Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Qupperneq 47

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Qupperneq 47
yrðum 3. tl. 1. mgr. 2. gr. laganna, skyldu eigi síðar en með skattfram- tali sínu árið 1980 senda skattstjóra þar tilgreind gögn um að skil- yrðum hefði verið fullnægt, æsktu þau þess að teljast áfram sjálfstæð- ir skattaðilar. Hér var eldri félögum því gefinn kostur á að uppfylla hert skilyrði nýju laganna fyrir sjálfstæðri skattskyldu og þeim veitt- ur tiltekinn frestur til þess. Þessi heimild var bundin við þau sam- eignarfélög, sem verið höfðu sjálfstæðir skattaðilar fyrir gildistöku laganna. Eldri sameignarfélög, sem ekki voru sjálfstæðir skattaðilar fyrir gildistöku laganna, áttu ekki kost á því að öðlast sjálfstæða skattskyldu samkvæmt hinum nýju lögum, eftir því sem orðalagið ber með sér. Er hér um að ræða sömu afstöðu og í áður gildandi lögum við gildistöku þeirra. Það verður því að álíta, að staða eldri sameignarfélaga ákvarðist al- veg af þessu bráðabirgðaákvæði, sem hér hefur verið rakið. Þau sam- eignarfélög, sem báru ekki sjálfstæða skattskyldu fyrir gildistöku 1. nr. 40/1978, áttu þess því ekki kost að breyta um skattalega stöðu, jafn- vel þótt skilyrðum hinna nýju laga væri fullnægt. Sameignarfélög, sem voru sjálfstæðir skattaðilar samkvæmt eldri lögum og uppfylltu þegar hin hertu skilyrði nýju laganna, urðu áfram sjálfstæðir skattaðilar, en þau sameignarfélög, þar sem á skorti um þetta, fengu frest til þess að koma málum sínum í rétt horf að þessu leyti. Um sameignarfélög, sem stofnuð hafa verið eftir gildistöku núgildandi laga um tekjuskatt og eignarskatt, þ.e.a.s. eftir 1. janúar 1979, fer að öllu leyti eftir ákvæðum 3. tl. 1. mgr. 2. gr. laganna. Orðalag ákvæðisins og forsaga þess bera það með sér, að skattaleg staða sameignarfélaga skuli ákvarðast strax í upphafi og síðar verði engin breyting á þeirri stöðu. Þetta kunna að þykja nokkuð ósveigjanlegar reglur, en rök hníga að þeim svo sem los á sjálfu félagsforminu, sem fyrr er nefnt, og vand- kvæði, sem skapast, sé breytt um skattalega stöðu. 1 úrskurði Ríkis- skattanefndar nr. 508, dags. 14. setpember 1983, reyndi á þessi ákvæði: Málavextir voru þeir, að sameignarfélag tveggja manna var stofnað á árinu 1974 og tilkynnt til skráningar í firmaskrá 30. janúar 1974. Á sama tíma var gerður skriflegur félagssamningur. Ekki var þess getið í tilkynningu til firmaskrármnar, að félagið skyldi vera sjálfstæður skattaðili, en í félagssamningnum var tekið fram, að svo skyldi vera. Gjaldárin 1975-1979 hafði ekki verið lagt á félagið sem sjálfstæðan skattaðila, og ekki kom fram, að andmælum hefði verið hreyft við þeirri tilhögun af hálfu félágsmanna. Talið var fram fyrir félagið sem sjálfstæðan skatt- aðila árin 1980 og 1981, en skattstjóri féllst ekki á sjálfstæða 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.