Ægir - 01.03.1995, Blaðsíða 51
Vélakerfi dieselvéla: í skipinu eru
tvaer Alfa Laval skilvindur af gerö
MAB-103 B-24, önnur fyrir smurolíu-
og hin fyrir brennsluolíukerfið. Ræsi-
loftþjöppur eru tvær frá Atlas Copco af
gerð LT 730, afköst 22 m3/klst við 30
bar þrýsting hvor þjappa. Fyrir véla-
rúm og loftnotkun véla eru tveir raf-
drifnir blásarar frá Nyborg af gerð MPV
450 Alk, afköst 8000 m3/klst hvor.
Rafkerfi: Rafkerfi skipsins er 230 V,
50 Hz riðstraumur fyrir mótora og
stærri notendur og til ljósa og al-
mennra nota í ibúðum. Rafalar eru
með samkeyrslubúnaði. I skipinu er
63A, 3 x 230 V landtenging.
Kerfi fyrir vistarverur: Ibúðir eru hit-
aðar upp með rafmagnsofnum. Fyrir
heitt vatn er 200 1 heitavatnsgeymir
frá OSO með 2 KW rafelementi. íbúðir
eru loftræstar með rafdrifnum blásur-
um frá Nyborg, fyrir innblástur er blás-
ari af gerð MSV 180 Bl, afköst 2100
m3/klst, og fyrir eldhús og snyrtingar
eru tveir sogblásarar, afköst 540
m3/klst hvor. Tvö vatnsþrýstikerfi frá
Bryne Mek. Verksted af gerð BM 1134
eru fyrir hreinlætiskerfi, annað fyrir
sjó og hitt fyrir ferskvatn, stærð þrýsti-
geyma um 125 1.
Vökvaþrýstikerfi: Fyrir hliðarskrúfur
er sjálfstætt vökvaþrýstikerfi með 700 1
geymi og tveimur áðurnefndum
véldrifnum dælum, sem drifnar eru af
aðalvél um deiligír. Fyrir vindur, kraft-
blakkar- og fiskidælubúnað er sjálf-
stætt vökvaþrýstikerfi með 950 1 geymi
og áðurnefndum fjórum véldrifnum
dælum og rafdrifinni varadælu, Voith
IPH 5/5-64/64, með 115 ha rafmótor.
Stýrisvél er búin einni rafdrifinni
vökvadælu.
Kcelikerfi: Fyrir sjókæligeyma (RSW)
er kælikerfi frá Kværner, kælimiðill
Freon 22. Kæliþjöppur eru tvær stimp-
ilþjöppur frá Hall-Thermotank af gerð
V-92-6 Mkll, knúnar af 42 KW Newm-
an rafmótorum, afköst 140000
kcal/klst (163 KW) við r- 5°C/ - /+
25°C hvor þjappa. Fyrir kerfið er ein
sjóhringrásardæla frá Allweiler af gerð
NT 125-250/255, afköst 350 m3/klst
við 10 m VS, drifin af 22 KW raf-
mótor.
íbúðir
Almennt: íbúðir eru samtals fyrir 12
menn í þremur þriggja manna klefum,
einum tveggja manna og einum eins
manns klefa en einn þriggja manna
klefinn getur verið með aukahvílu.
íbúðir eru sameinaðar afturskips á
þremur hæðum, þ.e. í káetu, á neðra
þilfari og í þilfarshúsi á efra þilfari.
Káeta: I íbúðarými undir neðra þil-
fari (afturskipi) er einn þriggja manna
klefi, (með aukahvílu).
Neðra þilfar: í íbúöarými á neðra þil-
fari er fremst s.b.-megin eldhús með
matvælageymslu (ókæld) og borðsalur
til hliðar, en þar fyrir aftan gangur og
stigagangur, snyrting með salerni og
sturtuklefa, þá vélarreisn og aftast einn
tveggja manna klefi fyrir miðju og
tveir þriggja manna klefar í b.b.-síðu.
Tenging íbúða við milliþilfarsrými er
um þvottaherbergi og þar framan við
er þurrkklefi.
Efra þilfar: í þilfarshúsi á efra þilfari
er skipstjóraklefi, snyrting með salerni
og sturtu og stigagangur ásamt lítilli
geymslu.
íbúðir eru einangraðar og klætt er
með Fibotex klæðningsplötum. í eld-
húsi eru kæliskápur og frystiskápur fyr-
ir matvæli.
Vinnuþilfar (milliþilfarsrými)
Milliþilfarsrými framan við íbúðir er
með sjókæligeymum upp að efra þil-
fari fyrir miðju en gangar í hvorri síðu
og „aðgerðar"- og snurpivindurými
fyrir framan.
í s.b.-gangi er lögn frá vakúmkút
með stútum að sérhverjum sjókæli-
geymi, en í b.b.-gangi liggur þrýsti- og
soglögn að og frá einstökum sjókæli-
geymum með tilheyrandi lokubúnaði.
Rýmið framan við er án nokkurs bún-
aðar til meðhöndlunar á afla.
Loft milliþilfarsrýmis er einangrað
og klætt með blikki.
Fiskilestar (sjókæligeymar)
Almeimt: Lestarými undir neðra þil-
fari er skipt í tvö meginlestarými og er
hvoru rými skipt með langskipsþilum
úr stáli í þrjú hólf, þannig að samtals
eru sex geymar í skipinu. Geymar þess-
Lagnabúnaður í b.b.-gangi á milliþil-
fari vegna sjóhringrásar í
kæligeymum.
Lagnabúnaður í s.b.-gangi vegna
vakúmlosunardælu.
ir framlengjast upp að efra þilfari, í
sjálfu milliþilfarsrýminu, en það rými
er mjórra og styttra. Milliþilfarsgeyma-
rýmið tengist neðra rýminu án þilfars.
Allir geymarnir eru útbúnir sem sjó-
kæligeymar og fremra rýmið er einnig
unnt að nýta sem hefðbundna lest og
fyrir kassa.
Frágangur, búnaður: Lestar eru ein-
ÆGIR MARS 1995 51