Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Qupperneq 61

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Qupperneq 61
IX. VERÐBREYTINGARFÆRSLUR MEÐ TILLITI TIL SAMEIGNARFÉLAGA. Segja má, að ekki gildi neinar meiri háttar sérréglur um sameignar- félög að því er tekur til verðbreytingarfærslna. Að því er varðar sam- eignarfélög er fremur um það að ræða, að beiting ákvæða um verð- breytingar dragi dám af þeirri sérstöðu, sem þessi félög hafa í skatta- legu tilliti umfram aðra lögaðila. Allt að einu þykir tilefni til þess að gera nokkra grein fyrir þessu viðfangsefni, enda verða lagaákvæðin um verðbreytingar að teljast allmerkileg nýmæli. Ymis álitaefni koma upp við framkvæmd þeirra, þegar um sameignarfélög er að ræða, og í úrlausn þeirra endurspeglast glöggt margnefnd sérstaða þessara félaga í skattaréttarlegu tilliti. Svo sem kunnugt er, voru mörg nýmæli tekin upp með hinum nýju lögum um tekjuskatt og eignarskatt, sem ætlað er að taka tillit til þeirra áhrifa, sem almennar verðbreytingar hafa. Þannig er málum háttað um söluhagnað og fyrningar. Þá skal samkvæmt 53. gr. laganna reikna lögaðilum og þeim mönnum, sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi, tekjur eða gjöld vegna verðbreytinga, þ.e.a.s. taka tillit til þeirra áhrifa, sem almennar verðbreytingar hafa á eignir þeirra og skuldii' eftir því, sem nánar er kveðið á um í greininni. Eignir og skuldir lögaðila eru háðar þessum reglum svo og þær eignir og skuld- ir manna, sem hafa með höndum atvinnurekstur eða sjálfstæða starf- semi, sem rekstrinum eru tengdar. Er reiknaður tiltekinn hundraðhluti af mismun sérstaklega tilgreindra eigna og skulda og þannig fundin fjárhæð færð til gjalda, séu eignir hærri, en til tekna, séu skuldir hærri. Til eigna við þennan útreikning telj ast allar óverðtryggðar eignir, eign- ir sem ekki hækka í verði við almennar verðhækkanir, enn fremur verð- tryggðar eignir og þær eignir, sem njóta almennra verðlagshækkana, ef verðtryggingin eða verðhækkunin telst til skattskyldra tekna sam- kvæmt lögunum. Til skulda í þessu sambandi teljast hvers konar skuld- ir með örfáum undantekningum. Sérstaklega er tekið fram ásamt öðru, að skuldir og inneignir eignaraðila sameignarfélaga, sbr. 3. tl. 2. gr., teljist ekki til eigna og skulda við þennan útreikning. Sama gildir um skuldir og inneignir þeirra manna, sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi, hjá rekstrinum. Ekki verður gerð nánari grein fyrir þessum ákvæðum hér, en farið nokkrum orðum um 5. mgr. 53. gr., þar sem beiting hennar sýnir Ijós- lega mismun skattalegs uppgjörs vegna sameignarfélaga eftir því, hvort 55
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.