Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1995, Blaðsíða 16

Ægir - 01.03.1995, Blaðsíða 16
Ríkisútvarpiö Líftaug á langbylgju Sjómenn hafa lengi kvartab undan því aö útvarpssendingar náist illa víba á mi&unum og tók þó steininn úr 1991 þegar langbylgjumastur Rík- isútvarpsins á Vatnsenda hrundi. Síhan hafa skilyr&in veri& verri en Jrau voru ábur en nú sýnist rofa til í þessum efnum. Ríkisstjórnin hefur tilkynnt a& lag&ar ver&i fram 200 milljónir króna til þess a& koma upp langbylgjusendistö& á Gufuskálum þar sem verib er ab leggja af lóran- sendistöb bandarísku strandgæsl- unnar og mun Ríkisútvarpib leggja til 100 milljónir í vi&bót til þess a& ljúka verkinu. Vi& þessa breytingu batna langbylgjusendingar verulega og langdrægni sendinganna eykst stórum. „Langbylgjan er líftaug, aö því er vir&ist eina örugga útsendingin til þess að koma nauðsynlegum skilaboöum og fræðslu til sjómanna. Sendingar frá þessu nýja mastri á Gufuskálum munu ná vestur um landið frá Kirkjubæjar- klaustri aö Akureyri og um allt haf- svæðið fyrir suðvestan land, vestan land og norðvestan. Á þessu svæði verður þetta bylting," sagöi Heimir Steinsson útvarpsstjóri í samtali við Ægi. „Mér finnst umkvartanir frá sjó- mönnum þær dapurlegustu sem ég fæ því það er makalaust dapurlegt a& við skulum ekki geta náð til sjómanna með allar þær upplýsingar og afþrey- ingu sem við höfum upp á að bjóða. Eg hef sjálfur búið í strjálbýli og veit Heimir Steinsson útvarpsstjóri. hver líftaug útvarpiö er þeim sem búa við einangrun." Þessi nýja langbylgjustöð verður sett upp á þessu ári og tekin í notkun snemma á næsta ári. Næsta skref á eftir því verður síban að endurnýja nokkuð lasna langbylgjustöð á Eiðum en það verk er ekki enn komið á áætlun. Nú- verandi langbylgjusendingar nást á landi frá Mýrdal vestur um í Arnar- fjörð og sendingar til sjómanna á svip- að stóru svæði. Sú hugmynd hefur komið fram að veita einhverju af efni Rásar 2 á lang- bylgju til sjómanna en nú er aðeins dagskrá Rásar 1 send út á langbyigju. Að sögn Heimis Steinssonar útvarps- stjóra er alveg eftir að ræða og ákveða hver hluti dagskrár Rásar 2 yröi fyrir valinu en taldi líklegt að einkum yrðu það morgunþættir og dagskrá Dægur- málaútvarps milli 16:00 og 18:00. í augum landkrabbans sem býr við FM-stereó er langbylgjan hálfgerður forngripur. Hefur ný og betri tækni ekki komið í staðinn? „Þetta er þrautprófuð tækni og virk- ar ákaflega vel," sagði Eyjólfur Valdi- marsson, yfirmaður tæknisviðs Ríkisút- varps. „Þessi sendir, sem verður settur upp á Gufuskálum, er nýtísku sendir og við reiknum með verulega betri hljómgæðum en nú nást frá Vatns- enda en það hefur engin ný nothæf tækni til þessara hluta komið fram enn sem komið er." Er að finna á dagskrá Ríkisútvarps- ins einhverja dagskrárliði sem höfða til sjómanna sérstaklega? „Sérhæfðir þættir eins og Á frívakt- inni og Búnaðarþáttur hafa verið aflagðir," segir Heimir, „enda er reikn- að með að dagskrárefni höfði til sem flestra. Auðlindin, þáttur um sjávarút- vegsmál, er á dagskrá alla virka daga og nýtur mikilla vinsælda og við skyld- um ætla að hann höfðaði ekki síst til sjómanna." □ Stafnbúi heldur ráðstefnu um íslenskan sjávarútveg á alþjóðavettvangi Laugardaginn 25. mars mun Stafnbúi, félag sjávarút- vegsfræðinema við Háskólann á Akureyri, standa fyrir ráð- stefnu í Reykjavík undir yfirskriftinni: íslenskur sjávarút- vegur á alþjóðavettvangi. Ráðstefnan hefst kl. 10:00 í Háskólabíó og er áætlað að henni ljúki um kl. 15:30 og munu fulltrúar ólíkra hags- munaaðila halda erindi. Ræðumenn verða: Jón Þórðarson, forstöðumaður sjáv- arútvegsdeildar, Jóhann Sigurjónsson, aðstobarforstjóri Hafrannsóknastofnunar, Jónas Haraldsson, lögmabur LÍÚ, Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands íslands, Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra, Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra, Sighvatur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, Einar Svansson, framkvæmdastjóri Skagfirðings á Sauðár- króki. Auk þeirra munu alþingismennirnir Steingrímur J. Sigfússon, Halldór Ásgrímsson og Jóna Valgerður Krist- jánsdóttir halda ræður og Ágúst Einarsson sem er fulltrúi Þjóðvaka. Þátttöku má tilkynna í bréfsíma 96-30998. 16 ÆGIR MARS 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.