Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Síða 45

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Síða 45
að beita samfélagsþjónustu. Það er því alls ekki útilokað, að skilorðs- dómi með skilyrði um samfélagsþjónustu sé beitt í ýmsum tivlikum, þar sem ella hefði hvort sem er verið beitt skilorðsdómi. 1 tillögum vinnuhópsins er sérstaklega tekið fram, að ekki eigi að beita samfélags- þjónustu sem skilyrði fyrir skilorðsbundna hlutanum í blönduðum skilorðsdómi (kombinationsdom). Ekki er talið henta að tengja sam- félagsþjónustu við óskilorðsbundna refsivist. Er til álita kemur að beita samfélagsþjónustu, verður ákvörðun að byggjast á heildarmati allra aðstæðna, bæði eðli brots og persónu hins brotlega. Samfélagsþjónusta kemur auðvitað ekki til álita, ef um er að ræða svo alvarlegt brot, að það varði margra mánaða eða ára fangelsi. Vinnuhópurinn mælti með því, að samfélagsþj ónustu skyldi beitt, þar sem áður var beitt fangelsi, allt að sex til átta mánuðum. Varðandi einstaka hópa brotamanna er gert ráð fyrir, að samfélágs- þj ónusta komi fyrst og fremst til álita, þegar um er að ræða brotamenn, sem gerst hafa sekir um auðgunarbrot, skjalafals eða nytjastuld. Vinnu- hópurinn telur, að samfélagsþjónusta geti hentað vel þeim úr þessum hópi brotamanna, sem þegar hafa hlotið skilorðsdóma og þurfa eitthvað meira og strangara. Það var sérstaklega rætt í vinnuhópnum, hvort rétt væri að dæma þá menn til samfélagsþjónustu, sem sekir hefðu gerst um ofbeldi og skemmdarverk. Niðurstaðan var sú, að það gæti komið til álita í einstökum tilvikum, en fara yrði varlega í það, ekki síst végna almenningsálitsins. Engin sérstök aldursmörk eru sett fyrir því að fá dóm um samfélags- þjónustu. Samfélagsþjónustu verður þó sjaldan beitt gagnvart 18 ára mönnum og yngri, vegna þess að þeir fá iðulega skilorðsdóma hvort sem er. 1 þeim tilvikum, þar sem menn undir 18 ára aldri fá óskilorðs- bundinn dóm, er yfirleitt um svo alvarleg brot að ræða, að samfélágs- þjónusta kæmi ekki til greina þegar af þeim sökum. Þótt hinn brotlegi hafi áður hlotið óskilorðsbundinn dóm, er hann ekki þar með talinn óhæfur til að hljóta dóm um samfélagsþjónustu. Þetta verður að meta í hverju tilviki. I þeim málum, þar sem samfélagsþjónusta kemur til álita, fer fram könnun á persónulegum högum hins ákærða. Er þá reynt að meta, hvort hann sé hæfur til að hljóta skilorðsdóm með þessu „sérstaka“ skilyrði. Einnig er kannað, hvort hann muni samþykkja samfélags- þjónustu og hvort hentugt starf sé á boðstólum nálægt heimili hans. Hinum brotléga er kynnt þessi tilraunaskipan sem samfélagsþjónustan er, og reynt er að komast að því, hvers konar vinna henti viðkomandi einstaklingi og hverju hann hefur helst áhuga á. 39
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.