Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Qupperneq 18

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Qupperneq 18
3. KRÖFUR, SEM SÆTA TAKMÖRKUN ÁBYRGÐAR Reglurnar um takmörkun ábyrgðar í 173.-183. gr. sigll. hagga ekki að neinu leyti reglum um stofnun bótaskyldu. I upphafi 1. mgr. 174. gr. sigll. segir, að heimild til takmörkunar á ábyrgð sé fyrir hendi án tillits til þess, á hvaða grundvelli ábyrgðin hvíli. Skiptir því ekki máli, hvort bótakrafa hefur stofnast á grund- velli sakar eða víðtækari bótareglu. Mjög mikil sök tjónvalds getur þó girt fyrir heimild til takmörkunar, sjá nánar 176. gr. sigll. og 5. kafla hér á eftir. Almennt skiptir ekki heldur máli, hvort bótakrafa er reist á skaðabótareglum utan samninga eða innan. Kröfur þær, sem sæta takmörkun ábyrgðar, eru taldar í 174. gr., en í 175. gr. er getið krafna, sem réttur til að takmarka ábyrgð nær ekki til. Þeim, sem rétt hefur til takmörkunar ábyrgðar, er ekki skylt að tak- marka ábyrgð sína. Reglur sigll. fela aðeins í sér heimild en ekki skyldu til takmörkunar. Þeim, sem bótaábyrgð ber, er mikill hagur að því að eiga rétt til tak- mörkunar. Er því yfirleitt talið, að reglum 1.-6. tl. 1. mgr. 174. gr. verði ekki beitt með lögjöfnun um aðrar bótakröfur. Gildissvið reglna um takmarkaða ábyrgð er að sumu leyti víðara en að öðru leyti þrengra en gildissviðið var eftir sigll. 1963. Nú segir ber- um orðum, að takmarka megi ábyrgð vegna seinkunar (2. tl. 174. gr.) og ábyrgð á kröfum um greiðslu kostnaðar við ráðstafanir, sem gerðar eru til þess að afstýra eða draga úr tj óni, sem ella hefði sætt takmörk- un ábyrgðar (6. tl. 174. gr.). Nokkur fleiri atriði rýmka gildissvið regln- anna frá því sem áður var. Á hinn bóginn taka reglur sigll. um tak- mörkun ábyrgðar nú ekki til krafna vegna olíumengunar eða kjarn- orkutjóns af því tagi, sem greint er í 2.-4. tl. 175. gr. Verður nú gefið stutt yfirlit yfir kröfur þær, sem sæta takmarkaðri ábyrgð eftir sigll. 1985. Kröfurnar, sem taldar eru í 1.-6. tl. 1. mgr. 174. gr., varða eftirtalin atvik: (1) „tjón á mönnum eða munum þegar tjónið verður um borð í skip- inu eða í beinum tengslum við rekstur skipsins eða björgun." Þetta ákvæði í 1. tl. svarar að mestu til 1.-4. tl. 1. mgr. 205 gr. sigll. með þeirri viðbót, að nú sæta einnig takmörkun kröfur, sem stofnast í beinum tengslum við björgun. Kröfur samkvæmt 1. tl. eru langmik- ilvægustu kröfurnar, sem sæta takmarkaðri ábyrgð. Bótakröfur vegna slyss eða munatjóns, sem verður um borð í skipi, má ávallt takmarka 12
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.