Ægir - 01.03.1995, Blaðsíða 16
Ríkisútvarpiö
Líftaug á langbylgju
Sjómenn hafa lengi kvartab undan
því aö útvarpssendingar náist illa
víba á mi&unum og tók þó steininn
úr 1991 þegar langbylgjumastur Rík-
isútvarpsins á Vatnsenda hrundi.
Síhan hafa skilyr&in veri& verri en
Jrau voru ábur en nú sýnist rofa til í
þessum efnum. Ríkisstjórnin hefur
tilkynnt a& lag&ar ver&i fram 200
milljónir króna til þess a& koma upp
langbylgjusendistö& á Gufuskálum
þar sem verib er ab leggja af lóran-
sendistöb bandarísku strandgæsl-
unnar og mun Ríkisútvarpib leggja
til 100 milljónir í vi&bót til þess a&
ljúka verkinu. Vi& þessa breytingu
batna langbylgjusendingar verulega
og langdrægni sendinganna eykst
stórum.
„Langbylgjan er líftaug, aö því er
vir&ist eina örugga útsendingin til þess
að koma nauðsynlegum skilaboöum
og fræðslu til sjómanna. Sendingar frá
þessu nýja mastri á Gufuskálum munu
ná vestur um landið frá Kirkjubæjar-
klaustri aö Akureyri og um allt haf-
svæðið fyrir suðvestan land, vestan
land og norðvestan. Á þessu svæði
verður þetta bylting," sagöi Heimir
Steinsson útvarpsstjóri í samtali við
Ægi.
„Mér finnst umkvartanir frá sjó-
mönnum þær dapurlegustu sem ég fæ
því það er makalaust dapurlegt a& við
skulum ekki geta náð til sjómanna
með allar þær upplýsingar og afþrey-
ingu sem við höfum upp á að bjóða.
Eg hef sjálfur búið í strjálbýli og veit
Heimir Steinsson útvarpsstjóri.
hver líftaug útvarpiö er þeim sem búa
við einangrun."
Þessi nýja langbylgjustöð verður sett
upp á þessu ári og tekin í notkun
snemma á næsta ári. Næsta skref á eftir
því verður síban að endurnýja nokkuð
lasna langbylgjustöð á Eiðum en það
verk er ekki enn komið á áætlun. Nú-
verandi langbylgjusendingar nást á
landi frá Mýrdal vestur um í Arnar-
fjörð og sendingar til sjómanna á svip-
að stóru svæði.
Sú hugmynd hefur komið fram að
veita einhverju af efni Rásar 2 á lang-
bylgju til sjómanna en nú er aðeins
dagskrá Rásar 1 send út á langbyigju.
Að sögn Heimis Steinssonar útvarps-
stjóra er alveg eftir að ræða og ákveða
hver hluti dagskrár Rásar 2 yröi fyrir
valinu en taldi líklegt að einkum yrðu
það morgunþættir og dagskrá Dægur-
málaútvarps milli 16:00 og 18:00.
í augum landkrabbans sem býr við
FM-stereó er langbylgjan hálfgerður
forngripur. Hefur ný og betri tækni
ekki komið í staðinn?
„Þetta er þrautprófuð tækni og virk-
ar ákaflega vel," sagði Eyjólfur Valdi-
marsson, yfirmaður tæknisviðs Ríkisút-
varps. „Þessi sendir, sem verður settur
upp á Gufuskálum, er nýtísku sendir
og við reiknum með verulega betri
hljómgæðum en nú nást frá Vatns-
enda en það hefur engin ný nothæf
tækni til þessara hluta komið fram enn
sem komið er."
Er að finna á dagskrá Ríkisútvarps-
ins einhverja dagskrárliði sem höfða til
sjómanna sérstaklega?
„Sérhæfðir þættir eins og Á frívakt-
inni og Búnaðarþáttur hafa verið
aflagðir," segir Heimir, „enda er reikn-
að með að dagskrárefni höfði til sem
flestra. Auðlindin, þáttur um sjávarút-
vegsmál, er á dagskrá alla virka daga
og nýtur mikilla vinsælda og við skyld-
um ætla að hann höfðaði ekki síst til
sjómanna." □
Stafnbúi heldur ráðstefnu um íslenskan sjávarútveg á alþjóðavettvangi
Laugardaginn 25. mars mun Stafnbúi, félag sjávarút-
vegsfræðinema við Háskólann á Akureyri, standa fyrir ráð-
stefnu í Reykjavík undir yfirskriftinni: íslenskur sjávarút-
vegur á alþjóðavettvangi.
Ráðstefnan hefst kl. 10:00 í Háskólabíó og er áætlað að
henni ljúki um kl. 15:30 og munu fulltrúar ólíkra hags-
munaaðila halda erindi.
Ræðumenn verða: Jón Þórðarson, forstöðumaður sjáv-
arútvegsdeildar, Jóhann Sigurjónsson, aðstobarforstjóri
Hafrannsóknastofnunar, Jónas Haraldsson, lögmabur LÍÚ,
Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands íslands,
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra, Þorsteinn
Pálsson sjávarútvegsráðherra, Sighvatur Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum,
Einar Svansson, framkvæmdastjóri Skagfirðings á Sauðár-
króki. Auk þeirra munu alþingismennirnir Steingrímur J.
Sigfússon, Halldór Ásgrímsson og Jóna Valgerður Krist-
jánsdóttir halda ræður og Ágúst Einarsson sem er fulltrúi
Þjóðvaka.
Þátttöku má tilkynna í bréfsíma 96-30998.
16 ÆGIR MARS 1995