Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Page 13
Þeim Birni og Rósu varð ekki barna auðið, en Björn eignaðist dóttur, áður
en hann kvæntist. Hún heitir Guðrún Stella og er búsett í Bandaríkjunum.
Með Birni Sveinbjörnssyni er genginn mikill mannkostamaður. Eftir lifir
minningin um góðan dreng og vel af Guði gerðan í hugum þeirra sem áttu
því láni að fagna að þekkja hann og eiga að vini.
Jón Finnsson
SIGURÐUR ELLERT ÓLASON
Sigurður Ellert Ólason, hæstaréttarlögmað-
ur, andaðist hinn 18. janúar 1988. Hann var
fæddur hinn 19. janúar 1907 að Stakkhamri í
Hnappadalssýslu. Foreldrar hans voru þau
Óli Jón Jónsson bóndi þar og oddviti og Þór-
unn t. Sigurðardóttir. Þar vestra ólst Sigurður
upp, þar til hann hóf nám í Menntaskólanum í
Reykjavík. Lauk hann þaðan stúdentsprófi 1928.
Að stúdentsprófi loknu settist hann I lagadeild
Háskóla íslands og lauk þaðan kandidatsprófi
hinn 29. júní 1933. Að námi loknu hóf hann
fyrst störf hjá ríkisféhirði, en á árinu 1939 varð
hann fulltrúi í fjármálaráðuneytinu og gegndi
því starfi, þar til hann lét af því fyrir aldurs-
sakir, en frá 1960 hafði hann verið þar í hálfu
starfi. En allt frá árinu 1935 og fram á síðasta
ár rak hann jafnframt lögmannsstofu í Reykjavík, ýmist einn eða í félagi við
aðra, en réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti öðlaðist Sigurður á árinu
1941.
Sigurður var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Ragnhildur Ásgeirsdóttir.
Slitu þau samvistum eftir stutta sambúð. Síðari kona hans er Unnur Kolbeins-
dóttir kennari frá Kollafirði. Varð þeim sex barna auðið, sem öll eru á lífi.
Ýmis nefndarstörf hafði Sigurður með hendi, sem of langt mál er að
rekja hér til hlítar, en þó skal þess getið, að hann átti sæti f landsnefnd lýð-
veldiskosninganna vorið 1944 svo og í nefnd til þess að vinna að endur-
heimt íslenskra handrita úr erlendum söfnum 1961-1962.
Hann átti sæti í fyrsta Happdrættisráði Háskóla íslands 1933-1934. Á yngri
árum sínum tók Sigurður töluverðan þátt f félagsstörfum og stiórnmálum,
var m.a. formaður Stúdentaráðs 1932-1933 og formaður Stúdentafélags
Reykjavíkur 1938-1939 og í framboði fyrir Bændaflokkinn til alþingiskosn-
inga í Snæfelisnes- og Hnappadalssýslu 1934.
Eins og sést af þessari þurru upptalningu hér að framan um störf Sig-
urðar, kom hann víða við, og var hann afkastamaður svo að ótrúlegt var,
þegar þess er einnig gætt, að hann lagði sig eftir rannsóknum á sögu lands
og þjóðar, og liggja þar eftir hann merkar greinar um athuganir hans: „Yfir