Ægir - 01.12.1994, Síða 36
Tafla 1. Kynþroskastig hrygnanna í % er eftir dýpi1)
Úthafskarfi Djúpkarfi
Kynþroskastig Kynþroskastig
Dýpi í m III IV III IV
<200 4,8 3,4 _ _
200-300 10,5 24,9 0,1 _
301-400 67,6 60 0,0 1,0
401-500 8,1 5,1 2,9 27,1
501-600 8,4 6,4 52,8 29,2
601-700 0,7 0,2 32,5 21,9
701-800 - - 10,9 14,6
>800 _ _ 0,8 6,3
'I Kynþroskastig: III = Karfi kominn að goti og gjótandi. IV = Nýgotinn.
St. 390 39I 392 200 20I 202 203 230
Mynd 6: Lóðrétt hitadreifing á sniði milli 41°38’V og 32°20’V á 60°N
(Bjarni Sæmundsson/Michael Sars 1994).
fram og til baka í Grænlandshafi ár hvert. Meöan á goti
stendur heldur úthafskarfinn sig dýpra en í ætisgöngunum.
Samkvæmt íslenskum rannsóknum frá 1982 og 1983 virðist
hann einkum gjóta í 300-400 m.d. í austanverðu Græn-
landshafi. Þungi gots djúpkarfans er hins vegar nokkru
dýpra eða í 500-700 m.d., einkum í 550-650 m.d. við
Reykjaneshrygg (sjá töflu 1). Þrátt fyrir þennan dýpismun á
megingoti fer ekki hjá því að báðir stofnamir blandist tölu-
vert á þessum tíma. En eftir gotið hefur úthafskarfinn
göngu sína til suðvesturs og grynnir á sér. Á þessum tíma,
þ.e. yfir sumarmánuðina, heldur hann sig að mestu ofan
400 m.d. í 3-5° heitum sjó neðan við hitaskiptalagið sem er
viðvarandi þarna á þessum tíma árs (mynd 6). Samkvæmt
Mynd 7. Úthafskarfi. Dýpisdreifing úthafskarfans í
Grænlandshafi í júni/júli 1994 samkvæmt bergmálsgildum
bergmálsgildum er langmest um hann í 100-300 m.d.
(mynd 7).
Stofnmæling
Eins og áður er getið heldur úthafskarfinn sig að lang-
mestu leyti í efstu 350 metrunum yfir sumarið og haustið
og er ekki saman við aðrar fisktegundir af svipaðri stærð.
Vegna óvissu um aldur úthafskarfa er ekki unnt að beita
hinni heföbundnu aldurs/afla aðferð (VPA) til að meta
stofnstærðina. Þar sem hann heldur sig hins vegar tiltölu-
lega ofarlega í sjónum af karfa að vera og stendur ekki dýpra
á fyrrgreindum tíma en raun ber vitni var álitið að auð-
veldasta og fljótlegasta aðferðin væri að meta stofnstærðina
með bergmálsmælingum. Rússneskar rannsóknir á níunda
áratugnum og íslenskar tilraunir 1991 sýndu fram á að
stofnstærðarmat á úthafskarfa með bergmálsaðferöum var
möguleg í júní-júlí. Tilraunir gerðar í apríl og maí sýndu að
ekki var unnt að beita þessari aöferð með árangri á þeim
árstíma. Hins vegar sýndu íslenskar rannsóknir, gerðar í
september 1993, að unnt er að beita slíkri aðferð að hausti
til. En þótt aðferðin sé nothæf þá er það í raun ómögulegt
fyrir eitt skip að spanna hið mikla útbreiðslusvæði út-
hafskarfans innan þeirra tímamarka sem þarf til þess að
niðurstöður geti talist marktækar. Meðal annars þess vegna
- og reyndar af ýmsum öðrum ástæðum - voru rússnesku
mælingarnar sem gerðar voru á níunda áratugnum ekki
taldar nægjanlega áreiðanlegar. íslenskur leiðangur 1991,
Mynd 8. Heildarafli úthafskarfa eftir árum frá upphafi veida.
Ljósari súlurnar sýna veiöi íslendinga.
60
40
36 ÆGIR DESEMBER 1994