Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Page 48

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Page 48
skattskyldu þess og færði tekjur og eignir félagsins á félags- menn til skattlagningar. Fyrrnefndur félagssamningur var af- hentur firmaskrárritara í maímánuði 1982. Hélt kærandi í mál- inu, annar félagsmanna, því fram, að félagssamningurinn hefði þegar í upphafi verið afhentur til skráningar í firmaskrá og krafðist þess, að hlutdeild í tekjum og eignum sameignarfélags- ins yrði felld úr við skattlagningu hjá honum, enda bæri að skattleggja félagið sem sjálfstæðan skattaðila. Ríkisskattanefnd hafnaði kröfum kæranda. I úrskurði nefnd- arinnar segir m.a. svo: „Ljóst er að sameignarsamningur sá, sem um ræðir í máli þessu, hefur legið fyrir, þegar tilkynnt var um stofnun S s.f. til firmaskrárinnar. Kærandi telur, að samn- ingurinn hafi á sínum tíma verið afhentur firmaskránni. Eigi er þó ljóst, hvort svo hefur verið og er samningurinn skráður án athugasemda í firmaskrá þann 4. maí 1982 svo sem fyrr segir. í samningnum er tekið fram, að sameignarfélagið skuli vera sjálfstæður skattaðili, en eigi er þess getið í fyrrnefndri tilkynn- ingu, dags. 30. janúar 1974, um stofnun félagsins. Fram kemur í úrskurði skattstjóra, dags. 9. júní 1982, að aldrei hafi verið lagt á umrætt sameignarfélag sem sjálfstæðan skattaðila og er eigi ágreiningur um það í málinu. Hefur sameignarfélag þetta því í reynd eigi verið sjálfstæður skattaðili eftir eldri lögum og þykja líkur hníga að því, að það hafi eigi uppfyllt það skilyrði C-liðs 1. mgr. 5. gr. laga nr. 68/1971, um tekjuskatt og eignar- skatt, að geta þess þegar við skráningu, hvort félagið skyldi vera sjálfstæður skattaðili, enda sýnast engar athugasemdir hafa komið fram áður af hálfu félagsins og félagsmanna um tilhögun skattlagningar. Af þessum ástæðum þykir bera að hafna kröf- um kæranda, sbr. ákvæði til bráðabirgða I í lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt.“ Athugasemdir hafa heyrst út af hinum hertu skilyrðum 1. nr. 75/1981 fyrir sjálfstæðri skattskyldu sameignarfélaga og þá einkum um fram- kvæmd þeirra varðandi skyldu til að afhenda skriflegan félagssamn- ing, eigi eldri félög að halda stöðu sinni sem sjálfstæðir skattaðilar. Þar sem svo mun hafa staðið á í mörgum tilfellum, að engir skriflegir félagssamningar höfðu verið gerðir, hafa menn talið þessa kröfu vart fá staðist með tilliti til samningafrelsis og lagaverndar félaga al- mennt. Ekki verður neinn dómur lagður á þetta hér, en á það má benda, að stöðu sameignarfélaga að félagarétti er ekki raskað með skilyrðum skattalaga, og fyrir getur komið, að skattareglur um félög fari ekki 42

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.