Ægir - 01.12.1994, Side 16
Hreinna og betra loft
Véltak hf. kynnir búnab sem hreinsar loft í vélarrúmi
„Þab er mjög útbreidd stefna í dag
að fyrirtæki sérhæfi sig og skapi sér
þannig sérþekkingu sem kemur vib-
skiptavinum þeirra til góða. Það er
of algengt ab lítil fyrirtæki fúskist í
mörgum málum, starfsmenn viti lít-
ið um mikib og upphafleg markmið
glatast og skaba viðskiptin," segir
Gubbjartur Einarsson eigandi Vél-
taks hf.
Véltak hf. var stofnað 1970
af Gubbjarti Einarssyni vél-
stjóra og hefur fengist við
margþætta starfsemi, s.s.
skipaviðgerbir, nýsmíðar,
vélaframleiðslu og innflutn-
ing, en hin síöari ár hefur
starfsemin beinst að því að
sérhæfa fyrirtækið i oliu, olíu-
vörum, olíuskiljum, smurol-
íum, hráolíum, skiljun olíu-
eims frá sveifarhúsi dísilvéla,
skiljun vatns og olíu og fleira
sem lýtur að olíumengun.
Véltak hefur á boðstólum
smurolíuskilvindur frá Glacier Metall
sem er góbur og ódýr kostur við
hreinsun á smurolíu.
í dag eru starfsmenn fyrirtækisins
tveir en það er til húsa að Hvaleyrar-
braut 3 í Hafnarfirði.
„Við höfum sett litlar smurolíuskilj-
ur (5-15 ltr. á vél) í um 60 krókabáta í
sumar. Þetta eitt getur leitt til helm-
ingi lengri endingar á vél. Svona skilj-
ur bjóðum við einnig í stærri báta og
ailt upp í togara."
Heilsa vélar og vélstjóra fara saman
„Eitt af stóru vandamálunum gegn-
um tíðina hefur verið slæmt andrúms-
loft í vélarrúmum skipa. Olíumettabur
eimur sem myndast í sveifarhúsi véla
lekur út í vélarrúmið og fer um allt
skip. Þessi eimur leggst á alla fleti, raf-
búnaö, þiljur og fleira. Þessi eimur er
mettaður brennisteinssamböndum
sem vélstjórinn andar að sér með til-
heyrandi magasjúkdómum, lystarleysi
og höfuðverk," segir Gubbjartur sem
þekkir slíkt af eigin raun.
Þetta vandamál er leyst með AirSep-
skiljunni sem tengd er við sveifarhúsið
og Véltak hefur fengið einkaumbob
fyrir. AirSep-skiljan er tengd við loft-
inntak túrbínunnar og á skiljunni er
síðan komiö fyrir loftsíu.
í AirSep-skiljunni er enginn hreyfan-
legur hlutur en hún sogar eiminn úr
sveifarhúsinu gegnum slöngu sem er
tengd við útöndun vélarinnar í skilj-
una. AirSep skilur olíuna frá eimnum
og rennur hún síðan aftur inn í sveifar-
húsib en olíusnauður eimurinn fer inn
á túrbínuna til vélar og brennur þar.
Þannig tekur skiljan við útöndun
vélarinnar, skilur olíuna frá og leiðir
gasloftið inn á túrbínuna hreint tii
endurbrennslu.
Við þessa aðgerð myndast undir-
þrýstingur (vakúm) í sveifarhúsi sem
gerir að verkum aö minna álag er á öll-
um pakkningum og pakkdósum jafn-
framt minni smurolíueyðslu og sýru-
myndun í olíu. Vélin eybir eftir þetta
minni smurolíu, sýrumyndun í mótor
minnkar og vélarslit verður minna.
Þessi aðgerð eykur ennfremur líftíma
túrbínunnar en sé olíueimurinn leidd-
ur beint inn á túrbínuna skemmir þab
hana að lokum.
Víða um heim er bannað að leiða
olíueim úr sveifarhúsi út í andrúms-
loftið sakir mengunar. Þetta er þekkt
bæði í Evrópu, Skandinavíu og Amer-
íku þó engar slíkar reglur þekkist hér-
lendis.
Vélstjórinn hæstánægður
og heilsubetri
„AirSep hefur verið komið fyrir á
þúsundum véla nýjum og gömlum,
m.a. Caterpillar, Volvo, Cummins og
mörgum fleiri, með frábærum árangri.
Við höfum fengið svipaöa reynslu hér-
lendis þar sem við höfum sett AirSep
upp, t.d. í Kóp frá Grindavík. Vélin
sem er af Caterpillar gerð
| hafði áður háan sveifarhús-
| þrýsting, hélt illa endapakk-
| dósum og skapaöi svo mik-
inn eim í vélarrúmi að til
vandræða horfði.
Nú er allt annað andrúms-
loft þar, hvergi sést olíusmit
og vélstjórinn er hæstánægb-
ur og heilsubetri," sagði Guð-
bjartur.
„Þetta er uppfinning sem
nýtur vaxandi vinsælda en
hefur veriö á markaði í tvö
ár. Erlendis er hægt að líkja
viðtökunum vib sigurför sem þetta
tæki hefur farið á markaði. Sú umræba
um minni mengun, hreinna loft og
betri heilsu sem verið hefur í gangi
hefur ekki enn borist nibur í vélarrúm-
in að neinu ráði.
Við sjáum þetta sem fjárfestingu í
betri heilsu, bæbi fyrir vélstjórann og
áhöfnina og einnig í betri heilsu vélar-
innar og þar með auknu öryggi skips-
ins í heild.
Við sjáum ekkert nema jákvæðar
hliðar á AirSep-skiljunum sem forða
mengun, spara smurolíu og gasolíu,
minnka vélarslit, vélarrúm verður
hreinna og vélstjóri andar að sér
hreinu lofti. Það er löngu tímabært að
menn hugi að því hvort vinnuum-
hverfi vélstjóra sé nægilega heilnæmt.
Mín reynsla er sú að það sé það ekki
en heilsa manns er eitt þab dýr-
mætasta sem hann á og enginn veit
hvað átt hefur fyrr en misst hefur." O
16 ÆGIR DESEMBER 1994