Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Page 19

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Page 19
sem fyrr getur. Finna verður þá lagaskilareglu sem við á í því tilviki sem um er að ræða. Ef skráðri lagaskilareglu er til að dreifa, sem segir til um það hvernig með skuli fara, þá er málið leyst.13) Þetta á þó sjaldnast við, þar sem réglur alþjóðlegs einkamálaréttar eru flestar ólögfestar. Þá liggur fyrir að finna út hvaða regla getur átt við um sakarefnið í ljósi almennra viðhorfa lagaskilaréttar, m.ö.o. komið er að aðferðafræðinni sjálfri. Hin dæmigerða lagaskilaregla er tvíþætt.14) Annar þátturinn er svo nefndur rétta-rsviðsþáttur, sem gefur til kynna á hvaða sviði réttar- ins álitaefnið er, hvort heldur það er á sviði kröfuréttar eða sifja- réttar, svo dæmi séu tekin. Hinn liður reglunnar er svonefndur tengsla- þáttur, sem segir til um það, hvaða lands lögum verði beitt við úr- lausn þess álitaefnis, sem um er að ræða. Tengslaþættir geta verið margs konar, svo sem heimilisfang, ríkisfang, samningsstaður, stað- setning eignar, allt eftir atvikum hverju sinni. Sem dæmi um þessa samsetningu lagaskilareglunnar má nefna regluna um það, að erfða- réttarlég álitaefni ber að leysa eftir lögum þess lands, þar sem arf- leifandi átti síðast heimilisfesti. 1 þessari lagaskilareglu er það erfða- rétturinn, sem er réttarsviðsþátturinn, en síðasta heimilisfesti arfleif- anda, sem er tengslaþátturinn. Samkvæmt framansögðu eru lagaskila- reglurnar þannig úr garði gerðar, að ákveðin atvik eða staðreyndir — tengsl — valda því að lögum tiltekins lands er beitt. Sem dæmi um tengslaþætti má nefna eftirfarandi: Á sviði persónu-, erfða- og sifjaréttar byggjum við á heimilisfestilögum (domicil- princip)15), eins og Danir og Norðmenn, en Svíar og Finnar og raunar flestar þjóðir Evrópu byggja hins vegar á ríkisfangslögum (nationali- tetsprincip). Á þessu sviði eru því lagaskilareglurnar ólíkar eftir lönd- um. Sem dæmi um tengslaþætti á sviði samninga- og kröfuréttar má nefna lex loci contractus, samningsstaðarlög, lex loci solutions, lög þess staðar, þar sem efna á samning. Á sviði eignaréttar gildir reglan lex rei sitae eða lex situs, lög þess staðar, þar sem eign er. Ennfremur má nefna lex loci delicti í skaðabótarétti, gerningsstaðarlögin, og lex loci regit actum varðandi form löggernings, þar sem byggt er á lög- um þess lands, þar sem undir skylduna var gengist.10) Lög þess lands, 13) Sem dæmi um skráðar lagaskilareglur Isl. réttar má nefna ákvæði 14. kafla vfxillaga nr. 93/1933 og 12. kafla tékkalaga nr. 94/1933. 14) Allan Philip, sama rit bls. 14—15. 15) í Hrd. 1958:651(654) segir að það sé gömul meginregla „íslensks réttar að persónuleg réttarstaða manns skuli fara að fslenskum lögum, ef hann á heimilisfang á íslandi". 16) Sjá hér 1. mgr. 80. gr. 1. 93/1933: „Um form vixilskuldbindingar skal dæma eftir lög- um þess lands, þar sem undir skylduna var gengið". 13

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.