Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Síða 50
sjálfstæðan skattaðila." Kröfu félagsins var því hafnað. Áætluð
opinber gjöld á það gjaldárið 1978 voru felld niður og tekið fram,
að tekj ur og eignir þess samkvæmt innsendu skattframtali skyldu
skattlagðar með tekjum og eignum félagsaðila. Fyrir lá, að ekki
hafði verið gerður skriflegur félagssamningur milli aðila, en N.
N. upplýsti, að samkvæmt munnlegu samkomulagi um „félags-
stofnunina“ ættu samlagsfélagar ekki rétt til hlutdeildar í tekj-
um félagsins. Voru hreinar tekjur félagsins því skattlagðar með
tekjum N.N. og hrein eign þess með eignum hans.
V.
UPPHAF OG LOK SKATTSKYLDU SAMEIGNARFÉLAGA.
Ekki eru um það sérstök ákvæði í 1. nr. 75/1981, við hvaða tíma-
mörk beri að miða upphaf og lok skattskyldu, hvorki varðandi sam-
eignarfélög né aðra skattaðila. Nokkrir úrskurðir hafa verið kveðnir
upp af Ríkisskattanefnd, þar sem reyndi á upphaf skattskyldu, þ.á m.
hjá sameignarfélagi. Telja verður, að félagsstofnun hafi áhrif bæði i
einkaréttar- og skattaréttarlegu tilliti, frá því að gildur og bindandi
félagssamningur hefur verið gerður.10) Á þetta reynir einkum, þegar
yfirtekinn er rekstur í sambandi við stofnun sameignarfélags, t.d. þeg-
ar félagið tekur við þeim rekstri, sem félagsmenn, einn eða fleiri, hafa
hver fyrir sig haft með höndum sem einstaklingsfyrirtæki. Á þetta
getur einnig reynt í sameignarfélögum, sem ekki eru sjálfstæðir skatt-
aðilar, t.d. vegna hugsanlegrar tekjudreifingar, svo sem þegar aðili með
einstaklingsrekstur tekur einhvern úr sifjaliði sínu inn í reksturinn
með afturverkandi skiptingu á rekstrarniðurstöðu. Á þetta ætti hins
vegar ekki að þurfa að reyna við breytingu á sameignarfélagi, sem
ekki hefur verið sjálfstæður skattaðili, í sjálfstæðan skattaðila, þar eð
til slíkrar breytingar á ekki að geta komið, með því að staða þessara
félaga varðandi skattaðild á að liggja fyrir þegar í upphafi, svo sem
áður hefur verið fjallað um.
1 dönskum skattarétti er viðurkennt, að stofnun félaga, bæði sam-
eignarfélága, sem þar í landi geta ekki borið sjálfstæða skattskyldu,
og hlutafélaga, geti haft afturverkandi áhirf í þeim tilfellum, þégar
yfirtekinn er rekstur í sambandi við stofnunina, þannig að reksturinn
í allt að 6 mánuði fyrir stofnunina heyri hinu nýstofnaða félagi til í
skattalegu tilliti.* 11) I íslenskum skattarétti er þessu ekki til að dreifa.
10) Sbr. Ole Bj0rn o.fl.: Lærebog om indkomstskat, 4. útg. (Kanpmannahöfn 1981), bls. 460.
11) Sama rit, bls. 408 og 460.
44