Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1995, Blaðsíða 23

Ægir - 01.03.1995, Blaðsíða 23
Sjaldséðir fiskar árið 1994 Orðufiskur er ný tegund á íslandsmiðum. Hann er miðsævisfiskur og úthafsfiskur. Hann fannst á Grænlandshafi í ágúst á 400-500 m dýpi, 5,5 cm að lengd. Árið 1994 veiddist fjöldi sjaldséðra fiska á íslandsmiðum og þar á meðal voru fimm tegundir, orðufiskur, stórriddari, durgur, karfalingur og tuðra, sem ekki hefur orðið vart hér áður. Þá bárust nokkrir merkilegir fiskar af karfaslóð undan Hvarfi á Grœnlandi. Nokkur lengdarmet voru slegin á árinu. 130 cm ufsi veiddist í Lónsdjúpi, 42 cm trönusíli í Garðsjó og 64 cm löng langlúra í Lónsdjúpi. Einnig veiddist út af Berufjarðarál sá minnsti skötuselur sem veiðst hefur hér við land, aðeins 6,3 cm að lengd. Hér fer á eftir skrá um þessar merkis fisktegundir. Gunnar Jónsson, Jakob Magnús- son, Vilhelmína Vilhelmsdóttir og Jónbjörn Pálsson Slímáll, Myxine ios - Júní, grálúðuslóö vestan Víkuráls. - Júlí, grálúðuslóö vestan Víkuráls, 714-933 m, 46 cm, botnvarpa. Brandháfur, Hexanchus griseus - September, Skerjadjúp, 549 m, 171 cm, 18,5 kg, ókynþroska hængur, botnvarpa. í maga fundust þorskstirtla, hálf síld, leifar af tindaskötu, pétursskip, hálf- melt sæsteinsuga, bretahveðnir 46 cm langur og 37 cm langhalabróðir. Brandháfur er frábrugðinn öðrum há- fiskum íslandsmiða, m.a. í því að hann er með sex tálknaop en ekki fimm eins og allir hinir sem hér finnast. Kambháfur, Pseudotriakis microdon - Apríl eða maí, utanvert Grindavík- urdjúp, 695 m, rúmlega 200 cm, botnvarpa. í maga fannst 10 cm löng laxsíldar- tegund (Diaphus sp.?). Kambháfur fannst fyrst hér við land árið 1900. Alls munu hafa fundist hér 11 kamb- háfar á árunum 1900-1994. Stuttnefur, Hydrolagus afftnis - September, grálúðuslóð vestan Vík- uráls, 3 hrygnur, 113, 121 og 133 cm, lína. Stærsta hrygnan var með fjölda smárra eggja í eggjastokkum. Slétthaus, Bajacalifornia megalops - Júlí, Grænlandshaf, 700-1100 m, 8 stk., meðallengd 13,5 cm, flotvarpa. Græðisangi, Holtbymia anomala - Júlí, Grænlandshaf, 700-1100 m, 93 stk., meðallengd 21,6 cm, flot- varpa. Marangi, Holtbyrnia macrops - Júlí, Grænlandshaf, 700-1100 m, 5 stk., meðallengd 12 cm, flotvarpa. Ránarangi, Sagamichthys schnakenbecki - Júlí, grálúðuslóð vestan Víkuráls, 641-732 m, 9 cm, botnvarpa. - Desember, Skerjadjúp, 641 m, 24 cm að sporði, botnvarpa. Augnasíld, Alosa fallax - September, út af Keilisnesi (Faxa- flói), 44 m, 52 cm, 1,4 kg, hrygna, ýsunet. Augnasíld fannst fyrst hér við land árið 1829. Síðan leið rúmlega heil öld þar til hennar verður vart næst en það var árið 1933 þegar þýskur togari veiddi um 30 undan SV-landi og nokkrum árum síðar veiddi sami togari nokkrar á svipuðum slóðum. Síðan verður hennar ekki vart fyrr en 1977 að ein veiddist norður í Eyjafirði og loks veiðist þessi árið 1994. Ægisstirnir, Cyclothone microdon - Júlí, Grænlandshaf, 700-1100 m, 3 stk., meðallengd 15 cm, florvarpa. flfí ur Gunnar Jónsson Jakob Magnússon Vilhelmína Vilhelmsdóttir Jónbjörn Pálsson ÆGIR MARS 1995 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.