Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Page 37

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Page 37
lega ekki fram, nema því aðeins að málsaðiljar beri brigður á hinn erlenda dóm að þessu leyti, eða hinn erlendi dómur er að mati íslensks dómstóls ósamrýmanlegur réttarskipulagi landsins („ordre public“ fyrirvari). Má því til sanns vegar færa, þegar svona stendur á, að erlendir dómar hafi óbein fordæmisáhrif og að munurinn á slíkum fordæmisáhrifum og sönnunaráhrifum sé þá í raun orðinn hai’la lítill. En eftir stendur eigi að síður, að réttur málsaðilja til þess að véfengja erlenda dóminn er engan veginn takmarkaður af áðurgreindum reglum íslensks réttar urn réttaráhrif eða réttarverkanir dóma. VI. UNDANTEKNINGAR FRÁ MEGINREGLUNNI. Frá þeirri meginreglu, að erlendir dómar hafi ekki réttaráhrif hér á landi, eru tvær undantekningar. Með sérstökum lögum hefur verið ákveðið, að tilteknir dómar og úrskurðir uppkveðnir á Norðurlöndum skuli hafa bindandi áhrif hér á landi. Eins hefur verið á því byggt í dómsúrlausnum hérlendis, að erlendir skilnaðardómar og ógildingar- dómar í hjúskaparmálum hafi réttarverkanir hér á landi, þótt ekki sé við settar lagareglur um það efni að styðjast. Skal nú að þess- um undantekningum vikið. 1) Samningur milli íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um viðurkenningu dóma og fullnægju þeirra frá 16. mars 1932. Með lögum nr. 30/1932 var ofangreindum samningi veitt lagagildi hér á landi. Að grundvelli samningsgerðarinnar og tilganginum með henni er áður vikið. Samningur þessi hefur verið endurskoðaður, og gekk nýr samningur í gildi 11. október 1977. Þann samning hafa ís- lendingar undirritað, en ekki veitt lagagildi. Samningurinn frá 1932 er því enn í fullu gildi milli Islands og hinna samningsríkjanna, en milli annarra ríkja á Norðurlöndum, þ.e.a.s. innbyrðis milli Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Finnlands gildir nýi samningurinn frá 1977.27) Samkvæmt samningnum frá 1932 eru aðfararhæfir dómar, sem gengið hafa í einhverju samningslandanna, bindandi í hinum ríkjun- um. Tekur samningurinn bæði til dóma í einkamálum og dóma í saka- 27) Torben Svenné Schmidt, International formueret, bls. 141. í Danmörku, Noregi, Sví- þjóð og Finnlandi hafa verið sett lög um lagagildi Norðurlandasamningsins frá 1977. Lög þessi eru að mestu eins í öllum ríkjunum, þótt nokkurra afbrigða gæti í löggjöf hvers ríkis vegna mismunandi fulinustureglna. 31

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.