókst að ná fram, eins og sjá má í 1. gr. samn- ingsins. Á öðrum sviðum reyndist þyngra undir fæti. Löglærða fulltrúa í stjórn- 45

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.