Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Qupperneq 40

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Qupperneq 40
fyrir liggur gild úrlausn erlends dómstóls, sem veitt hefur skilnað, sbr. t.d. norskan dóm í Rt. 1954.568.35) Vafi er um það, hvort erlendur sýknudómur í skilnaðarmáli hafi frávísunaráhrif. Erlendur dómur, sem veitir skilnað, er viðurkenndur, af því að hann breytir því réttarástandi, sem er og skapar nýtt. Þessi rök eiga ekki við um sýknudóma. Sýnist því hæpnara að láta erlenda sýknudóma hafa þau áhrif hér á landi, að stefnandi geti ekki höfðað mál fyrir íslenskum dómstólum eða fengið úrlausn hjá valdsmanni, að öðrum skilyrðum fullnægðum.36) Fordæmisáhrif erlends skilnaðardóms lýsa sér í því, að dómurinn verður lagður til grundvallar hér á landi í dómsmálum, þar sem það hefur þýðingu, hvort hjónabandinu hefur verið slitið eða ekki.37) Er- lendur skilnaðardómur getur einnig í öðrum samböndum haft þýðingu að lögurn, t.d. erlendur lögskilnaður varðandi heimild til þess að ganga í hjúskap að nýju hér á landi og erlendur skilnaður að borði og sæng sem undanfari lögskilnaðar hér á landi. Um fordæmisáhrif erlends skilnaðardóms má benda á Hrd. 1972.1061, þar sem íslenskur maður og bresk kona, sem fengið höfðu skilnað með úrskurði bresks dómstóls, deildu um forræði yfir barni sínu í innsetningarmáli fyrir fógetarétti Reykjavíkur. Segir í dómi Hæstarétttar, að ekki séu bornar á það 35) Segja má, að bæði almannahagsmunir (rcttareining og réttaröryggi) og hagsmunir dómhafa samkvæmt erlendunt skilnaðardómi mæli með því, að dómurinn hafi hvort tveggja, fordæmis- og frávísunaráhrif. Dómhafi þarf að geta treyst því, að um endan- legan dóm sé að ræða, þannig að hann verði ekki dreginn inn í ný málaferli um sama sakarcfnið. Á þessu sjónarmiði var byggt í norskum dómi í Rt. 1954.56S. Norsk hjón voru gefin saman í Noregi 1939. Maðurinn sigldi á stríðsárunum m.a. til Bandaríkjanna, þar sem hann fékk ríkisborgararétt. Árið 1943 fékk maðurinn skilnað frá konu sinni í Texas og gekk þar í hjónaband að nýju. Konan bjó í Noregi öll stríðsárin, og árið 1946 fékk hún viðurkenningu dómsmálaráðuneytisins norska á þvf, að með skiln- aðinum í Texas hefði hjúskap hennar og manns hennar verið slitið. Sama ár kom maðurinn í heimsókn til Noregs og þá höfðaði konan mál á hendur honum með kröfu um skilnað, framfærslueyri og búskipti. Á öllum dómsstigum var kröfum kon- unnar vísað frá dómi. 36) Umhugsunarefni er, hvort stcfnandi í erlendu skilnaðarmáli, sem fengið hefur sýknu- dóm í hendur, geti í nýju skilnaðarmáli hérlendis byggt á sömu skilnaðarástæðu og hann gerði í erlenda málinu. Um það efni sjá Torben Svenné Schmidt, International skilsmisse- og separationsret, bls. 389-390. Niðurstaða hans um það efni virðist sú, að þetta fari eftir reglum f því landi, þar sem dómurinn var kveðinn upp. Samkvæmt orðanna hljóðan tekur 22. gr. Norðurlandasamningsins um hjúskap, ættleiðingu og lögráð, sbr. lög nr. 29/1931 og lög nr. 95/1973, einnig til sýknudóma í skilnaðar- málum. Sjá um það efni nánar Torben Svenné Schmidt, sama rit á bls. 390 og 419, en hann telur stefnanda máls, sem fengið hefur norrænan sýknudóm f hendur, geta höfðað nýtt skilnaðarmál í Danmörku, ef hann ber fyrir sig aðrar skilnaðarástæður en þær, sem fyrri dómur hafnaði. 37) Torben Svenné Schmidt, International skilsmisse- og separationsret, bls. 448. 34
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.