Ægir - 01.03.1995, Blaðsíða 14
Ellingsen og Ingólfur
Nýtt og betra flottroll
„Sjósetning er mjög auðveld. Trollið fer mjög klárt í sjó-
inn, flækist ekkert á tromlunni og tekur mjög vel „sjokkið"
þegar búið er að láta hlerana fara. Það skverar sig mjög vel í
sjónum eða um 7,6% af ummáli belgsins. Höfuðlínuhæð er
102 metrar og vídd milli hliðarbyrða 115 metrar. Trollopið í
togi er því 11.730 fermetrar.
Það er mun léttara í drætti, notar aðeins u.þ.b. 60% af
olíu miðað við önnur flottroll, og er mjög meðfærilegt í sjó
þar sem munnmöskvar eru klæddir í öllum byrðum og
stærsti möskvi 38,4 metrar. Þess vegna er mjög lítið mál að
snúa skipinu og það er alltaf fullskverað.
Trollið er allt úr snúnu, ógegndræpu næloni og kemur
því nánast þurrt inná tromluna aftur."
Haukur Þorvaldsson, sölumaður hjá Ellingsen.
Þannig lýsir Árni Þórðarson, skipstjóri á Margréti EA,
nýja flottrollinu sem hann tók fyrstur íslenskra skipa um
borð. Trollið, sem er kallað Hekla 1536, er framleitt hjá
Swan Net Ltd. í Killybegs á írlandi, en það eru Ellingsen hf.
í Reykjavík og Netagerðin Ingólfur í Vestmannaeyjum sem í
sameiningu sjá um sölu og dreifingu fyrir Swan Nét hér-
lendis.
írarnir framleiða 3 troll í viku
írarnir eru engir nýgræðingar í netagerð því Albert Swan
og félagar hans hafa um árabil framleitt flottroll fyrir mak-
rílflota íra og fleiri þjóða og meðal viðskiptavina þeirra eru
ný og glæsileg fjölveiðiskip eins og Veronica, Paula og
Arteria, sem óumdeilanlega eru í fremstu röð. Swan Net eru
stærstu framleiðendur flottrolla í Evrópu og hafa framleitt
um 1500 troll frá 1974 eða að jafnaði 3 troll í viku hin
seinni ár.
„Ellingsen hefur þjónustað sjómenn og útgerðarmenn í
meira en 90 ár en á síðasta ári tókum við upp samstarf við
Netagerðina Ingólf í Vestmannaeyjum," sagði Haukur Þor-
valdsson sölumaður hjá Ellingsen í samtali við Ægi.
„Ástæðan var fyrst og fremst sú að við vildum fá veiðar-
færi í sölu og auka hagkvæmni í erlendum innkaupum. Það
hefur okkur tekist í vírum, keðjum og lásum báðum til
hagsbóta.
Netagerðin Ingólfur er með umboð fyrir Swan Net og
hafði þegar selt þrjú troll til síldveiða þegar við gengum til
samstarfs við þá. Swan Net setti upp Heklutrollið sérstak-
lega fyrir íslenskan markað, ætlað til veiða á úthafskarfa að
ósk okkar til þess að veita Hampiðjunni samkeppni til hags-
bóta fyrir íslenska útgerðarmenn. Það eru sextíu skip sem
ætla að sækja í úthafskarfann að meira eða minna leyti og
hvert þeirra þarf tvö troll.
Svo má benda á að til þess að breyta þessu trolli í síldar-
troll þarf aðeins að skipta um poka og nokkrar spólur í
belgnum.
Þetta er aihliða flottroll og það fyrsta var afhent um borö
í Margréti EA í október sl. og hefur líkað sérlega vel eins og
fram kemur í yfirlýsingu skipstjórans."
Full þjónusta í samvinnu við heimamenn út um land
Haukur bendir á nokkur atriði sem gera Heklutrollið frá-
brugðið öðrum. Það er úr snúnu næloni sem þýðir aukið
slitþol. Trollin endast í 6-7 ár sem er fáheyrt á fiskveiðum
við ísland. Þeir sem kaupa Swan Net troll eiga kost á að fá
írskan skipstjórnarmann með í fyrsta túr sem leiðbeinir
mönnum. Þetta notfærði útgerð Margrétar sér með góðum
árangri.
„Við munum bjóða fulla þjónustu fyrir okkar troll bæði
hér í Reykjavík, í Vestmannaeyjum og víðar á landsbyggð-
inni í samvinnu við heimamenn á hverjum stað," sagði
Haukur.
Alls hafa verið seld fimm troll af þessari gerð til íslenskra
skipa. Gnúpur GK tekur stærstu gerð af Heklu um borð í
Vestmannaeyjum, Breki VE hefur gengið frá samningum og
Klakkur SH og Runólfur SH einnig. Samherjamenn hafa
þegar keypt troll fyrir Akureyrina og íhuga kaup á stærra
trolli fyrir Margréti. Stærsta trollið sem Gnúpur GK fær er
með ríflega 20 þúsund fermetra opnun. Það er röskir tveir
hektarar sé tekin alþekkt landbúnaðarviðmiðun.
90% hlutdeild í veiðum Kanadamanna á Alaskaufsa
„Troll mjög svipuð þessu eru notuð í Kanada þar sem
Swan Net er með 90% markaðshlutdeild í veiðum á Alaska-
ufsa. Þar hafa menn verið að taka 100 tonn eða meira af
ufsa í þessi troll í einu togi. Af makríl eru tekin allt að 1200
tonn í einu togi."
Haukur bendir einnig á að það komi fyrir lítið að vera
með vandað troll. Annar búnaður þarf að vera sá besti sem
völ er á. Lásar, vírar, hlerar - allt skal vera í hæsta klassa og
þá mun árangurinn ekki láta á sér standa.
„Við erum bjartsýnir á að það verði nóg að gera hjá okk-
ur," sagði Haukur að lokum. □
14 ÆGIR MARS 1995