Ægir - 01.03.1995, Blaðsíða 12
SJÁVARSÍÐAN
VIÐ NÁNARI ATHUGUN
ANNÁLL
Níu frystihús vilja úreldingu
Samkvæmt lögum um Þróunarsjóð sjávarútvegsins er sjóönum ætlað að veita
styrki til úreldingar fiskvinnsluhúsa ekki síður en úreldingar fiskiskipa. Þegar hafa
verið veitt loforð fyrir úreldingarstyrkjum til fiskiskipaflotans samtals að upphæð
rúmlega 4,3 milljarðar.
Nú hafa Þróunarsjóðnum borist fyrstu fyrirspurnir um úreldingarstyrki til fisk-
vinnsluhúsa. Að sögn Hinriks Greipssonar, starfsmanns sjóðsins, eru regiur um
veitingu styrkja til fiskvinnsluhúsa í mótun. Stjórn sjóðsins er nokkur vandi á
höndum því öfugt við úrelt fiskiskip sem skulu hverfa úr flotanum með einum
eða öðrum hætti er málið ekki eins einfalt með fiskvinnsluhúsin. Verði veitt til
úreldingar húsa má ekki framar vinna fisk í því sama húsi. Á hinn bóginn vill
þróunarsjóðurinn ekki eignast úrelt fiskvinnsluhús svo útvega þarf kaupanda að
húsi sem skal úrelda. Ennfremur þarf að liggja fyrir yfirlýsing þess efnis að húsið
verði ekki notað til fiskvinnslu en vandséð er að slík kvöð geti fylgt húsinu um
aldur og ævi. Þannig er ekki augljóst hvernig úrelding muni stuðla að því að hús-
um fækki í greininni eins og þó er tilgangur með úreldingunni.
„Þetta er ekki einfalt mál," sagöi Andri Teitsson hjá Kaupþingi Norðurlands en
hann vinnur aö úttekt um málið fyrir þróunarsjóðinn. Níu umsóknir eða fyrir-
spurnir hafa borist til sjóðsins frá aðilum sem ýmist eru staðráðnir í að hætta
starfrækslu fiskvinnsluhúsa eða eru að kanna ýmsa möguleika í því sambandi.
Þessar fyrirspurnir hafa komið frá Jökli hf. á Hellissandi, Stöð hf. á Grundarfirði,
Fáfni hf. á Þingeyri, Freyju hf. á Suðureyri vegna fiskmjölsverksmiðju, Sundi hf. á
ísafirði, Hólanesi á Skagaströnd sem jafnframt er stærst húsanna, Haraldi hf. á
Dalvík, Fiskvinnslu Gylfa Baldurssonar á Árskógsströnd og Fiskabergi hf. í Húsa-
vík.
Ljóst er að umrædd fyrirtæki eru í mjög misjöfnu ástandi hvort sem horft er á
aldur, umsvif eöa rekstrarlega stöðu. Þannig skilaði Hólanes hagnaði á síðasta ári
meðan önnur fyrirtæki í hópnum eru í greiðslustöðvun vegna rekstrarerfiðleika
eöa hafa þegar verið seld á uppboði.
Þróunarsjóðurinn mun miða við markaðsverð húsanna þegar styrkur er
ákvarðaður en hann verður þó aldrei hærri en 75% af fasteignamati og er þá aö-
eins miðað við þann hluta húss sem beinlínis er notaöur til fiskvinnslu. Undan-
skilin eru önnur mannvirki, svo sem skreiðarhjallar, vinnsluplön og hafnir. Fisk-
vinnslan greiðir í sjóðinn 0,75% af mati fasteignar sem notuð er til fiskvinnslu.
Tæki og vélar til framleiðsl-
unnar falla ekki sjálfkrafa
undir úreldinguna en sjóön-
um er heimilt að kaupa tæki
og skal þá miðað við 25% af
andvirði þeirra.
Viðkomandi vinnslustöð
skal hafa fengið fullgilt
vinnsluleyfi árið 1991 eða
1992 og skal vera veðbanda-
laus en heimilt er Þróunar-
sjóði skv. lögum að yfirtaka
veðskuldir. Heimild laganna
til þess að úrelda fiskvinnslu-
stöðvar gildir út árið 1996.
■■ Sjómannasamband íslands,
Hfl Farmanna- og fiskimanna-
sambandið og Vélstjórafélag ís-
lands boða aðgerðir til að hækka
fiskverð með því að fá tilboð í all-
an afla fiskiskipa hvort sem þau
landa á markað eða ekki. Með
þessu vilja samtökin leiða í ljós
launamisrétti sjómanna sem búa
við markaösverð og hinna sem
eru í föstum viðskiptum.
■■ Seiðaskilja lögleidd á út-
KiI hafsrækjuveiðum á stóru
svæði úti fyrir Norðvesturlandi.
Reglugerðin tók gildi 1. mars fyrir
stærri skip en smærri skip fá frest
til 1. maí. Um 40% rækjuaflans
hafa fengist á þessu svæöi.
■V Örn KE kemur með full-
KA fermi af loðnu og er fyrst
skipa á vetrarvertíð til þess að ná
loðnu að einhverju ráði og beitir
til þess dýpri nót en aðrir hafa.
■9 Mikill viðbúnaður er uppi
U vegna væntanlegrar loðnu-
frystingar. Mörg fyrirtæki hafa
tvöfaldað frystigetuna milli ára og
loðnuskipið Júpíter mun flokka
loðnu úti á sjó og selja til fryst-
ingar. Grandi hf. býst til að bæta
við 200 starfsmönnum þegar
loðna berst þangað til frystingar.
Fullyrt er að frystigetan sé komin
langt fram úr markaðsþörfinni.
BSjávarútvegsráðherra leggur
til að netaveiðar báta undir
30 brúttótonnum verði bannaðar
á tímabilinu nóvember til febrúar
að báðum mánuðum meðtöldum.
Fulltrúar þeirra sem slíkar veiðar
stunda mótmæla hástöfum og
telja gengið á rétt sinn til veiða.
■V Vinnslustöðin hf. í Vest-
■■ mannaeyjum kaupir
Drangavíkina VE. Mikill styr
hafði staðið um sölu skipsins á
nauðungaruppboði en íslands-
banki eignaðist skipið og selur
það Vinnslustöðinni.
■H Rannsóknir sýna að kúf-
■H fiskstofninn fyrir Austur-
12 ÆGIR MARS1995