Ægir - 01.03.1995, Blaðsíða 28
10 m dýpi (botndýpi 219 m) sá
minnsti skötuselur sem veiöst hefur
hér við land og var hann aðeins 6,3
cm.
Annað áhugavert sem fannst var
m.a. pétursskipaklasi gísla- eða jen-
sensháfs sem veiddist í desember á
750 m dýpi í Skerjadjúpi. í fimm pét-
ursskipanna voru fóstur, 30-50 mm
hvert.
Einnig bárust nokkrir hryggleys-
ingjar með sýnum til Hafrannsókna-
stofnunar og má nefna tindakrabba,
Neolitliodes grimaldi, sem kom af grá-
lúðuslóð vestan Víkuráls í september,
skarlatsrækju, Plesiopenaeus edwardsi-
anus, sem veiddist á djúpmiðum Vest-
fjarða í nóvember, blindrækjutegund
eina, Stereomastis sculpta, en af henni
bárust tvö stykki, annað veiddist djúpt
SV af Öndverðarnesi í ágúst en hitt í
Skerjadjúpi í desember.
Nöfn þeirra skipa sem veiddu ofan-
greinda fiska einn eða fleiri fara hér á
eftir: Akureyrin EA, Arnar KE, Árvík SI,
Ásbjörn RE, Ebbi AK, Engey RE, Freyja
RE, Frosti HF, Grettir SH, Guðfinnur
KE, Hafnarey SF, Haförn KE, Haraldur
Kristjánsson HF, Helga RE, Hoffell SU,
Hólmadrangur ST, Hólmanes SU,
Hrafn Sveinbjarnarson GK, Höfðavík
AK, ívar NK, Jón Baldvinsson RE,
Kambaröst SU, Ólafur Jónsson GK,
Runólfur SH, Sigurborg VE, Skafti SK,
Skinney SF, Sléttbakur EA, Snæfugl SU,
Snætindur ÁR, Stefnir ÍS, Steinunn SF,
Venus HF, Viðey RE, Vigri RE, Víðir
EA, Ýmir HF, Þerney RE, Tjaldur II SH,
Þórsnes II SH, Þuríður Halldórsdóttir
GK, Örfirisey RE, Örvar HU. Þá konru
ralltogarar við sögu, þ.e. Bjartur NK,
Brettingur NS, Múlaberg ÓF,
Rauðinúpur ÞH og Vestmannaey VE,
og einnig rannsóknaskipin Árni Frið-
riksson RE, Bjarni Sæmundsson RE og
Dröfn RE. Áhöfnum þessara skipa er
þakkað og sérstakar þakkir eru til
þeirra Aðalsteins Aðalsteinssonar á
Hrafni Sveinbjarnarsyni GK, Ásmund-
ar Ásmundssonar á Snæfugli SU, Árna
Jóns Konráðssonar á Engey RE, Magn-
úsar Þorsteinssonar á Ými HF og Sig-
urðar Péturssonar á Vigra RE. □
Álaeldi vænleg
atvinnugrein
Danskir álabændur geta nú fengið
mjög gott verö fyrir eldisál á markaði
í Hollandi og Þýskalandi. Álaeldi vex
nú mjög fiskur um hrygg í Dan-
mörku í kjölfar aukinnar eftirspurnar
frá kaupendum í Asíu. Reiknað er
með að útflutningur áls úr eldi frá
Danmörku aukist úr 800 tonnum ár-
lega nú í 2.000 tonn á ári eftir fimm
ár.
Stærsti álabóndi í Danmörku
framleiöir nú 200 tonn árlega af eld-
isál og selur einkum til Hollands. Fyr-
irtækið hefur náð góðu valdi á vatns-
hreinsun í eldinu og notar aðeins
1500 rúmmetra á ári til þess að fram-
leiöa þessi 200 tonn.
(Fiskeri Tidende feb. 1995)
Síldarbræösla friöuö
Norðmenn hafa fyrstir þjóða gert
síldarbræðslu að safni og ákveðið að
varðveita hana í upprunalegri mynd
sem minnismerki um síldarárin í
Noregi. Skjerstad bræðslan í Harstad í
Noröur-Noregi var byggð árið 1922
en lögð af eftir sex ára starfrækslu
vegna aflabrests á heimamiðum og
hefur síöan staðið auð. Verksmiðjan
er byggð við bryggju og vinnsluplan
frá um 1880 og þykja mannvirkin í
heild sinni frábær minnisvarði um
síldina, silfur hafsins. Nú mun hún
laða að sér ferðamenn og áhuga-
menn um horfna atvinnuhætti.
(Fiskeri Tidenefeb. 1995)
Síöutogari safngripur
Breski síbutogarinn Arctic Corsair
hefur verið endurbyggöur í uppruna-
legri mynd og mun verða opinn al-
menningi og feröamönnum til sýnis í
Hull. Þetta er gert til þess ab minnast
þeirra tírna þegar togaraútgerb frá
Hull stóö meö mestum blóma og tog-
araflotar frá Hull og Grimsby voru
þeir stærstu í heimi. Meö smíði skipa
eins og Arctic Corsair náöi hönnun
síðutogarar fullkomnun sem skuttog-
arar leystu síðan af hólmi. Arctic Cor-
sair er tæplega 1.000 tonna togari
smíðaður 1960. Hann er svipaðrar
gerðar og á líkum aldri og flaggskip
íslenska loðnuflotans, svo sem Sig-
urður, Víkingur, Júpíter og Jón Kjart-
ansson.
(Fisliing News feb. 1995).
Mörgæsir svelta
Mörgæsarungar hafa drepist í þús-
undatali á stórum svæðum á Suður-
skautslandinu undanfarin tvö ár.
Ástralskir vísindamenn, sem fylgst
hafa með varpi mörgæsa við Becher-
vaise-eyju, segja höfuðástæbuna vera
fæðuskort. Foreldrarnir fara burt í
fæðuleit og í stað þess að vera í mesta
lagi tæpan sólarhring í burtu eru þeir
allt ab níu daga fjarverandi og á með-
an drepast ungarnir úr hungri. Talið
er að í fyrra hafi 20 þúsund ungar
keisaramörgæsar drepist af þessari
ástæbu. Skortur á kríli leiðir til þess
að fisktegundir, sem lifa á því og sem
mörgæsin lifir síðan á, vantar algjör-
lega. Grunur leikur á að breytingar á
hafstraumum valdi þessu.
(Fiskaren feb. 1995)
Spikfjall viö Lófót
Norður við Lófót liggja 250 tonn
af hvalspiki í frystigeymslum og eng-
inn veit hvað á að gera við þab. í vor
munu 150 tonn í vibbót verða sett í
geymslurnar. Þetta er afrakstur
hrefnuveiða Norðmanna sem nýlega
voru leyfðar aftur. Kjötiö fer á mark-
aö innanlands en stjórnvöld hafa
ekki þorað að leyfa útflutning á spik-
inu af ótta við mótmæli umhverfis-
verndarsamtaka. Nægur markaður og
gott verð er á hvalafurðum í Japan.
Norskir sjómenn skora á stjórnvöld
aö láta af heigulshættinum og senda
spikið á markað í Noregi og láta
skeika að sköpuðu með mótmælin.
Hinn kosturinn er að kosta stórfé til
þess að láta eyða því.
(Fiskaren feb. 1995)
28 ÆGIR MARS 1995