Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Qupperneq 36

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Qupperneq 36
áhrif hér á landi.24) Rétt er þó að hafa í huga í því sambandi, að þegar um varnarþingssamninga er að ræða, verða frávísunaráhrifin ekki rakin til hins erlenda dóms sem slíks, heldur til ákvæða varnarþings- samningsins. Að því er fordæmisáhrifin varðar, má velta því fyrir sér, hvort erlendur dómur, sem gengið hefur á grundvelli varnarþingssamnings, verði án endurskoðunar lagður til grundvallar úrlausnum íslenskra dómstóla með svipuðum hætti og erlend gerðardómsúrlausn. Þeirrar skoðunar er 0. A. Borum að því er danskan rétt varðar.25) Allan Philip telur erlendan dóm, sem byggir lögsögu sína á varnarþingssamningi, hafa aukið gildi, en bendir eigi að síður á, að framhjá því verði ekki litið, að jafnvel í slíkum tilvikum eigi danskir dómstólar sjálfstæðan rétt til þess að endurskoða hina erlendu dómsúrlausn.20) Áður er að því vikið, að erlendir gerðardómar eru, að fullnægðum ákveðnum lágmarksskilyrðum, lagðir til grundvallar dómsúrlausnum hér á landi, þegar mál er höfðað fyrir íslenskum dómstólum til þess að fá gerðardómana aðfararhæfa. Öll rök mæla með þeirri niðurstöðu, að hið sama gildi um þá erlendu dóma, sem kveðnir eru upp af dóm- stólum erlends ríkis á grundvelli varnarþingssamnings. Er vandséð, að meiri hættur séu því samfara að viðurkenna slíka dóma en erlenda gerðardóma. Ljóst er, að sönnunarfærsla sú, sem fram fer fyrir erlendum dóm- stóli, getur haft þýðingu í síðari málaferlum hér á landi. Þá getur og sönnunarmat erlenda dómstólsins og beiting hans á erlendum réttar- reglum, eins og áður segir, haft þýðingu við eftirfarandi málaferli hér á landi. Það ræðst væntanlega mjög af viðbrögðum málsaðilja hverju sinni, hver áhrif til verksparnaðar og hagræðingar erlendur dómur hefur hér á landi að því er varðar sönnunarfærslu, sönnunarmat og beitingu er- lendra réttarreglna. Líklegt má þó telja, að íslenskur dómstóll legði það til grundvallar úrlausn sinni, ef ekki er á öðru byggt af hálfu málsaðilja, að erlendi dómstóllinn hafi beitt þeim réttarreglum, sem beita ber samkvæmt íslenskum lagaskilareglum, að réttarreglum þessum hafi verið réttilega beitt og að sönnunarmat erlenda dóm- stólsins sé rétt. Gagnger endurskoðun þessara atriða fer því væntan- 24) Um frávísunaráhrif varnarþings- og gerðardómssamninga í Danmörku, sjá Allan Philip, áður tilvitnað rit á bls. 101. Urn frávísunaráhrif gerðardómssamninga, sjá Jónatan Þórmundsson, Nokkrar hugleiðingar um gerðardóma, Úlfljótur 1. tbl. 1963, bls. 36. 25) O. A. Borum, áður tilvitnað rit, bls. 202. 26) Allan Philip, áður tilvitnað rit, bls. 121. 30
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.