Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Síða 49
í landi, enda hafi skilyrðum „litis pendens" verkana ekki verið full-
nægt í málum þessum. Af dómunum megi hins vegar ráða, að höfðun
skilnaðarmáls erlendis geti haft „litis pendens" verkanir í Danmörku,
ef skilyrðum þess sé á annað borð fullnægt. Hann bendir þó á, að lítið
þurfi til að koma, til þess að svo verði litið á, að ekki sé um sömu
málaferlin að ræða. Sama viðhorf kemur fram hjá Allan Philip.58)
Bernhard Gomard heldur því á hinn bóginn fram í ritinu Civil-
processen,59) að skilnaðarmál, sem rekið er fyrir erlendum dómstól-
um, hafi almennt ekki „litis pendens“ verkanir í Danmörku. 1 öðru
riti sama höfundar, Kommenteret Pietsplejelov,00) segir þó, að gera
verði ráð fyrir því, þegar skilnaðarmálin eru algjörlega eins (identisk),
að danskir dómstólar hafi a.m.k. heimild til að fresta málsmeðferð-
inni, þar til dómur er genginn erlendis.
XI. FJÖLÞJÓÐLEGT SAMSTARF.
í köflum IV, VI, VIII og IX hér að framan er vikið að samstarfi
Norðurlandaþjóða varðandi gagnkvæma viðurkenningu dóma og úr-
skurða, sem um ræðir í hinum svokölluðu Norðurlandasamningum á
sviði alþjóðlegs einkamálaréttar og einkamálaréttarfars.
Ríkin sex, er saman stóðu að stofnun Efnahagsbandalags Evrópu,
EBE, gerðu hinn 27. september 1968 með sér gagnkvæman samning um
lögsögu og viðurkenningu dóma (The EEC Convention of 27 September
1968 on Jurisdiction and the Enforcement of Judgments in Civil and
Commercial Matters). Gekk samingurinn í gildi varðandi ríki þessi
hinn 1. febrúar 1973.
Þegar Danmörk, Irland og Stóra-Bretland síðar gerðust aðilar að
bandalaginu, skuldbundu þau sig til þess að staðfesta framangreindan
lögsögu- og viðurkenningarsamning EBE. Var það gert með sérstökum
samningi, sem undirritaður var 9. október 1978, um aðild þessara
þriggja ríkja að samningnum frá 1968. Samningurinn frá 1978 hefur
auk þess að geyma viðbætur við og breytingar á samningnum frá 1968.
I Danmörku voru sett lög nr. 325 frá 4. júní 1986 um staðfestingu
viðurkenningarsamningsins frá 1978. Með reglugerð nr. 724 frá 22.
58) Allan Philip, áður tilvitnað rit á bls. 131.
59) Bernhard Gomard, Civilprocessen, bls. 478. A bls. 627 í sama riti bendir höfundur á,
að lögsögureglur í skilnaðarmálum séu víðast hvar mjög rúmar og því eigi máls-
aðiljar eftir atvikum að geta höfðað skilnaðarmál hvor í sínu heimalandi.
60) Kommenteret Retsplejelov á bls. 497.
43