Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Blaðsíða 61

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Blaðsíða 61
c. Skyldu vitnis til vættisburðar, staðfestingu vættis, viðurlög á hendur vitni, vitnaþóknun og önnur atriði varðandi vitna- leiðslu. d. Hæfi matsmanna og skoðunar, skyldu þeirra til starfans, við- urlög á hendur þeim fyrir vanrækslu í starfa, þóknun þeim til handa og önnur atriði, er varða matsstarfann. e. Skyldu gagnaðilja eða þriðja manns til að leggja fram skjöl eða aðra hluti og viðurlög vegna tregðu til þess. f. Synjun að afla gagna fyrir dómi til tryggingar á sönnun og synjun um öflun gagna erlendis. g. Ákvörðun um tryggingu fyrir málskostnaði. h. Synjun að taka stefnu gilda vegna ónógrar málsreifunar. i. Synjun að heimila meðalgöngu. j. Að frestur skuli veittur. k. Réttarfarssektir. Þessi breytingartillaga var samþykkt sem lög og hefur 21. gr. hæsta- réttarlaganna staðið óbreytt síðan, nema sektarfjárhæð í niðurlagi greinarinnar var breytt með 8. gr. laga nr. 67/1982. Með þessum hætti voru kæruheimildirnar fluttar í frumvarpið til laga um Hæstarétt Islands úr frumvarpinu til laga um meðferð einka- mála í héraði, ásamt ýmsum ákvæðum um framkvæmd kæru sem óþarft er að rekja hér. í 3. mgr. 61. gr. laganna um Hæstarétt Is- lands, sem er niðurlagsákvæði, segir svo: „Frá gildistöku laga þess- ara fellur úr gildi XV. kafli laga nr. 85 23. júní 1986. Ennfremur falla þá úr gildi ákvæði þeirra laga urn kæru til Hæstaréttar, önnur en ákvæði 169. gr. 1. mgr. 170. gr. og ákvæði XVI.-XIX. kafla.“ Kæruheimildirnar voru því að mestu fluttar í lögin um Hæstarétt Islands, en þær fáu sem eftir urðu skipta ekki máli um athugunarefnið í þessari grein. Vekja ber sérstaka athygli á því að 12. kæruheimildin í 287. gr. frum- varpsins til laga um meðferð einkamála í héraði var ekki tekin upp í frumvarpið til laga um Hæstarétt Islands en hún kvað á um það að kæra mætti „önnur atriði er segir í lögum þessum“. Þannig er ekki í hæstaréttarlögunum vísað til kæruheimilda í einkamálalögunum. III. Líta verður svo á að þær kæruheimildir sem um getur í 1. tl. 1. mgr. 21. gr. laga nr. 75/1973 séu tæmandi taldar, þó þannig að samkvæmt 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.