Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1995, Blaðsíða 17

Ægir - 01.03.1995, Blaðsíða 17
AUÐLEGÐ OG ÖRBIRGD Páll Ásgeir Ásgeirsson. Saga íslenskrar togaraútgerðar er lík úfnum sjó þar sem öldur rísa og hníga. Togaraútgerð hefur átt sín blómaskeið og niðurlægingartímabil. Stundum hefur náttúran sett strik í reikning með fiskleysi og ógæftum, en stundum hefur andbyrinn verið af mannavöld- um. Og bilið milli auðlegðar og ör- birgðar hefur oft verið stutt. Elstu tryggar heimildir um veiðar með botnvörpu (bjálkavörpu) eru frá 17. öld en hleravarpan kom fram í Bretlandi árið 1894. Fyrstu gufuknúnu járnskipin til togveiða voru smíðuð í Bretlandi 1876. Veiðarfærið sjáift, trollið, er í stórum dráttum eins og það var þegar veiðar með því hófust fyrir 120 árum. Kúturinn kemur íslensk togaraútgerð er talin hefjast 6. mars 1905 þegar togarinn Coot kom í fyrsta sinn til heimahafnar í Hafnar- firði. Coot (sem þýðir blesönd) var fyrsti íslenski togarinn, eign Fiskveiða- hiutafélags Faxaflóa. Hann var 150,74 brúttótonn, smíðaður 1892 í Glasgow og var fyrsta íslenska gufuskipið með alíslenskri áhöfn. Útgerð Coots gekk ágætlega í nokkur ár en örlög þess urðu að stranda við Keilisnes í desem- ber 1908. Skipstjóri á Coot var Indribi Gottsveinsson en hann hafði lært til verka í Englandi. Þótt útgerð Coots sé jafnan talin marka upphaf íslenskrar togaraútgerð- ar höfðu erlendir togarar stundað veið- ar við ísland frá lokum nítjándu aldar- innar. Nokkrar tilraunir höfðu verið geröar til togaraútgerbar frá íslandi en alltaf í meirihlutaeigu útlendinga. Um- svifamest þessara erlendu útgerða var Vídalínsútgerðin sem gerði út sex stóra togara frá íslandi 1899-1900. Árið 1901 hóf Valgaröur Breiðfjörð útgerð Önnu Breiðfjörð sem var segl- Coot var 159.74 brúttótonn, smíðaður 1892. Hann kom til heimahafnar 5. mars 1905 en útgerð hans á árunum 1905 tii 1908 er talin marka upphaf íslenskrar togaraútgerðar. skip sem átti að veiða í bjálkatroll. Sú tilraun gekk afar illa, einkum vegna skorts á tækniþekkingu og var horfið frá þessum nýmælum og skipinu hald- ið á ný til handfæraveiða með góðum árangri. Orð eru jafnan til alls fyrst og oft er vitnað til greinar sem stórhuginn Einar Benediktsson skáld ritaði í Þjóðólf 13. júní 1896. Þar hvetur Einar til þess að útlendingum verði bægt frá landhelg- inni meb gæslu og íslendingar sjálfir hefji veiðar með botnvörpum. Einar kemst m.a. svo að orði: „Vér verðum vel að gæta þess að botnvörpuaðferðin er hin arðmesta og hyggilegasta veiðiaðferð, en bátafiski hin hættulegasta og arðminnsta. Því veiöum vér ekki sjálfir með botnvörp- um?" ÆGIR MARS 1995 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.