Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1995, Blaðsíða 54

Ægir - 01.03.1995, Blaðsíða 54
Er nýtt veiðistríð í vændum? I>ann 15. febrúar sl. hélt Fiskifélag íslands fund á Hótel Sögu undir yfirskrift- inni, „Er nýtt veiðistríö í vændum?" Efni fundarins var fyrirlestur Magnúsar Guömundssonar kvik- myndagerðarmanns um starfsemi og starfsaðferðir ýmissa friðunarhreyfinga sem flestar kenna sig við náttúruvernd og kallast í daglegu máli grænar. Fund- urinn var í alla staði vel heppnaður og mjög fjölsótt- ur, en ætla má að um 100 manns hafi komið á fund- inn og að loknu erindi Magnúsar urðu fjörugar um- ræður. Magnús er sá íslendingur sem hvað mesta þekkingu hefur á starfsemi þessara hreyfinga og var þetta fyrsti opinberi fyrirlestur hans hér á landi um málefnið. Á fundinum sýndi Magnús brot úr myndum sínum svo og nýtt efni úr væntanlegri mynd. í máli Magnúsar kom fram að í nútíma þjóöfélagi þurfa samtök eins og t.d. Greenpeace að markaðssetja sig og finna málefni sem höfða til fjöldans tilfinn- ingalega svo fjárframlög skili sér. Því eru málefnin valin með tilliti til þessa en ekki vegna mikilvægis náttúr- unnar. Einnig eru aðferðir við veiðar gerðar villimann- legar og kallaðar ómannúð- legar, en undirrituðum er spurn, hvenær er dráp, hvort heldur er á veiðidýri eða húsdýri, mannúðlegt? í öllum tilfellum deyr dýrið og tilgangurinn er að nýta 54 ÆGIR MARS 1995 kjöt, feld eöa aðra hluta skrokks þess til matar, klæðnaðar eða annarra nytja í daglegu lífi okkar allra. Ætli topp fyrirsætur heimsins hættu ab ganga í leðurskóm eða skóm með leðursólum þó hástemmdar yfirlýsingar komi frá þeim um að þær gangi ekki í loöfeldum, en eru þetta ekki sömu hlutirn- ir, þ.e. skinn dýra sem hefur hlotið mismunandi með- höndlun? Við á íslandi erum ekki komin mjög langt inní borgarsamfélagið þannig aö við vitum flest að maturinn sem við neytum er kominn af dýrum sem leidd voru til slátrunar og slátrun merkir að dýr er deytt. Þetta virðast borgarbúar og íbúar stóru borgarsamfélaganna ekki skilja og fara bara út í búð að kaupa kjúklingabringu, nautasteik eða fisk. Fiskur er hér viljandi nefndur síðast og er það vegna þess ab hlutfallslega er neysla hans mun minni er kjötafurða í okkar vestræna samfélagi. Það er því í lagi að rábast á fiskinn því tiltölulega fáir verða þess varir og fólk breytir auðveldlega yfir í aðra vöru, eins og kjúklinga. Allt annað mál væri að ráð- ast á kjúklingaframleiðslu eða nautgripabændur því þar kemur baráttan beint niður á lífskjörum almenn- ings og þar er máttur pen- inga og fólksfjölda svo mik- ill að þrátt að aðferðir við uppeldi og slátrun séu varla flokkaðar undir „mannlega gæsku" er þessi iðnaður lát- inn í friði því hann höfðar ekki til fólks og kemur jafn- framt við budduna hjá því, þannig að fjárframlög til slíkrar baráttu eru torsótt. Það eru því villtir fuglar, hvalir, villt smádýr og aumkunarverð selsaugu, sem alla bræða, sem eru efst á lista þessara grænu samtaka þannig að peningar til bar- áttunar haldi áfram að streyma inn. En snúum okkur að fisk- veiðum. Græningjar í Bandaríkjunum hafa náb því fram að allar netaveiðar eru bannaðar í Kaliforníu, og mörg hundruð útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki fóru á hausinn vegna þess, og nú er barist þar fyrir því ab banna einnig troll, dragnót og línu og allt vegna þess ab blessuð dýrin hafa ekkert að éta og það verður ab geyma fiskinn í sjónum fyrir þau. Sömu sögu er að segja frá Flórída. Þar hafa allar veiðar í atvinnuskini verið bannab- ar. Um 6000 fyrirtæki fóru á hausinn á einni nóttu er bann þetta gekk í gildi sl. haust. Þannig er hringurinn smám saman þrengdur og þegar öll strandríki Banda- ríkjanna hafa bannað at- vinnufiskveiðar er hægt ab beita lögum um innflutn- ingsbann á þær afurðir sem unnar eru úr fiski sem veiddur er í bönnuð veiðar- færi og þá held ég að heyrð- ist hljóð úr horni frá okkur íslendingum. En það er ekki bara þetta, heldur er unnið markvist að því að þessi samtök ráöi yfir eða hafi afgerandi ráðgjafar- vald um nýtingu fiskstofna, vegna þess að fiskimönnum sé ekki treystandi fyrir slíku, þeir séu búnir að ofveiða all- flesta fiskstofna jarðar og því sé þeim ekki treystandi. í reynd held ég að ef þeir grænu réðu væru fiskarnir einungis til sýnis og skoðun- ar fyrir manninn, en að öðru leyti fæba fyrir hval, sel og fugla. Það er skoðun mín, og samsvarandi skobanir hafa komið ítrekað fram á undan- förnum Fiskiþingum, að eblilegt sé að allar auðlindir hafsins séu nýttar þannig að jafnvægi sé í hafinu, þ.e. veiða verður sjófugla, sel og hvali eins og hver önnur dýr sem í sjónum lifa. Það er einnig ljóst að íslendingar byggja velferð sína á því sem úr hafinu kemur og verða því að standa vörð um auð- lindir þess. Það er þess vegna sem íslendingar vilja ráða sjálfir yfir sínum auðlindum og frábiðja sér afskipti sam- taka á borð við grænfrið- unga af þeim málum. Við höfum reynsluna af hvaln- um og nú, þrátt fyrir vís- indaleg gögn og aðrar áþreif- anlegar sannanir um að óhætt sé að veiða hvali, leggjast þessi samtök gegn því. Vib vitum hvaða skemmdarstarfsemi var unn- in á mörkuðum fyrir selaaf- urðir. Það er ljóst að sams konar abferðum er beitt nú gegn fiskveiðum. Við íslendingar verðum að koma í veg fyrir aö slíkt endurtaki sig. Bjami Kr. Grímsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.