Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Qupperneq 13

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Qupperneq 13
Þeim Birni og Rósu varð ekki barna auðið, en Björn eignaðist dóttur, áður en hann kvæntist. Hún heitir Guðrún Stella og er búsett í Bandaríkjunum. Með Birni Sveinbjörnssyni er genginn mikill mannkostamaður. Eftir lifir minningin um góðan dreng og vel af Guði gerðan í hugum þeirra sem áttu því láni að fagna að þekkja hann og eiga að vini. Jón Finnsson SIGURÐUR ELLERT ÓLASON Sigurður Ellert Ólason, hæstaréttarlögmað- ur, andaðist hinn 18. janúar 1988. Hann var fæddur hinn 19. janúar 1907 að Stakkhamri í Hnappadalssýslu. Foreldrar hans voru þau Óli Jón Jónsson bóndi þar og oddviti og Þór- unn t. Sigurðardóttir. Þar vestra ólst Sigurður upp, þar til hann hóf nám í Menntaskólanum í Reykjavík. Lauk hann þaðan stúdentsprófi 1928. Að stúdentsprófi loknu settist hann I lagadeild Háskóla íslands og lauk þaðan kandidatsprófi hinn 29. júní 1933. Að námi loknu hóf hann fyrst störf hjá ríkisféhirði, en á árinu 1939 varð hann fulltrúi í fjármálaráðuneytinu og gegndi því starfi, þar til hann lét af því fyrir aldurs- sakir, en frá 1960 hafði hann verið þar í hálfu starfi. En allt frá árinu 1935 og fram á síðasta ár rak hann jafnframt lögmannsstofu í Reykjavík, ýmist einn eða í félagi við aðra, en réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti öðlaðist Sigurður á árinu 1941. Sigurður var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Ragnhildur Ásgeirsdóttir. Slitu þau samvistum eftir stutta sambúð. Síðari kona hans er Unnur Kolbeins- dóttir kennari frá Kollafirði. Varð þeim sex barna auðið, sem öll eru á lífi. Ýmis nefndarstörf hafði Sigurður með hendi, sem of langt mál er að rekja hér til hlítar, en þó skal þess getið, að hann átti sæti f landsnefnd lýð- veldiskosninganna vorið 1944 svo og í nefnd til þess að vinna að endur- heimt íslenskra handrita úr erlendum söfnum 1961-1962. Hann átti sæti í fyrsta Happdrættisráði Háskóla íslands 1933-1934. Á yngri árum sínum tók Sigurður töluverðan þátt f félagsstörfum og stiórnmálum, var m.a. formaður Stúdentaráðs 1932-1933 og formaður Stúdentafélags Reykjavíkur 1938-1939 og í framboði fyrir Bændaflokkinn til alþingiskosn- inga í Snæfelisnes- og Hnappadalssýslu 1934. Eins og sést af þessari þurru upptalningu hér að framan um störf Sig- urðar, kom hann víða við, og var hann afkastamaður svo að ótrúlegt var, þegar þess er einnig gætt, að hann lagði sig eftir rannsóknum á sögu lands og þjóðar, og liggja þar eftir hann merkar greinar um athuganir hans: „Yfir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.