Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.12.1994, Qupperneq 15

Ægir - 01.12.1994, Qupperneq 15
NÓVEMBER veröi svipaö og í fyrra eöa um 30 þúsund tunnur. ■■■■ íslenskt útgerðarfyrirtæki Uii tekur á leigu litháískan út- hafsveiðitogara, Anyksciai. Skipið fer á úthafskarfaveiðar á Reykja- neshrygg með 40 manna áhöfn. Skipstjóri verður Hörður Guð- jónsson. Marbakki hf. mun sjá um alla sölu afurða. PPI Skagstrendingur hf. á ■■■ Skagaströnd gerist aðili að sameignarfélagi um loðnufryst- ingu. Nýta á báða frystitogara Skagstrendings, Arnar og Örvar, til loðnufrystingar á Seyðisfirði á hentugum tíma. Nl Skinney hf. á Höfn í fiofl Homafirði hefur gengið frá kaupum á nýju skipi. Nýja skipið er skoskt nóta- og togveiðiskip sem heitir Vigilante. Þab er meb svokölluðum RSV sjókælitönkum fyrir aflann sem er nýmæli í ís- lensku fiskiskipi. Skipinu veröur einkum haldib til síldveiða en út- gerðarmenn þess vilja gjarnan eignast loðnukvóta. Burðargeta Vigilante er 360-400 tonn af síld eða loönu mibað við sjókælingu en hámarksburöargeta er 500 tonn. Vib kaupin verbur Erling KE tekinn af skipaskrá og Freyr SF hefur verið auglýstur til sölu. RJI Loðnumælingar Hafrann- fiífl sóknarstofnunar sýna að hrygningarstofn lobunnar er að- eins 570 þúsund tonn. Þessi nib- urstaöa kemur fiskifræðingum í opna skjöldu en á grundvelli hennar má aðeins veiða 200 þús. tonn í viðbót á yfirstandandi ver- tíb. Áður hafði verið reiknað með allt að 1400 þúsund tonna afla. Wf% Þerney RE kemur að landi fiðfefl með metafla. Heildarafli nam um 800 tonnum upp úr sjó og var meginuppistaðan í aflan- um karfi. Aflaverðmætið er ná- lægt því að vera 100 milljónir króna. SJAVARSIÐAN MAÐUR MÁNAÐARINS Sævar Gunnarsson nýkjörinn formaður Sjómannasambands íslands fæddist í Ólafsfirði 3. ágúst 1943. Hann er sonur hjónanna Gunnars Björnssonar sjómanns og Birnu Björnsdóttur. Gunnar var um árabil formabur Sjómannafélagsins í Ólafs- firði. Sævar ólst upp í Ólafsfirði og fór fyrst til sjós 15 ára gamall 1959 á Einari Þveræing sem Magnús Gamalíelsson gerði út frá Ólafsfirði, síðar á Ólafi Bekk og Sæþóri. Sævar stundaði bátasjómennsku samfleytt til ársloka 1987, á bátum frá Ólafsfirði til 1965 en þá fluttist hann suður. Hann var á Héðni frá Húsavík, í Þor- lákshöfn á ísleifi en 1974 flutti hann til Grindavíkur. í Grindavík reri hann á ýmsum bátum, Hópsnesi og Hafbergi en síðustu átta árin með Guðjóni Ein- arssyni skipstjóra á Fiskanesbátunum Geirfugli, Skarfi og Gauk. 1983 gerðist hann formabur í Sjó- manna- og vélstjórafélagi Grindavíkur og næstu ár starfaði hann að félagsmálum sjómanna en jafn- framt sem sjómaður. 1987 fór hann í land og hefur nú hengt sinn sjóstakk á snaga ab sinni. Sævar er með 1000 ha. vélstjóraréttindi, svokallað Fiskifé- lagspróf, og var vélstjóri frá 1964. Hann var kosinn varaformaður Sjómannasam- bandsins 1992 og tók þá við af Guðmundi Hallvarðssyni en hefur setið í forystu- sveit sambandsins, framkvæmdastjórn og sambandsstjórn, í 10 ár. Sævar er næstelstur fimm bræbra. Elstur er Björn sem býr á Akureyri og var til sjós í 12 ár, þá Sævar, Birgir býr í Ólafsfirði og hefur verið á Sigurbjörgu ÓF frá 1966, Gunnar vélvirki býr á Dalvík og hefur verib lítib til sjós. Yngstur er Sigurbur sem hefur verið 20 ár til sjós, lengst á Jóhannesi Gunnari og Hópsnesinu í Grinda- vík. Sævar er giftur Rannveigu Hallgrímsdóttur og þau eiga fjögur börn. Þau eru Gunnar, Rósmundur og Guðjón og yngst er Hólmfríður. Synirnir hafa allir fengist eitthvað við sjómennsku og Rósmundur er háseti á Hrafni Sveinbjarnarsyni GK. Sævar segir að helsta baráttumál sjómanna nú séu fiskverðsmálin. „Þessi mál eru í miklum ólestri og ólíðandi hvernig ástandið er í dag. Ég vil ab allur fiskur sem landað er innanlands fari á markab og sé verðlagður þar. Þetta er helsta baráttumál sjómanna." ORÐ í HITA LEIKSINS „Víö ætlum ekki að drepast, heldur berjast." Halldór Karl Hermannsson sveitarstjóri á Suðureyri í viðtali við BB á ísafirði. „Hvað sem fiskifræðingar segja þá þekkja menn hér muninn á hrognum og sviljum annars vegar og mör hinsvegar." Haraldur Jörgensen á Neskaupstað í Austurlandi 17. nóvember vegna þess að fiskifræðingar eru tregir til að staðfesta að síld úr norsk-íslenska stofninum sé að veiðast fyrir Austurlandi. „Þessi gífurlega aukning smábátaaflans er stórhættuleg að mínu mati og þar fyrir utan er aflinn af þessum bátum ekki það hráefni sem við sækjumst eftir að fá til vinnslu." Einar Svansson á Sauðárkróki í samtali við Fiskifréttir 4. nóvember. „Menn hafa öll sín réttindi og tryggingar í lagi og það er af og frá að þarna sé um einhverja þrælasamninga að ræba." Runólfur Birginsson framkvæmdastjóri Siglis sem siglir undir hentifána. ÆGIR DESEMBER 1994 15

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.