Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1995, Blaðsíða 42

Ægir - 01.03.1995, Blaðsíða 42
gistingu meðan á dvölinni stendur," sagði Sigurður. Kunnátta og verkþekking getur tapast „Auðvitað getum við alveg lifað á því að sinna smærri viðhaldsverk- efnum og minniháttar breytingum. En ef við fáum aldrei að smíða skip þá verður þetta bara eins og hver önnur vélsmiðja og þá tapast og leggst af sú kunnátta og verkþekking sem nauðsynlegt er að haldist á staðnum og sé fyrir hendi í grein- inni." Nokkur verkefni Skipasmíða- stöðvarinnar hafa falist í að stækka svokallaða 9,9 tonna báta sem marg- ir kannast við. Lengi vel var reglu- gerö í gildi sem heimilaði bátum undir 10 tonnum að vera undan- þegnir kvóta. Þá var smíðaður mikill fjöldi stálbáta sem voru mældir 9,9 tonn. Nú eru þessi bátar undir kvóta eins og aðrir og þá hafa margir látið endurbæta þá. Reglugerðir og bátasmíði „Það gengur ekki að láta reglu- gerð stýra bátasmíði. Að okkar mati voru þessir bátar aldrei nema hálf- smíðaðir því hlutföllin í þeim voru kolröng. Þeir voru langflestir of grunnir og mjóir og við höfum haft talsvert að gera undanfarin ár við að breyta þessum bátum," sagði Sig- urður. Gott dæmi um bát sem gengið hefur í endurnýjun lífdaganna í Suðurtanganum er Stundvís IS sem upphaflega var 9,9 tonna Stálvíkur- bátur, smíðaður 1987. Hann var lengdur um 3 metra, breikkaður um 0,8 metra og þilfar hækkað um 0,5 metra. Ný vél og stærri skrúfuhring- ur bættust svo við og nýr og betri bátur varð afraksturinn. Komið í veg fyrir endurnýjun á kostnað öryggis Margir smærri bátar stunda rækjuveiðar á ísafjarðardjúpi og inn- fjörðum vestra. Algeng stærð á þess- um bátum er 15-30 tonn og flestir þeirra eru komnir til ára sinna og standast tæplega þær öryggis- og stöðugleikakröfur sem gerðar eru til skipa nú. Betri bátar væru óhjá- kvæmilega stærri og því hvíldi á eig- endum sú skylda að úrelda rúmmetrafjölda jafnan nýjum bát. Þetta þýðir í framkvæmd að sá sem vill eignast nýjan rækjubát getur jafnframt þurft að kaupa gamlan bát fyrir nokkrar milljónir til þess að láta kerfið hafa nokkra rúmmetra í „milligjöf". Meðalaldur báta undir 30 tonnum er um 30 ár „Meðalaldur báta undir 30 tonn- um er um 30 ár og elsti báturinn hér í Djúpinu er 64 ára. Við höfum mik- ið reynt til að koma af stað nýsmíbi í þessum flokki og nokkrir útgerðar- menn væru tilbúnir að fara í ný- smíði ef ekki væru þessar fáránlegu úreldingarkröfur. Rækjubátar eru á kvóta og því eykst ekki ásókn í stofninn þótt þessi floti stækki í rúmmetrum talið. Þarna koma regl- urnar í veg fyrir naubsynlega endur- nýjun og það á kostnað öryggisins. Menn sitja fastir í kerfinu, bundnir við þessa gömlu klafa," sagði Sigurð- ur. Átak í smíði nýrra skipa á íslandi „Vib munum halda áfram að reyna að koma á nýsmíbi þó horf- urnar séu ekki góbar. Það er okkar framtíö, að smíða skip. Menn eru alltaf hræddir um ab nýsmíði teng- ist offjárfestingu og aukinni sókn í fiskinn en það þarf alls ekki að vera þannig. Jafnvel þó flotinn minnki og skipum fækki þá þurfa þau skip sem eftir eru aö uppfylla eblilegar kröfur nútímans. Ég tel eðlilegt að ráðuneyti sjávar- útvegs og ibnaðar ásamt fiskveiða- sjóði sameinist um átak til að ís- lenskir sjómenn geti fengið ný skip smíðuð á íslandi. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa ab stunda þennan at- vinnuveg á sæmilega nýjum og ör- uggum tækjum. Menn verða ab ná samstöbu um breytingar á þessu." □ 6645 Hnoss KE 97 Lenging 1,31 m Brúttórúmlestir úr 8,75 í 8,79 Brúttótonn úr 6,76 í 9,13 6686 Ingvar NK 38 Lenging 0,95 m Brúttórúmlestir úr 6,03 í 6,73 Brúttótonn úr 4,86 í 6,05 6894 Inga GK 67 Lenging 0,74 m Brúttórúmlestir úr 5,34 í 5,83 Brúttótonn úr 4,33 í 5,31 6925 Maístjarnan EA 105 Lenging 1,69 m Brúttórúmlestir úr 5,05 í 5,35 Brúttótonn úr 3,71 í 5,86 6962 Bliki ÍS 879 Lenging 1,02 m Brúttórúmlestir úr 8,30 í 9,23 Brúttótonn úr 7,61 í 9,43 7022 Kristín Finnbogadóttir BA 95 Lenging 0,63 m Brúttórúmlestir úr 9,29 í 10,28 Brúttótonn úr 9,84 í 11,41 7263 Vestfirbingur BA 97 Lenging 1,28 m Brúttótonn úr 3,39 í 4,77 9037 Ögn GK 158 Lenging 1,30 m Brúttótonn úr 1,95 í 2,98 Vélaskipti í þilfarsskipum Vélaskipti fóru fram í eftirtöldum þilfarsskipum árið 1994. Heitnild: Fiskifélag íslands, nema um stjömumerkt skip, upplýsingar um þau em frá Vélorku hf. 1068 Sæmundur HF 85 Ný vél: Volvo Penta 300 hö. 1994 Áður: Volvo Penta 290 hö. 1978 1103 OturEA 162 Ný vél: Caterpillar 408 hö. 1994 Áður: Caterpillar 408 hö. 1985 1396 Gunnvör ST 39 Ný vél: Cummins 240 hö. 1994 Áður: Cummins 200 hö. 1974 1581 Berghildur SK 137 Ný vél: Volvo Penta 300 hö. 1994 Áður: Volvo Penta 238 hö. 1987 1692 Gísli í Papey (vinnubátur) Ný vél: Ford 200 hö. 1988 (notuð) Áður: Scania 150 hö. 1975 - Bls. 44. 42 ÆGIR MARS 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.