Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Side 52
arráði með embættisgengi tókst ekki að fá hækkaða í launaflokki, en í áður
nefndu bréfi ráðuneytisins felst, að mati nefndarinnar, fyrirheit um að hlutur
þessara manna verði leiðréttur með því að skipa þá í auknum mæli deildar-
stjóra. Dómarafulltrúa, eða einstaka hópa þeirra, tókst ekki að fá hækkaða
sérstaklega.
Á samningafundum var m. a. rætt um fjölgun aðalfulltrúa, þannig að fleiri
en einn aðalfulltrúi starfi við stærstu embættin og aðalfulltrúar verði skip-
aðir við öll þau dómaraembætti, þar sem nú eru fleiri en einn fulltrúi.
Nefndin telur að í bréfi ráðuneytisins felist fyrirheit um breytingu í framan-
greinda átt og jafnframt um að komið verði á nýjum stöðum löglærðra inn-
heimtu- og skrifstofustjóra við stærri embættin. Ef af verður mun slík breyting
leiða til sérstakrar launaflokkahækkunar fyrir allstóran hóp dómarafulltrúa.
Um þau ákvæði samningsins, sem ekki lúta að röðun í launaflokka, er það
að segja, að í 3. gr. samnings og C-lið bréfsins felst heimild og stefnuyfir-
lýsing um að teknar verði upp bakvaktir við þau dómaraembætti, þar sem
telst vera sérstök þörf, svo sem þau sem fara með sakamál. í 4. gr. samn-
ingsins er ákvæði, sem er í samræmi við heimild í 5. tl. 18. gr. kjaradómsins
frá 15. febr. og er þess efnis, að yfirvinna héraðsdómara skuli greidd sam-
kvæmt úrskurði 3ja manna nefndar er skipuð verði með tilteknum hætti.
Nefndin væntir þess, að þetta ákvæði leiði til þess að nú verði auðveldara
fyrir dómara að fá þá yfirvinnu greidda, sem þeir óhjákvæmilega verða oft
að inna af hendi vegna könnunar réttarheimilda og dómasamningar utan
vinnutíma, svo og ýmissa embættisverka sem ekki þola bið svo sem sjóprófa,
lögbannsúrskurða og annars þess háttar.
í 6. gr. samningsins er ákvæði sem felur það í sér að áfram verði haldið
á þeirri braut að lögfræðingar í ríkisþjónustu eigi þess kost að fá námsorlof
um lengri eða skemmri tíma og einnig nýtt ákvæði um greiðslu ferðakostn-
aðar, er svo stendur á.
I 7. gr. samningsins er ákvæði sem felur það í sér, að hér eftir slysatryggir
ríkið lögfræðinga í sinni þjónustu. Fjárhæðin er að vísu lág, en þess er að
vænta að þetta ákvæði sé skref í áttina að fullnægjandi tryggingum.
í 8. gr. samningsins er kveðið á um að ríkið greiði kostnað við búferla-
flutninga þeirra lögfræðinga í ríkisþjónustu sem skipaðir eru til starfs sem
gerir kröfu til að þeir flytji milli lögsagnarumdæma, enda uppfylli þeir nánar
tilgreind skilyrði. Þetta ákvæði er eins og fleira í þessum samningi nýmæli
og að því leyti mikilvægt, að slíkum búferlaflutningum fylgir oft tilfinnanlegur
kostnaður fyrir einstaklinginn.
Sjálfsagt er mat manna misjafnt á því, hvernig tekizt hafi til við þessa
fyrstu sérkjarasmaningsgerð. Að henni var unnið með þeim hætti að fyrst
var leitað til hinna einstöku félaga og starfshópa innan ríkisstarfsmanna-
deildar L.í. og það kannað hvaða kröfur umræddir aðilar hefðu fram að færa.
Nefndin fór ekki þá leið að samræma kröfugerðina, heldur setti fram ýtr-
ustu kröfur hvers hóps og jók víða við til samræmis, enda mun það sjónarmið
hafa ráðið miklu í nefndinni, að rétt væri að reyna að ná fram sem mestu
fyrir hvern og einn hóp, innbyrðis metingur ætti þar ekki við.
Þeir menn, sem í nefndinni áttu sæti munu hafa verið valdir með tilliti til
þess, að þeir yrðu í raun fulltrúar fyrir sem flesta hópa lögfræðinga í ríkis-
þjónustu.
46