Ægir - 01.03.1995, Blaðsíða 47
Vilja geyma fiskinn lifandi
í Noregi er unnið að rannsóknum á ýms-
um aðferðum til þess að geyma nýveiddan
fisk og eldisfisk lifandi alla leið á markaðinn.
í mörgum tilvikum mætti margfalda verð-
mætið með þessu.
„Ferskur" norskur þorskur sem er seldur í
fiskbúð í Þýskalandi getur í raun verið um
þriggja vikna gamail. Með auknu þorskeldi
og bættri tækni sem miöar að því að halda
fiskinum lifandi lengur er talið að tryggja
mætti jafnari gæði og hærra verð. Tilraunir
beinast einkum að flutningsmáta í fiskiskip-
um, þ.e. nýjum tönkum fyrir lifandi fisk og
sérstökum geymslutönkum á móttökustað.
Þar er reynt að lækka hlutfall þess fiskjar
sem drepst vegna þess aö hann skaddast
vegna þrýstingsbreytinga.
Þaö að flytja fiskinn lifandi á markað er
engin ný bóla. Rómverjar fluttu fisk lifandi
til ystu marka heimsveldis síns. Fyrir 100
árum fluttu norskir fiskimenn á íslandsmið-
um síðasta aflann í veiðiferðinni lifandi til
lands í sérstökum hólfum með sjó. Skipin
seldu aflann í Grimsby og fengu sérstaklega
hátt verð fyrir þann fisk sem var ferskastur.
Dæmi eru um að þorskur hafi verið veiddur
í snurvoð og geymdur mánuðum saman lif-
andi í nótinni.
(Fiskaren feb. 1995)
Norskir dæma þýska togara
Þýska fyrirtækið Deutsche Fischfang
Union hefur sótt um að endurnýja veiðileyfi
togarans Cuxhaven í norskri efnahagslög-
sögu. Cuxhaven var sviptur veiðileyfi eftir að
norsk yfirvöld stóðu skipið að [tví að skjóta
25 tonnum af þorski undan kvóta. Auk leyf-
issviptingar var aflinn gerður upptækur og
útgerð skipsins dæmd til þess að greiða 2,1
milljónir norskra króna í sekt. Þetta er ekki í
fyrsta sinn sem Cuxhaven lendir í klóm
norsku strandgæslunnar og frá 1987 hafa
átta togarar þessarar sömu útgerðar verið
færðir til hafnar af norskum yfirvöldum.
(Fiskeri Tidende feb. 1995)
Dýrir grænlenskir kvótar
Evrópusambandið hefur gert nýjan fimm
ára samning við Grænlendinga um veiðar
sambandsins í grænlenskri fiskveiðilögsögu.
Evrópusambandið mun borga Grænlending-
um 3,3 milljarða ísl. kr. fyrir veiðiheimildir.
Afli Evrópusambandsins í grænlenskri lög-
sögu nam 95 þúsund tonnum árið 1994, eða 44% alls afla þar sem var
samtals rúm 214 þúsund tonn. Fullyrt er í blaðinu Fiskeri Tidende aö þetta
sé þrefalt það verð sem þyrfti að borga fyrir samsvarandi veiðiheimildir í
t.d. íslenskri lögsögu. Við lauslega útreikninga sýnist þetta verða um 35 kr.
á kíló, en fyrir skömmu var skýrt frá því í Morgunblaðinu að greiða þyrfti
90 krónur á kg í leigu á þorskkvóta við ísland.
(Fiskeri Tidendefeb. 1995)
Heimsmet í makrílveibi
Skoska nótaskipið Altaire landaði í lok makrílvertíðarinnar 2.000 tonn-
um í einu í Skagen í Danmörku og er fullyrt að það sé heimsmet í makríl-
veiði. Skömmu áður hafði skipið landað 1.500 tonna farmi í Skagen sem
þótti allgott. Fyrir metfarminn fengust 2,20 danskar krónur fyrir kílóiö eða
4,4 milljónir alls. Altaire er hálfs árs gamalt skip, 74 metra langt með sext-
án manna áhöfn og kostaöi um 75 milljónir danskra króna.
(Fiskeri Tidende feb. 1995)
„FYRIR ALLAR FLOTTOGS VEIÐAR"
J. HINRIKSSON H.F.
SÚÐARVOGI 4 SÍMAR 581-4677/568-0775
104 REYKJAVÍK MYNDSENDIR 568-9007
„FRAMLEIÐENDUR TOGBÚNAÐAR í ÁRATUGI"
FLOTTOGS HLERAR
ÆGIR MARS 1995 47