Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Page 54
Friðgeir Björnsson yfirborgardómari:
UM KÆRUHEIMILD
í F-LIÐ 1. TL. 1. MGR. 21. GR. LAGA NR. 75/1973
UM HÆSTARÉTT ÍSLANDS.
I.
1 grein þessari er ætlunin að athuga að nokkru kæruheimildina í f-lið
1. tl. 1. mgr. 21. gr. hæstaxéttarlaga nr. 75/1973 og einnig hvort þar
sé að finna heimild til þess að kæra synjun dómara á framlagningu
gagna í dómsmáli.
Samkvæmt f-liðnum sætir synjun á því að afla gagna fyrir dómi til
tryggingar á sönnun og synjun um öflun gagna erlendis kæru til Hæsta-
réttar.
Að réttarfarsákvæðum Norsku laga var heimilt að áfrýja dómsat-
höfn til æðra dóms jafnskjótt og henni var lokið.
Með tilskipun frá 17. maí 1690 var undirréttardómurum bannað að
láta af hendi eftirrit úrskurða sem kveðnir voru upp undir rekstri
máls. Endurrit var fyrst heimilt að afhenda með dómi í aðalmálinu,
og var þá hægt að áfrýja úrskurðum með aðalmálinu. Tilskipunin
var því skýrð þannig að áfrýjun úrskurða á meðan meðferð máls stóð
væri óheimil. Þó mátti áfrýja úrskurðum ef þeir skiptu ekki máli um
áframhaldandi rekstur málsins, t.d. úrskurðum um réttarfarssektir.1
Tilskipunin frá 17. maí 1690 var afnumin með 224. gr. laga nr. 85/
1936 um meðferð einkamála í héraði, og var hún því í gildi í nær
hálfa þriðju öld. Stóðu réttarfarsreglur að þessu leyti óbreyttar í þenn-
an tíma. Þó höfðu verið teknar upp í IV. kafla laga nr. 19/1924 um
nauðasamninga heimildir til að skjóta ákveðnum ákvörðunum skipta-
réttar til Hæstaréttar með áfrýjun.
1 Einar Arnórsson og Theódór B. Líndal, Endurskoðun dóma. Reykjavík 1966-67, bls. 26
og 27.
48