Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1995, Blaðsíða 20

Ægir - 01.03.1995, Blaðsíða 20
Baröi NK kom til heimahafnar á Norðfirði í desember 1970. Hann var 327,59 lestir að stærð, smíðaður í Frakklandi. Barði telst fyrsti skuttogari í eigu íslendinga og koma hans markaði upphaf byltingar í togaraútgerð. setti svip sinn á fiskveiðarnar upp úr 1960. Þetta olli því að ofan á allt ann- að varð mjög erfitt að manna togara og setti það enn frekari svip hnignunar á útgerð þeirra. í sjómannablaðinu Víkingi er að finna þessa lýsingu á tog- araáhöfn 1960: „Nær helmingur hásetanna var ein- hvers konar menntafóik, þar af tveir barnakennarar, færeyskur háskólanor- rænunemi, ungverskur fyrrverandi bílaiðnaðarmaður, ungur lögfræðing- ur, þrír gagnfræðaskólanemendur. Það kostaði tveggja daga samfelldan aug- lýsingaáróður í ríkisútvarpinu að hóa saman í þennan ágæta hóp, á einn af glæsilegustu togurum íslenska flot- ans." A þessum niðurlægingatímum vott- aði þó fyrir nýsköpun þar sem Guð- mundur Jörundsson gerði tilraun til að gera togara sinn Narfa út sem frystitog- ara í nokkur ár eftir 1965 og frysta karfa um borð. Sú tilraun gekk þó ekki sem skyldi. Skuttogarabyltingin hefst Barði NK 120 kom til heimahafnar í Neskaupstað 14. desember 1970 og telst vera fyrsti skuttogari í eigu Islend- inga. Hann var keyptur notaður frá Frakklandi þar sem hann var smíðaður í Ateliers et Chanters de la Manghe 1967. Hann var 327,59 lestir ab stærb með 1.200 hestafla Deutz abalvél. Eftir að síldin hvarf af miðunum í lok sjöunda áratugsins var fariö að huga að endurnýjun togaraflotans og beindust sjónir manna þá fyrst og fremst að skuttogurum sem komu fyrst fram á sjónarsviðið upp úr miðjum sjötta áratugnum og má heita að smíði síðutogara legðist af í heiminum um 1960. Fyrstu áform íslendinga um að eignast skuttogara má rekja til ársins 1957 þegar tillaga um kaup á tveimur slíkum skipum í tilraunaskyni dagaði uppi í þinginu. Reyndar lagði Andrés Guðmundsson vélstjóri fram hug- myndir og líkan að skuttogara þegar togaranefndin svokallaða auglýsti eftir hugmyndum árið 1944 en fékk engar undirtektir svo segja má að hugmynd- in sé að stofni til islensk. Með komu Barða til Neskaupstaðar hefst skuttogaraöld á íslandi og má halda því fram að hún standi enn. Skuttogurum fjölgaði mjög hratt á ár- unum milli 1970 og 1980 og snerust nú hlutverkin við að nokkru leyti af því útgerð þeirra var mikil á landsbyggð- inni og forystuhlutverk Reykjavíkur ab þessu leyti úr sögunni að sinni. Skut- togarar þeir sem ruddu brautina voru 500-1.400 tonna ísfisktogarar og í stað Bretlands áður var nú einkum leitað til Noregs, Japans og Spánar eftir smíði þeirra. Einnig vom skuttogarar smíðað- ir á Akureyri og í Stálvík. Síðutogarar voru áfram gerðir út en fækkaði hratt eftir því sem leið á ára- tuginn. Hinn síðasti var Harðbakur EA, nýsköpunartogari sem var seldur í brotajárn til Skotlands árið 1979. Atvinnuuppbyggingu þeirri sem fylgdi komu togaranna var stýrt með pólitískum hætti í nafni byggðastefnu og uppbyggingar á landsbyggðinni gegnum Framkvæmdastofnun og hófst nú togaraútgerð á mörgum stöðum þar sem hún hafði aldrei þekkst áður. Stjórnvöld stýrbu smiðinni með leyfis- veitingum og lánafyrirgreiðslum. Eins og oft áður var uppbyggingin hröð og var t.d. í árslok 1972 búið ab semja um smíbi á 49 togurum sem var skipt milli kjördæma og fóru 8 til Reykjavíkur, 7 til Norðurlands eystra og sex til Vestfjarða og Austurlands. Með þessari miðstýringu má segja að reynt hafi verið að endurtaka ný- sköpunarævintýrib. Eins og þá kom fyrsta nýsmíðin til Reykjavíkur en það var Vigri sem kom til heimahafnar 24. september 1972. Hann var í senn fyrsti nýsmiðaði skuttogari íslendinga og fyrsti nýi togari Islendinga í 12 ár. Samhiiða þessari stórfelldu upp- byggingu voru útlendingar gerbir út- lægir úr landhelgi íslands meb stór- felldri útfærslu hennar, fyrst úr 12 míl- um í 50 árið 1972 en síðar í 200 mílur 1974. Þorskastríðum vegna þessa lauk með samningum árð 1976. Óhætt mun að segja ab áratugurinn 1970 til 1980 hafi einkennst af mikilli veibi, mikilli uppbyggingu og mikilli verbbólgu. Þetta voru veltiár. í upphafi árs 1980 setti sjávarútvegsráðuneytið fyrstu reglugerð um takmörkun þorsk- veiða. Með því hófst það tímabil tak- mörkunar og stjórnunar fiskveiba sem enn stendur og setur meiri svip á út- gerð togara en nokkuð annab. Allt í frost Segja má ab skuttogaraöldin hafi tekið á sig nýjan blæ í apríl 1982 þegar Örvar HU kom til heimahafnar á Skagaströnd. Örvar var smíðabur á Ak- 20 ÆGIR MARS1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.