Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Side 86

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Side 86
skipaður 1981. — Dr. Bjarni átti sæti í stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja 1964-69 og var á þeim árum tilnefndur af bandalaginu í Félagsdóm. Hann var formaður Prestafélags islands 1968-70, sat kirkjuþing 1970-76 og var sömu ár í kirkjuráði. Þá var hann fyrsti formaður siðareglunefndar Blaða- mannafélagsins. Kona dr. Bjarna er Aðalbjörg Guðmundsdóttir frá Norðfirði. Doktorsrit Bjarna Sigurðssonar skiptist í tvo hluta. Hinn fyrri fjallar um sögu íslensks kirkjuréttar og skiptist í 4 kafla eftir tlmabilum. Síðari hlutinn kallast Skipun íslensks kirkjuréttar og skiptist í 9 kafla. Auk inngangs er þar rætt um kirkjuréttarleg atriði varðandi trúarlífið, um presta, söfnuði, prófasta, kirkju- stjórnina, kirkjueignir, þátttöku íslensku kirkjunnar í alþjóðasamvinnu og um kirkju og ríki. Dr. Bjarni hafði verið við framhaldsnám í Köln í 2 misseri, á árunum 1968 og 1969. í hinni prentuðu útgáfu er ritgerð hans 412 bls. Þór Vilhjálmsson 80

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.