Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1995, Blaðsíða 18

Ægir - 01.03.1995, Blaðsíða 18
Jón forseti { kjölfar útgerðar Coots sigldu marg- ir og má segja að íslensk togaraútgerð hefjist þá með fullum krafti. Alliance- félagið var rekið með einna mestri reisn og lét það, fyrst íslenskra togara- félaga, smíða sérstaklega fyrir sig skip sem var Jón forseti sem kom til heima- hafnar, Reykjavíkur, í janúar 1907. Jón forseti varð þannig fyrsti botn- vörpungurinn sem smíðaður var sér- staklega fyrir íslendinga. íslandsfélagið svokallaða varð einnig nafntogað. Þar var fremstur í flokki Hjalti Jónsson, kallaður Eldeyj- ar-Hjalti. Hann átti það sameiginlegt með sex stærstu hluthöfum Alliance að vera skútuskipstjóri sem fýsti í nýj- ungar og gerði sér ljóst að tími hand- færaveiða á skútum var liðinn. Eitt umsvifamesta félag í togaraút- gerð á þessu upphafstímabili var þó Milljónafélagið sem fékkst við ýmsan rekstur en höfuðstöðvar útgerðarinnar voru í Viðey. Ekki má gleyma Kveldúlfi sem var stofnaður fyrir stríðið og átti eftir að koma mjög við sögu togaraút- gerðar á íslandi. Þannig var Reykjavík á fyrstu árum togaraútgerðar á íslandi í ákveðnu for- ystuhlutverki þó fyrstu sporin á þessu sviði væru stigin í Hafnarfirði. Arið 1917 voru sextán félög rekin um tog- araútgerð í Reykjavík eða Viðey, fjögur í Hafnarfirði og eitt á ísafirði. Fimm einstaklingar gerðu út togara frá Reykjavík, einn frá Akureyri og einn frá Patreksfirði. Alls fengust 28 aðilar við togaraútgerð á árunum 1905-1917 og áttu samtals 29 skip. Árið 1917 var 21 togari í útgerð á ís- landi en þá urðu þau þáttaskil að 10 togarar voru seldir í einu lagi til Frakk- lands. Markast þar því nokkur þáttaskil í útgerðarsögu togara. Helstu ástæður togarasölunnar hlýt- ur að verða að telja að Frakkar, sem skorti tiifinnanlega skip í iok stríðsins, buðu mjög gott verð fyrir þau, eða um þrefalt markaðsverð, og annað það að útgerðarmönnum þóttu horfurnar óvænlegar með mjög hækkuðu verði á ýmsum vörum til útgerðar í kjölfar stríðsins. Síðast en ekki síst tók kjara- barátta sjómanna á sig skýra mynd með harðvítugu verkfalli 1916, svoköiluðu Hásetaverkfalli sem iauk með samningum í janúar 1917. Við þetta bötnuðu kjör sjómanna en af- koma útgeröar versnaði að sama skapi. Hásetafélag Reykjavíkur var stofnað 23. október 1915 og Félag íslenskra botnvörpuskipaeigenda 18. janúar 1916. Þrátt fyrir að íslenskir útgerðarmenn gengju að tilboði Frakka 1917 og seldu öll stærstu og yngstu skipin í flotanum gekk útgerð togaranna á þessu fyrsta tímabili oft mjög vel. Sérstaklega hækkaði fiskverð mjög á stríðsárunum og voru þau sannkölluð veltiár í útgerð togara sem oft fengu hátt verö í sölu- túrum. Margfeldisáhrif þeirrar vel- gengni í þjóðfélaginu almennt, með þeirri búseturöskun sem aukin útgerð hafði í för með sér, voru gífurleg og á þessum tíma hófust þeir búferlaflutn- ingar úr sveit í borg sem áttu eftir að gera ísland að því sem það er nú. Afli á þessum fyrstu árum var sveiflukenndur, bestur árið 1916 sem var frægt aflaár. Hlutur togara í heild- arafla Iandsmanna jókst jafnt og þétt fram til 1917. Árið 1915 veiddu togar- ar t.d. tæp 30% þorskaflans og tæp 60% síidaraflans. Með togarasölunni til Frakklands mátti segja að fyrsta tímabili togaraút- gerðar á íslandi lyki og síðasta styrjald- arárið voru aðeins gerðir út átta togar- ar. En velgengni áranna þar á undan hafði fyllt marga bjartsýni og á árun- um eftir stríðið voru mörg togarafélög stofnuð og bæði nýgræðingar í útgerð og vanir menn kepptust við að láta smíða skip og semja um kaup á eldri togurum. Á árinu 1920 varð gífurleg aukning í togaraflota landsmanna og komu 16 nýir togarar til Reykjavíkur. Fannst ýmsum nóg um veltuna og í forystu- grein í Morgunblaðinu í mars 1920 var spurt: „Hér hefir nýlega verið skipuð nefnd manna til þess að hafa eftirlit með innflutningi á glingri og ýmsum óþarfa varningi. Væri ekki miklu frem- ur ástæða til að skipa nefnd til þess að íhuga botnvörpungamálið, ef ske kynni að hún gæti komið í veg fyrir að ýmsir menn sem lítið skyn bera á út- gerð, hrúgi hingað dýrum botnvörpu- skipum og ef til vill stofni bænum og landinu öllu í fjárhagslegan voða." Gullöldin Áratugurinn 1920-1930 var að mörgu leyti hagstæður togaraútgerð og hefur stundum verið talað um gullöld í því sambandi. Afli var oft mjög góður og verð hagstætt en á þessum tíma, eins og öðrum, skiptust á skin og skúr- ir því svipull er sjávarafli og vafasamt að gullaldarnafnbótin eigi við þennan áratug. Stærstu útgerðarfélögin voru Kveldúlfur og Alliance sem samtals áttu 30% togaraflotans. Reykjavík var áfram miðstöð togaraútgerðar og árið 1924 veiddu reykvískir togarar 42,4% af heildarþorskafla landsmanna, en mælt í rúmlestum voru reykvískir tog- arar 40% af fiskiskipastól landsmanna á þessum árum. Árið 1930 markar upphaf heims- kreppunnar og þá hófst erfiðleikatíma- bil í togarútgerð sem varði í nokkur ár. Það markar einnig þáttaskil í útgerð togara á íslandi því á kreppuárunum hófst rekstur bæjarútgerða og þannig opinber afskipti af útgerð togara sem fram til þessa hafði verið alfarið í höndum einkaframtaksins. Bæjarút- gerð Hafnarfjarðar var stofnuð 1931 fyrst slíkra fyrirtækja og varð meðal þeirra langlifari. Togaraútgerð varð illa úti í krepp- unni. Togurum fækkaði og af 24 út- gerðarfélögum í Reykjavík lögðust 9 af á þriðja áratugnum. Árið 1939 áttu ís- lendingar 36 togara og hafði þeim fækkað um 6 frá 1930. Meðalaldur flotans hækkaði jafnt og þétt því um litia endurnýjun var að ræða eftir 1920 og þegar rofaði til í uppgangi styrjald- aráranna seinni var hvergi hægt að fá smíðuð skip. íslenskir togarar sigldu með ísfisk til Bretlands öll stríðsárin og má segja að þar hafi íslendingar lagt sitt lóð á vogarskálar styrjaldarinnar með tilheyrandi mannfórnum. í lok seinni heimsstyrjaldarinnar stóð íslensk togaraútgerð enn á tíma- 18 ÆGIR MARS 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.