Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Side 47
Málsatvik voru þau, að með úrskurði skiptaréttar Reykjavíkur 6.
desember 1985 var bú skipafélagsins Hafskips h.f. tekið til gjaldþrota-
skipta. Með bréfi dags. 12. maí 1986 lýsti Geyserfood ApS í Danmörku
kröfu í búið vegna tjóns á farmi, sem Hraðfrystihús Þórshafnar h.f.
sendi með skipi félagsins til Kaupmannahafnar og var Geyserfood ApS
viðtakandi farmsins samkvæmt farmskírteini.
Með utanréttarstefnu, útgefinni 6. desember 1985, hóf Geyserfood
ApS málarekstur fyrir sjó- og verslunardómi Kaupmannahafnar, m.a.
á hendur Hafskipi h.f., til heimtu áðurgreindrar bótafjárhæðar. Þann
7. janúar 1986 var stefnan árituð af dómstólnum um þingfestingu
málsins 26. febrúar s.á. Ekki lá fyrir í skiptaréttarmálinu, hvort
og eftir atvikum hvenær stefna þessi hefði verið birt né heldur
fyrir hverjum. Sjó- og verslunardómsmálið var rekið á sama grund-
velli og skiptaréttarmálið. Var Sjó- og verslunardómsmálið ekki til
lykta leitt, þegar skiptaréttur Reykjavíkur tók hina lýstu kröfu til
úrskurðar.
I úrskurði skiptaréttar segir, að sóknaraðili hafi lýst því yfir, að
hann haldi til streitu kröfum á hendur varnaraðilja fyrir sjó- og
verslunardómi Kaupmannahafnar og hafi ekki komið fram, að hann
hefði í hyggju að falla frá þeirri málshöfðun. Útivist varð af hálfu
Hafskips h.f. í sjó- og verslunardómsmálinu í Kaupmannahöfn, en
aðrir stefndu sóttu þing. Dómur í því máli hafði, eins og áður segir,
ekki verið kveðinn upp, þegar skiptaréttur Reykjavíkur tók kröfu
Geyserfood ApS til úrskurðar. Skiptarétturinn tók það ex officio til
athugunar, hvort málshöfðun Geyserfood ApS fyrir sjó- og verslunar-
dómi Kaupmannahafnar stæði því í vegi, að úr ágreiningi þrotabús
Hafskips h.f. og Geyserfood ApS yrði leyst fyrir skiptaréttinum.
1 úrskurðinum segir, að málið fyrir sjó- og verslunardómi Kaup-
mannahafnar sé sýnilega höfðað eftir uppkvaðningu úrskurðar skipta-
réttar Reykjavíkur um töku á búi Hafskips h.f. til gjaldþrotaskipta.
Þá er vikið að 8. mgr. 104. gr. laga nr. 85/1936 og hlutverki því, er
sú grein gegnir. Segir þar m.a., að reglunni sé augljóslega ætlað það
hlutverk að fyrirbyggja, að fleiri en eitt mál séu rekin í senn um sömu
kröfu, sem lyktað geti eftir atvikum með misjöfnum niðurstöðum.
Efnisúrskurður skiptai’éttarins í málinu verði samkvæmt 195., sbr.
223. gr. laga nr. 85/1936, talin bindandi úrlausn hér á landi um þá
kröfu, sem sóknaraðili haldi upp á varnaraðilja. Um dóm sjó- og
verslunardóms Kaupmannahafnar gegni hins vegar öðru máli. 1 sjó-
og verslunardómsmálinu hafi orðið útivist af hálfu Hafskips h.f. Þá
ályktun verði að draga af 3. gr. Norðurlandasamningsins frá 1932,