Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Qupperneq 60

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Qupperneq 60
var náð. Nú tekur starfsmaður frá byrjun laun eftir þeim launaflokki, sem starfinu er ákveðinn og er sú tilhögun mun heppilegri. Kjaradómur féllst ekki á kröfu BHM um styttingu vinnutíma. Ekki var fallizt á kröfu BHM um að vaktaálag skyldi vera 33% af dag- vinnukaupi, heldur var það ákveðið föst krónutala í samræmi við kröfugerð varnaraðila. í kröfugerð BHM var ákvæði, sem átti að tryggja, að vísitöluuppbót til fé- lagsmanna BHM yrði ekki skert með breytingum á tryggingabótum, eins og mjög hefur verið tíðkað. Ekki var fallizt á þessa kröfu. Hins vegar er í Kjara- dóminum ákvæði um endurskoðun aðalkjarasamninga verði verulegar breyt- ingar á grundvelli eða reikningsaðferð við ákvörðun kaupgreiðsluvísitölu og skal þá fara um málið skv. 2. mgr. 7. gr. I. 46/1973. Fallizt var á að orlof skyldi lengjast um 3 daga við 10 ára starfsaldur eða 40 ára aldur og aðra 3 við 20 ára starfsaldur eða 50 ára aldur (í kröfugerð BHM 15 ára starfsaldur). Ákvæði um lengingu orlofs við ákveðinn aldur var ekki í kröfugerð, en það er mjög til bóta fyrir háskólamenn, sem margir koma seint til starfa. Ekki var tekin afstaða til kröfu um greiðslu orlofs á yfirvinnu, heldur var vísað til I. 87/1971 um orlof og sagt að lágmarksorlof skyldi vera í samræmi við þau. Varðandi greiðslu í orlofsheimilasjóð segir, að semja skuli um það í sér- kjarasamningi. BHM hefur nú fengið yfirlýsingu frá fjármálaráðherra um, að hann muni beita sér fyrir því, að BHM fái framlög til orlofsheimilasjóðs í svipuðum mæli hlutfallslega og BSRB.en BSRB hefur fengið veruleg framlög á undanförnum árum. Um ferðakostnað hafði náðst samkomulag, sem að mestu var í samræmi við kröfur BHM áður en málið fór í Kjaradóm, þó varð ekki samkomulag um greiðslu 1% fjarvistargjalds. Kjaradómur féllzt ekki á greiðslu fjarvistargjalds. BHM gerði þá kröfu, að í aðalkjarasamningi yrði ákvæði um að semja skyldi um eftirmenntun við einstök félög og skyldi miða við að hver starfs- maður hlyti orlof á launum er næmi 7. hverju ári til eftirmenntunar. Um eftir- menntun segir Kjaradómur, að semja skuli um í sérkjarasamningum á hve löngum fresti og hversu langt námsleyfi starfsmaður geti fengið á fullum launum, enda sé slikt þýðingarmikið vegna starfs hans. Kröfu um tryggingar vísaði Kjaradómur til sérkjarasamninga. Skömmu eftir uppkvaðningu dóms í máli BHM og fjármálaráðherra tókust samningar á frjálsum markaði og var talið að þeir fælu almennt í sér 20— 30% launahækkun. BSRB gerði viðbótarsamning við fjármálaráðherra með heimild í 2. mgr. 7. gr. I. 46/1973 og fól hann í sér að grunnlaun skyldu hækka um kr. 1117 og auk þess voru dagsetningar síðari hækkana færðar til samræmis við samning ASÍ. Launamálaráði BHM var boðið að gera samning um samsvar- andi hækkun, en það hafnaði því, þar sem það taldi að með slíkum samn- ingi afsalaði það sér frekari rétti til endurskoðunar. Fjármálaráðherra ákvað síðan einhliða að bæta sömu upphæð við laun skv. launastiga BHM. Launa- málaráð BHM ákvað að neyta heimildar 7. gr. I. 46/1973 og krefjast endur- skoðunar aðalkjarasamnings. Það lagði síðan fram kröfur um 12.5% launa- hækkun og lagfæringu á dagsetningum síðari hækkana til samræmis við Framh. á bls. 55 54
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.