Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Síða 31

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Síða 31
félagsaðildinni sé lokið eða vitneskja komist um það til skuldheimtu- mannsins. Grandlaus skuldheimtumaður gæti því gengið að þessum óskráða félagsmanni eftir að hann hefur gengið úr félaginu. Varðandi ábyrgð félagsmanns sem stofnað er til áður en hann geng- ur úr félaginu er rétt að fara nokkrum orðum um dóm Hæstaréttar frá 25. mars 1982 í málinu Dánarbú Gísla Marinóssonar, Eysteinn Þorvaldsson o.fl. gegn Nönnu Ágústsdóttur. Málsatvik verða einungis rakin að því leyti sem þau snerta ábyrgð fyrri eigenda sameignarféiags á skuldbindingum sem stofnað var til í eignartíð fyrri eigenda. Gísli Marinósson og Eysteinn Þorvaldsson stofnuðu tveir sameignar- félagið Kaupfell. Fyrirtækið tók á leigu húsnæði hjá eiginmanni Nönnu Ágústsdóttur en hann lést áður en málið var höfðað í héraði. Leigutíminn var frá 1. mars 1976 til 28. febrúar 1979. Fyrri hluta árs 1977 seldu þeir fyrirtækið Ingibjörgu Magnúsdóttur og síðar gerð- ist Ragnar Kristinsson meðeigandi hennar og var fyrirtækið skráð sameignarfélag þeirra með sama nafni. Leigutíminn var því u.þ.b. hálfnaður þegar eigendaskipti urðu. Vanskil urðu á leigúgreiðslum frá áramótum 1976/1977, þ.e.a.s. bæði í tíð fyrri og síðari eigenda og var málið höfðað til greiðslu vangoldinnar leigu in solidum gegn sam- eignarfélaginu og fyrri og síðari eigendum, en þá var Gísli Marinós- son látinn og málið því höfðað gegn dánarbúi hans. Eysteinn Þorvalds- son og Gísli Marinósson héldu því m.a. fram að þar sem Ingibjörg Magnúsdóttir hefði keypt fyrirtækið Kaupfell s.f. og tekið að sér allar skuldbindingar þess væru þær þeim óviðkomandi. Um þessa máls- ástæðu segir svo í héraðsdómi sem staðfestur var í Hæstarétti: „Húsaleigusamningurinn er undirritaður 28. febrúar 1975, og er leigutíminn frá 1. mars 1976 til 28. febrúar 1979. Gísli Marinós- son og Eysteinn Þorvaldsson eru eigendur Kaupfells s.f. þegar húsaleigusamningurinn er gerður og báru þannig persónulega ábyrgð á efndum hans. Þótt þeir hafi selt stefndu Ingibjörgu Kaupfell s.f. með öllum skuldbindingum þess, þykir það í engu breyta réttarstöðunni á milli þessara stefndu aðilja og stefnanda, en ekki hefur komið fram í málinu, að stefnandi hafi leyst þessa fyrri eigendur Kaupfells s.f. undan persónulegri ábyrgð þeirra á efndum húsaleigusamningsins. Ekki þykir skipta máli, þótt gjald- felling húsaleiguskuldarinnar hafi ekki farið fram fyrr en eftir 25

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.