Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Page 61

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Page 61
c. Skyldu vitnis til vættisburðar, staðfestingu vættis, viðurlög á hendur vitni, vitnaþóknun og önnur atriði varðandi vitna- leiðslu. d. Hæfi matsmanna og skoðunar, skyldu þeirra til starfans, við- urlög á hendur þeim fyrir vanrækslu í starfa, þóknun þeim til handa og önnur atriði, er varða matsstarfann. e. Skyldu gagnaðilja eða þriðja manns til að leggja fram skjöl eða aðra hluti og viðurlög vegna tregðu til þess. f. Synjun að afla gagna fyrir dómi til tryggingar á sönnun og synjun um öflun gagna erlendis. g. Ákvörðun um tryggingu fyrir málskostnaði. h. Synjun að taka stefnu gilda vegna ónógrar málsreifunar. i. Synjun að heimila meðalgöngu. j. Að frestur skuli veittur. k. Réttarfarssektir. Þessi breytingartillaga var samþykkt sem lög og hefur 21. gr. hæsta- réttarlaganna staðið óbreytt síðan, nema sektarfjárhæð í niðurlagi greinarinnar var breytt með 8. gr. laga nr. 67/1982. Með þessum hætti voru kæruheimildirnar fluttar í frumvarpið til laga um Hæstarétt Islands úr frumvarpinu til laga um meðferð einka- mála í héraði, ásamt ýmsum ákvæðum um framkvæmd kæru sem óþarft er að rekja hér. í 3. mgr. 61. gr. laganna um Hæstarétt Is- lands, sem er niðurlagsákvæði, segir svo: „Frá gildistöku laga þess- ara fellur úr gildi XV. kafli laga nr. 85 23. júní 1986. Ennfremur falla þá úr gildi ákvæði þeirra laga urn kæru til Hæstaréttar, önnur en ákvæði 169. gr. 1. mgr. 170. gr. og ákvæði XVI.-XIX. kafla.“ Kæruheimildirnar voru því að mestu fluttar í lögin um Hæstarétt Islands, en þær fáu sem eftir urðu skipta ekki máli um athugunarefnið í þessari grein. Vekja ber sérstaka athygli á því að 12. kæruheimildin í 287. gr. frum- varpsins til laga um meðferð einkamála í héraði var ekki tekin upp í frumvarpið til laga um Hæstarétt Islands en hún kvað á um það að kæra mætti „önnur atriði er segir í lögum þessum“. Þannig er ekki í hæstaréttarlögunum vísað til kæruheimilda í einkamálalögunum. III. Líta verður svo á að þær kæruheimildir sem um getur í 1. tl. 1. mgr. 21. gr. laga nr. 75/1973 séu tæmandi taldar, þó þannig að samkvæmt 55

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.