Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Side 9
AXEL EINARSSON
Axel Einarsson, hæstaréttarlögmaður, and-
aðist í Reykjavík 19. desember 1986, rúmlega
55 ára að aldri. Hann hafði um nokkurt skeið
kennt sjúkdóms þess, er dró hann til dauða,
en virtist hafa náð sér og kom því andlát hans
kunningjum og vinum algjörlega á óvart.
Foreldrar hans voru hjónin Kristín Ingvars-
dóttir og Einar Baldvin Guðmundsson hrl., sem
var einn virtasti lögfræðingur landsins um
langt árabil. Axel var elstur barna þeirra hjóna,
en eftir lifa systur hans, Jóhanna Jórunn og
Kristín Klara.
Axel útskrifaðist úr Menntaskólanum í Reykja-
vlk vorið 1951 með 1. einkunn. Hann stundaði
laganám að því loknu og lauk prófi frá laga-
deild Háskóla íslands 23. maí 1956 með 1.
einkunn. Eftir lagapróf stundaði hann nám í sjórétti við Lundúnaháskóla um
eins árs skeið, 1956-1957, en hóf að því loknu störf sem fulltrúi á Málflutnings-
skrifstofu Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar og Guðmundar
Péturssonar. Gerðist hann meðeigandi þeirrar skrifstofu árið 1968.
Árið 1974 létust samstarfsmennirnir Einar Baldvin Guðmundsson og Guð-
laugur Þorláksson og tók þá Axel við hlut föður síns í skrifstofunni, sem
eftir það var rekin undir nafninu Málflutningsskrifstofa Guðmundar Péturs-
sonar og Axels Einarssonar, fram til ársloka 1985, en í ársbyrjun 1986 bættist
Pétur Guðmundarson hrl. við sem meðeigandi.
Eftir að Axel varð hæstaréttarlögmaður á árinu 1965 tók hann æ ríkari þátt
í ráðgefandi lögfræðistörfum hjá þeim fyrirtækjum, sem skrifstofa okkar starf-
aði fyrir, og eftir að faðir hans andaðist fetaði hann að verulegu leyti í fótspor
hans í þeim efnum. Hann aflaði sér fljótt vinsælda í störfum og af því leiddi
aftur, að hann var kosinn í stjórn ýmissa fyrirtækja, t.d. Ferðaskrifstofunnar
Úrvals á árinu 1970 og var lengi stjórnarformaður þess félags. í stjórn H/F
Eimskipafélags íslands var hann kosinn 1974 og sat þar meðan hann lifði.
Hann starfaði einnig sem lögmaður Flugfélags íslands og síðar Flugleiða,
eftir sameiningu flugfélaganna. Það er örugglega ekki ofmælt, að Axel hafi
notið mikils trausts sem lögmaður hjá öllum þeim, sem hann starfaði fyrir og
með. Innan lögmannastéttarinnar var hann mikils metinn og sat í stjórn Lög-
mannafélagsins um árabil.
Axel var prýðilegum gáfum gæddur og fékk i vöggugjöf marga bestu kosti
foreldra sinna, rökfastur, stuttorður og gagnorður, og áberandi þáttur í fari
hans var viss glaðværð og hlýleiki ( framkomu. Hann líktist mjög föður sínum,
sem eldri lögmenn og dómarar minnast með sérstakri virðingu.
3