Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Blaðsíða 37

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Blaðsíða 37
lega ekki fram, nema því aðeins að málsaðiljar beri brigður á hinn erlenda dóm að þessu leyti, eða hinn erlendi dómur er að mati íslensks dómstóls ósamrýmanlegur réttarskipulagi landsins („ordre public“ fyrirvari). Má því til sanns vegar færa, þegar svona stendur á, að erlendir dómar hafi óbein fordæmisáhrif og að munurinn á slíkum fordæmisáhrifum og sönnunaráhrifum sé þá í raun orðinn hai’la lítill. En eftir stendur eigi að síður, að réttur málsaðilja til þess að véfengja erlenda dóminn er engan veginn takmarkaður af áðurgreindum reglum íslensks réttar urn réttaráhrif eða réttarverkanir dóma. VI. UNDANTEKNINGAR FRÁ MEGINREGLUNNI. Frá þeirri meginreglu, að erlendir dómar hafi ekki réttaráhrif hér á landi, eru tvær undantekningar. Með sérstökum lögum hefur verið ákveðið, að tilteknir dómar og úrskurðir uppkveðnir á Norðurlöndum skuli hafa bindandi áhrif hér á landi. Eins hefur verið á því byggt í dómsúrlausnum hérlendis, að erlendir skilnaðardómar og ógildingar- dómar í hjúskaparmálum hafi réttarverkanir hér á landi, þótt ekki sé við settar lagareglur um það efni að styðjast. Skal nú að þess- um undantekningum vikið. 1) Samningur milli íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um viðurkenningu dóma og fullnægju þeirra frá 16. mars 1932. Með lögum nr. 30/1932 var ofangreindum samningi veitt lagagildi hér á landi. Að grundvelli samningsgerðarinnar og tilganginum með henni er áður vikið. Samningur þessi hefur verið endurskoðaður, og gekk nýr samningur í gildi 11. október 1977. Þann samning hafa ís- lendingar undirritað, en ekki veitt lagagildi. Samningurinn frá 1932 er því enn í fullu gildi milli Islands og hinna samningsríkjanna, en milli annarra ríkja á Norðurlöndum, þ.e.a.s. innbyrðis milli Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Finnlands gildir nýi samningurinn frá 1977.27) Samkvæmt samningnum frá 1932 eru aðfararhæfir dómar, sem gengið hafa í einhverju samningslandanna, bindandi í hinum ríkjun- um. Tekur samningurinn bæði til dóma í einkamálum og dóma í saka- 27) Torben Svenné Schmidt, International formueret, bls. 141. í Danmörku, Noregi, Sví- þjóð og Finnlandi hafa verið sett lög um lagagildi Norðurlandasamningsins frá 1977. Lög þessi eru að mestu eins í öllum ríkjunum, þótt nokkurra afbrigða gæti í löggjöf hvers ríkis vegna mismunandi fulinustureglna. 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.