Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Qupperneq 19

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Qupperneq 19
sem fyrr getur. Finna verður þá lagaskilareglu sem við á í því tilviki sem um er að ræða. Ef skráðri lagaskilareglu er til að dreifa, sem segir til um það hvernig með skuli fara, þá er málið leyst.13) Þetta á þó sjaldnast við, þar sem réglur alþjóðlegs einkamálaréttar eru flestar ólögfestar. Þá liggur fyrir að finna út hvaða regla getur átt við um sakarefnið í ljósi almennra viðhorfa lagaskilaréttar, m.ö.o. komið er að aðferðafræðinni sjálfri. Hin dæmigerða lagaskilaregla er tvíþætt.14) Annar þátturinn er svo nefndur rétta-rsviðsþáttur, sem gefur til kynna á hvaða sviði réttar- ins álitaefnið er, hvort heldur það er á sviði kröfuréttar eða sifja- réttar, svo dæmi séu tekin. Hinn liður reglunnar er svonefndur tengsla- þáttur, sem segir til um það, hvaða lands lögum verði beitt við úr- lausn þess álitaefnis, sem um er að ræða. Tengslaþættir geta verið margs konar, svo sem heimilisfang, ríkisfang, samningsstaður, stað- setning eignar, allt eftir atvikum hverju sinni. Sem dæmi um þessa samsetningu lagaskilareglunnar má nefna regluna um það, að erfða- réttarlég álitaefni ber að leysa eftir lögum þess lands, þar sem arf- leifandi átti síðast heimilisfesti. 1 þessari lagaskilareglu er það erfða- rétturinn, sem er réttarsviðsþátturinn, en síðasta heimilisfesti arfleif- anda, sem er tengslaþátturinn. Samkvæmt framansögðu eru lagaskila- reglurnar þannig úr garði gerðar, að ákveðin atvik eða staðreyndir — tengsl — valda því að lögum tiltekins lands er beitt. Sem dæmi um tengslaþætti má nefna eftirfarandi: Á sviði persónu-, erfða- og sifjaréttar byggjum við á heimilisfestilögum (domicil- princip)15), eins og Danir og Norðmenn, en Svíar og Finnar og raunar flestar þjóðir Evrópu byggja hins vegar á ríkisfangslögum (nationali- tetsprincip). Á þessu sviði eru því lagaskilareglurnar ólíkar eftir lönd- um. Sem dæmi um tengslaþætti á sviði samninga- og kröfuréttar má nefna lex loci contractus, samningsstaðarlög, lex loci solutions, lög þess staðar, þar sem efna á samning. Á sviði eignaréttar gildir reglan lex rei sitae eða lex situs, lög þess staðar, þar sem eign er. Ennfremur má nefna lex loci delicti í skaðabótarétti, gerningsstaðarlögin, og lex loci regit actum varðandi form löggernings, þar sem byggt er á lög- um þess lands, þar sem undir skylduna var gengist.10) Lög þess lands, 13) Sem dæmi um skráðar lagaskilareglur Isl. réttar má nefna ákvæði 14. kafla vfxillaga nr. 93/1933 og 12. kafla tékkalaga nr. 94/1933. 14) Allan Philip, sama rit bls. 14—15. 15) í Hrd. 1958:651(654) segir að það sé gömul meginregla „íslensks réttar að persónuleg réttarstaða manns skuli fara að fslenskum lögum, ef hann á heimilisfang á íslandi". 16) Sjá hér 1. mgr. 80. gr. 1. 93/1933: „Um form vixilskuldbindingar skal dæma eftir lög- um þess lands, þar sem undir skylduna var gengið". 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.