Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Blaðsíða 12

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Blaðsíða 12
Hinn 31. ágúst 1965 lét Guðmundur í. Guðmundsson af ráðherradómi, og tæpum mánuði síðar var hann skipaður ambassador í Bretlandi og sagði bæjarfógeta- og sýslumannsembættinu lausu. Var embættið þá auglýst laust til umsóknar og veitt öðrum en Birni frá 1. janúar 1966, en embættismanna- skiptin drógust þó fram til 1. mars það ár. Björn hafði rækt störf sín framúr- skarandi vel og naut trausts og mikilla vinsælda í umdæminu, án tillits til þess hvar í flokki menn stóðu. Sú mikla mótmælaalda, sem reis í kjölfar þessarar stöðuveitingar, á sér ekki hliðstæðu og bar glöggt vitni um þann orðstír og vinsældir sem Björn hafði áunnið sér persónulega og fyrir embættisfærslu sína. Björn hófst þegar handa um undirbúning að stofnun lögmannsstofu, er hann léti af embætti, og f marsmánuði 1966 stofnaði hann ásamt undirrit- uðum, Skúia J. Pálmasyni og Sveini H. Valdimarssyni lögmannsstofu í Reykjavik og rak hana með þeim í sjö ár. Hæstiréttur hafði lýst Björn lög- hæfan til þess að flytja mál fyrir Hæstarétti án prófraunar sökum starfshæfni hans við dómsstörf og veitt honum undanþágu frá þvi að þreyta prófraun, og var leyfi til málfiutnings gefið út Birni til handa hinn 22. desember 1965. Ekki þurfti Björn að kvíða verkefnaskorti, því að margir leituðu til hans. Að lögmannsstörfum gekk hann með sama dugnaði og eljusemi og honum var lagið við embættisstörfin. Haustið 1971 sat hann á Alþingi um skeið sem varaþingmaður Reykjaneskjördæmis, 1972 var hann skipaður formaður nefnd- ar til að endurskoða dómstólakerfið á héraðsdómsstigi, og 1971-1973 sat hann í stjórn Lögmannafélags (slands. Hinn 22. júní 1973 var Björn skip- aður hæstaréttardómari, og í Hæstarétti lauk hann glæsilegum starfsferli f árslok 1985, 66 ára að aldri. Björn var gáfumaður, en hafði einnig til að bera „common sense“ í rfkum mæli og var fliótur að greina aðalatriði máls frá aukaatriðum, sem er megin- kostur góðs dómara, og hann var ritfær í besta lagi. Björn var mikill verk- maður og ósérhiífinn. Hann var hjálpsamur og hjartahlýr, en hafði einnig til að bera einurð, ef á þurfti að halda. Á góðum stundum í hópi vina var Björn hrókur alls faanaðar. Hann var vel skáldmæltur og Ijóðelskur, alinn upp við sterka Ijóðahefð, og kunni ókjörin öll af Ijóðum, lausavísum, rímnakveðskap og prentuðum og óprentuðum kveðskap, enda minnið traust. Björn hafði gaman af þvf að starfa f félögum. Hann var bridgemaður ágætur og var um árabil ein af driffjöðrum í Bridgefélagi Hafnarfjarðar, sem starfaði með blóma. Hann var Lionsmaður og Frímúrari. Á háskólaárum sínum var Björn einn f hópi stúdenta, sem kallaði sig Leirskáldafélaoið oa fékkst við yrkinaar eins og nafnið bendir til. Þessir menn urðu síðar þjóðkunnir, en af öðrum störfum. Löngu síðar kom þessi hóour stundum saman á heimili eins þeirra, sem var sýnu kunnastur. Fundar- staðurinn var á Bessastöðum. Björn Sveinbiörnsson var karimenni í iund. Árið 1951 hafði innvortis blæð- ing nærri riðið honum að fullu. Áratug sfðar hlaut hann hjartaáfall, og oftar en einu sinni varð hann að fara á spítala til meðferðar og aðgerða. En ávallt var hann jafnæðrulaus. Hinn 22. maf 1954 gekk Björn að eiga etfirlifandi konu sína Rósu Lofts- dóttur, útgerðarmanns Loftssonar og k.h. Ingveidar Ólafsdóttur. Var það heillaspor fyrir þau bæði. 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.