Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1995, Blaðsíða 19

Ægir - 01.03.1995, Blaðsíða 19
Ingólfur Arnarson kom til heimahafnar í Reykjavík í febrúar 1947 og var fyrstur hinna svokölluöu nýsköpunartogara en svo nefndist fjöldi togara sem smíðaðir voru að frumkvæði stjórnvalda í stríðslok. Ingóifur var talinn með fullkomnustu fiskiskipum í heimi á sínum tíma og var m.a. fyrstur fiskiskipa búinn ratsjá. mótum. Siglingar stríðsáranna höfðu höggvið skörð í skipastólinn sem var orðinn afgamall og úreltur, 66% allra fiskiskipa voru eldri en 20 ára árið 1943. Árið 1945 voru aðeins 29 togarar gerðir út en þeir báru að landi 40% heildarbotnfisksaflans. Nýsköpun fyrir stríðsgróða Nýsköpunarstjórnin sem sat að völdum í stríðslok réðist í stórfelldustu uppbyggingu skipastóls landsmanna sem nokkru sinni hefur farið fram í einu lagi. Digrir sjóðir Islands í erlend- um bönkum gerðu þetta kleift og í október 1945 var samið um smíði 30 togara fyrir ísland í Bretlandi. Þetta voru 28 gufutogarar búnir nýjustu og fullkomnustu tækjum og tveir dísiltog- arar sem þá voru að ryðja sér til rúms. Alls voru keypt að frumkvæði stjórn- valda 32 ný skip en að auki keyptu einstaklingar 4 skip. Þessir togarar voru einu nafni nefndir nýsköpunar- togarar og með tilkomu þeirra urðu enn þáttaskil í sögu íslenskrar togara- útgerðar. Þeir voru smíðaðir á kostnað hins opinbera en síöan seldir útgerðar- félögum á mjög hagstæðum lánum. Fyrsti nýsköpunartogarinn var Ingólfur Arnarson RE í eigu Bæjarút- gerðar Reykjavíkur. Hann kom til heimahafnar í febrúar 1947. Af 36 ný- sköpunartogurum voru 17 gerðir út frá Reykjavík og 5 frá Hafnarfirði en aðrir dreifðust um landið og má segja að með tilkomu þeirra hafi togaraútgerð fyrst náð raunverulegri fótfestu utan Reykjavíkur en víðast hvar á lands- byggðinni var um bæjarútgerðir að ræða. Ingólfur Arnarson var fyrsta fiski- skip í heiminum búið ratsjá og gefur það hugmynd um þau framfaraskref sem stigin voru meö smíði þessara skipa sem voru þá meðal fullkomnustu fiskiskipa heims. í kjölfar heimsstyrjaldarinnar komu veltiár og árið 1953 var brúttórúm- lestafjöldi togaraflotans 29 þúsund tonn, sem var um þaö bil þreföldun frá 1945. Auk nýsköpunartogara höfðu þá bæst í flotann 10 togarar sem ríkis- stjórn Stefán Jóhanns Stefánssonar lét smíða árið 1953. Árið 1955 voru alls gerðir út 43 togarar á landinu öllu. Á tímabilinu frá stríðslokum og til 1960 var afli togara yfirleitt góður og afli þeirra yfirleitt helmingur af botn- fiskafla landsmanna. Þeir stunduðu jafnan botnfiskveiðar allt árið en með tilkomu nýsköpunartogara lagðist af sá siður að togarar stunduðu síldveiðar á sumrum en það hafði tíökast allt frá upphafi. Flotvarpan, sem kom til sög- unnar skömmu eftir 1950 og náði verulegri útbreiðslu eftir miðjan ára- tuginn, átti sinn þátt í góðum afla- brögðum. Með nýsköpunartogurum varð einnig stökkbreyting á stærð togara en algeng stærð þeirra var um 650 brúttó- rúmlestir með um 1.000 hestafla vél- um, en árið 1945 var meðalstærð botnvörpunga 335 brúttórúmlestir og vélarstærð 600 hestöfl. Þrátt fyrir vænlegar horfur fyrstu árin eftir stríð syrti frekar í álinn fyrir afkomu útgerðarinnar og var togaraút- gerðin rekin með halla allt frá 1953 og t.d. var meðaltap 1955 talið um 10%. Margar ástæður má telja fyrir erfiðri af- komu en svokallaður bátagjaldeyrir, sem greiddur var ofan á fiskverð báta en ekki togara, er ein ástæöan ásamt margs konar millifærslum og rangri stefnu í gengismálum. Lítil endurnýjun varð í togaraflotan- um eftir komu nýsköpunartogaranna í upphafi sjötta áratugarins en 1960 komu fimm nýir togarar til landsins og urðu það jafnframt síðustu síðutogar- arnir. Meðal þeirra voru fræg aflaskip sem enn skipa veglegan sess í íslenska flotanum sem loðnuskip, s.s. Sigurður, Víkingur og fleiri. Útgerð í öldudal Líkja má áratugnum milli 1960 og 1970 við samfelldan öldudal í útgerð togara og var meginástæðan aflabrest- ur árum saman. Ördeyða var á fjarlæg- um miðum sem togarar höfðu sótt á við Grænland og Nýfundnaland og þeim var einnig úthýst af stórum hluta hefðbundinna togslóða þegar land- helgi íslands var færð út í 12 mílur 1958. Þegar árið 1962 voru togarar að- eins gerðir út frá fimm stöðum á land- inu í stað 13 árið 1959. Skipum í fullri útgerð fækkaði ört eða úr 45 áriö 1960 í 22 árið 1967. Árið 1965 varö meðal- afli togara 2.110 tonn en hafði verið 4.500 tonn tíu árum áður. Ýmis gróin togarafélög lögðu upp laupana á þess- um tíma. Þannig var um Alliance-fé- lagið sem hætti útgerð 1967 eftir 60 ára starfsemi. Við þetta bættist að báta- flotinn var gerður út með reisn og þar varð mikil fjölgun og mikil síldveiði ÆGIR MARS 1995 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.