Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Síða 51

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Síða 51
Það er því félagsstofnunin sjálf, sem hefur úrslitaþýðingu um upp- haf skattskyldunnar, og verður því ekki talið, að skráningardagur í firmaskrá sé ákvarðandi í þessum efnum. Sama á við um skrásetningu hlutafélags í hlutafélagaskrá. Færslur í þessar skrár hafa þó óhjá- kvæmilega sönnunargildi. 1 Hrd. 1973, bls. 528, má ætla, að á sönnunar- gildi skráningar í firmaskrá reyni að nokkru á þann veg, að í dómin- um þótti varhugavert að telja sannað, að stefndi í málinu hefði fyrr en við skráninguna orðið cignaraðili að tilteknum rekstri, þ.e. að stofnast hefði sameignarfélag fyrr, enda þótt ýmislegt benti til þess, en ekki þótti unnt að léggja til grundvallar um þetta skýrslutöku skattrannsóknarstjóra eins og henni var háttað. Þegar sameignarfélag er sjálfstæður skattaðili, hlýtur upphaf skatt- skyldunnar að liggja nærri tilkynningu til firmaskrárinnar vegna skil- yrðis 3. tl. 1. mgr. 2. gr. 1. nr. 75/1981 um skráningu í firmaskrá og 1. mgr. 16. gr. 1. nr. 42/1903, sem áskilur, að tilkynna skuli þá aðila, sem tilkynningarskyldir eru skv. firmalögunum, áður en atvinnureksturinn byrjar. 1 úrskurði Ríkisskattanefndar nr. 555, dags. 24. ágúst 1979, brast kæranda sönnun fyrir því, að sameignarfélag hefði stofnast fyrr en það var tilkynnt til skráningar í firmaskrá. Engin gögn, svo sem dagsettur stofnsamningur, höfðu verið lögð fram til stuðnings þeirri staðhæfingu, að rekstur félagsins hefði byrjað fyrr. Ríkisskattanefnd taldi, að ekki hefði verið sýnt fram á, að sameignarfélag það, sem um ræddi, hefði uppfyllt skilyrði C-liðs 1. mgr. 5. gr. 1. nr. 68/1971 til þess að vera sjálfstæður skattaðili frá ársbyrjun 1977, en tilkynning til firmaskrár var dagsett 5. maí 1977, enda þótt félagsmönnunum kynni að hafa verið heimilt að semja svo um, að nýr lögaðili, sameignar- félagið, yfirtæki rekstur þeirra frá og með hinu fyrra tímamarki.12) Þá má geta þess hér, að reynt hefur á upphaf skattskyldu hluta- félaga, sbr. t.d. úrskurði Ríkisskattanefndar nr. 455, dags. 24. júní 197413) og nr. 197, dags. 2. apríl 1976.14) Miðað hefur verið við stofn- fundardág, en ekki skráningu í hlutafélagaskrá. Á það má benda, að skv. 1. nr. 32/1978, um hlutafélög, getur liðið mun lengri tími frá stofnun hlutafélags, þar til skráning þess fer fram í hlutafélagaskrá, en áður var, sbr. 11. gr. laganna. Eins og áður segir eru ekki í 1. nr. 75/1981 ákvæði um þau tíma- mörk, sem lok skattskyldu miðast við, fremur en um um upphaf henn- ar. Þó er það ákvæði í 114. gr. laganna, að óheimilt er að slíta félagi, 12) Úrsk. er birtur í ágripi í úrskurðasafni Ríkisskattanefndar 1979, bls. 18-19. 13) Úrsk. er birtur í ágripi í úrskurðasafni Ríkisskattanefndar 1974 og 1975, bls. 8-9. 14) Úrsk. er birtur í ágripi í úrskurðasafni Ríkisskattanefndar 1976-1978, bls. 7-8. 45

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.