Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Síða 16
en átt eignir hér á landi.4) Réttarreglur um þessi efni eru oft mis-
munandi eftir löndum og því verður í ágreiningstilfellum að taka af-
stöðu til þess eftir rétti hvaða lands skuli úr þeim leyst. Þá kemur
til kasta þessarar fræðigreinar. Nefnd tilvik eru dæmi um viðfangs-
efni alþjóðlegs einkamálaréttar. Einnig má skilgreina fræðigreinina
þannig, að hún segi til um það hvenær íslenskir dómstólar eða stjórn-
völd beita erlendum réttarreglum í úrlausnum sínum.
1 fræðilegri umfjöllun er alþjóðlegum einkamálarétti gjarnan skipt
í almennan og sérstakan hluta. 1 almenna hlutanum er fjallað um við-
fangsefni greinarinnar og sögu, skýrð eru grunnhugtök hennar og
heiti og gerð grein fyrir réttarheimildum. Þar er einnig fjallað um
einkaréttarlögsögu íslenskra dómstóla gagnvart mönnum, sem búsett-
ir eru erlendis, og það, hvort viðurkenna beri erlenda dóma og stjórn-
valdsákvarðanir hér á landi. í sérstaka hlutanum er hins vegar fjallað
um lagaskilareglur á einstökum réttarsviðum, svo sem eins og í sifja-,
erfða- og persónurétti, fjármunarétti o.s.frv.
Lagaskilareglur eru formreglur en ekki efnisreglur. Þær leysa ekki
úr því ágreiningsefni, sem um er að tefla, heldur segja til um það
eftir lögum hvaða lands skuli farið varðandi efnisúrlausn, þegar sakar-
efni tengist erlendum rétti.5) Að þessu leyti má líkja lagaskilaregl-
um við réttarfarsreglur, sem hafa þýðingu varðandi málsmeðferð, en
leysa ekki úr réttarágreiningi.
4) Karsten Gaarder, Innföring i international privatrett, Oslo 1975, bls. 1.
5) O. A. Borum, Lovkonflikter, 6. útg. Khöfn 1967, bls. 2, Allan Philip, tilvitnað rit
bls. 13, Karsten Gaarder, tilvitnað rit bls. 3.
Eggert Óskarsson lauk embættisprófi í lögfræði
árið 1970. Hann starfaði sem fulltrúi sýslu-
mannsins í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu
frá 1. mars 1970, lögfræðingur hjá Brunabóta-
félagi íslands frá 1. september 1971, fulltrúi
sýslumannsins i Rangárvallasýslu frá 1. október
1975, skipaður borgardómari í Reykjavík frá 1.
apríl 1982. Hann hefur kennt alþjóðlegan einka-
málarétt við lagadeild Háskóla íslands 1986 og
1987. Skipaður prófdómari í sifja-, erfða- og
persónurétti við lagadeild Háskóla íslands frá
árinu 1986.
10