Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1995, Blaðsíða 48

Ægir - 01.03.1995, Blaðsíða 48
Frá tæknideild Fiskifélags íslands og Fiskveibasjó&s. 20. janúar s.l. bœttist nýtt fiskiskip í fiota Homfirðinga, en þann dag kom Jóna Eðvalds SF 20 í fyrsta sinn til heima- liafnar. Skip þetta, sem áður hét Vigilant, og er keypt frá Skotlandi, er smíðað árið 1980 hjá SIMEK (Sigbjöm Iversen A/S Mek. Verksted-Skipsbyggeri) í Flekkefjord í Noregi, smíða- mimer 57 hjá stöðinni. Jóna Eðvalds SF er tveggja þilfara sérhœft nótaveiðiskip með skuttogveiðibúnaði (poki innbyrtur á síðu) og búið sjó- kœligeymum (RSW-tönkum) til varðveislu á torfufiski eins og síld, loðnu o.þ.h. Fyrsta íslenska fiskiskipið sem búið var sjó- kœligeymum í hluta lestar var Héðinn ÞH 57 (1006), sem smíðaður var árið 1966 sérstaklega til síldveiða. Árin 1977 og 1981 voru síðan keypt til landsins frá Fœreyjum tvö notuð nótaveiðiskip, þ.e. Þórshamar GK 75 (1501) og ísleifúr VE 63 (1610), sem búin voru RSW-geymum, en í því fyrmefhda var notaður ís til kœlingar. Þá má nefna nótaveiðiskipið Hilmi SU 171(1551), smíðað á Akureyri árið 1980, en í því skipi voru sex sjókœligeymar (565 m3), sem búnir voru ná- kvœmlega eins kœlikerfi hvað afköst og gerð snertir og er í Jónu Eðvalds SF. Ótalinn er einti skuttogari, Dagrún ÍS 9 (1401), sem upphaflega var búinn sjókceiigeymum (90 m3) í hluta iestarýmis og œtlaðir til varðveislu á bolfiski. Úrelding á móti Jónu Eðvalds SF er Erling KE 45 (1361), 328 rúmiesta nótaveiðiskip, smíðað árið 1969, og auk þess tveir smábátar. Jóna Eðvalds SF er í eigu Skinneyjar h.f., Höfn í Horna- firði. Skipstjóri á skipinu er Ingólfur Ásgrímsson og yfrvél- stjóri Sverrir Þórhallsson. Framkvœmdastjóri útgerðar er Ás- grímur Halldórsson. Almenn lýsing Almennt: Skipið er smíðað úr stáli samkvæmt reglum og undir eftirliti Lloyd's Register of Shipping í flokki * 100 Al, Fishing Vessel, * LMC, en er nú undir eftirliti Siglingamála- stofnunar ríkisins. Skipið er tveggja þilfara fiskiskip, búið til nóta- og togveiða, með perustefni og gafllaga skut, hvalbak að framan og tveggja hæða yfirbyggingu, þilfarshús og brú, aftantil á efra þilfari. Rými undir neðra þilfari: Fimm vatnsþétt þverskipsþil skipta skipinu í eftirtalin rými, talið framan frá: Stafnhylki fyrir sjókjölfestu ásamt hliðarskrúfurými og geymslurými ofan á stafnhylki; kælivélarými og sónarklefa ásamt botn- geymi fyrir brennsluolíu; tvískipt lestarými, skipt í sjókæli- geyma, meö botngeymum fyrir brennsluolíu; vélarúm með síðugeymum fyrir ferskvatn ásamt íbúðarými b.b.-megin aftast; og aftast skutgeyma, sjókjölfestugeymar út við síður og brennsluolíugeymar til hliðar við miðlínu. Að framan liggja hliðarskrúfugöng í gegnum stafnhylki, en að aftan liggja hliðarskrúfugöng á afturstefnisþili. Neðra þilfar: Fremst á neðra þilfari er geymsla fyrir ýmsan búnað og hjálparvélarými b.b.-megin og þar fyrir aftan milliþilfarsrými (lestarými o.fl.). Aftan við milliþilfarsrýmið er íbúöarými ásamt vinnugangi og varahlutageymslu s.b,- megin og aftast nótakassi. Yfir b.b.-hluta aftari nótakassa er 48 ÆGIR MARS 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.