Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.03.1995, Qupperneq 23

Ægir - 01.03.1995, Qupperneq 23
Sjaldséðir fiskar árið 1994 Árið 1994 veiddist fjöldi sjaldséðra fiska á íslandsmiðum og þar á meðal voru fimm tegundir, orðuftskur, stórriddari, durgur, karfalingur og tuðra, sem ekki hefur orðið vart hér áður. Þá bárust nokkrir merkilegir ftskar af karfaslóð undan Hvarfi á Grœnlandi. Nokkur lengdarmet voru slegin á árinu. 130 cm ufsi veiddist í Lónsdjúpi, 42 cm trönusíli í Garðsjó og 64 cm löng langlúra í Lónsdjúpi. Einnig veiddist út af Berufjarðarál sá minnsti skötuselur sem veiðst Itefur hér við land, aðeins 6,3 cm að lengd. Hér fer á eftir skrá um þessar merkis fisktegundir. Gunnar Jónsson, Jakob Magnús- son, Vilhelmína Vilhelmsdóttir ogjónbjörn Pálsson Slímáll, Myxine ios - Júní, grálúöuslóð vestan Víkuráls. - Júlí, grálúöuslóö vestan Víkuráls, 714-933 m, 46 cm, botnvarpa. Brandháfur, Hexanchus griseus - September, Skerjadjúp, 549 m, 171 cm, 18,5 kg, ókynþroska hængur, botnvarpa. í maga fundust þorskstirtla, hálf síld, leifar af tindaskötu, pétursskip, hálf- melt sæsteinsuga, bretahveönir 46 cm langur og 37 cm langhalabróöir. Brandháfur er frábrugðinn öðrum há- fiskum íslandsmiða, m.a. í því aö hann er meö sex tálknaop en ekki fimm eins og allir hinir sem hér finnast. Kambháfur, Pseudotriakis microdon - Apríl eða maí, utanvert Grindavík- urdjúp, 695 m, rúmlega 200 cm, botnvarpa. í maga fannst 10 cm löng laxsíldar- tegund (Diaphus sp.?). Kambháfur fannst fyrst hér viö land áriö 1900. Alls munu hafa fundist hér 11 kamb- háfar á árunum 1900-1994. Stuttnefur, Hydrolagus affinis - September, grálúðuslóð vestan Vík- uráls, 3 hrygnur, 113, 121 og 133 cm, lína. Stærsta hrygnan var meö fjölda smárra eggja í eggjastokkum. Slétthaus, Bajacalifomia megalops - Júlí, Grænlandshaf, 700-1100 m, 8 stk., meöallengd 13,5 cm, flotvarpa. Græöisangi, Holtbymia anomala - Júlí, Grænlandshaf, 700-1100 m, 93 stk., meðallengd 21,6 cm, flot- varpa. Marangi, Holtbymia macrops - Júlí, Grænlandshaf, 700-1100 m, 5 stk., meðallengd 12 cm, flotvarpa. Ránarangi, Sagamichthys schnakenbecki - Júlí, grálúðuslóö vestan Víkuráls, 641-732 m, 9 cm, botnvarpa. - Desember, Skerjadjúp, 641 m, 24 cm aö sporði, botnvarpa. Augnasíld, Alosa fallax - September, út af Keilisnesi (Faxa- flói), 44 m, 52 cm, 1,4 kg, hrygna, ýsunet. Augnasíld fannst fyrst hér viö land áriö 1829. Síðan leið rúmlega heil öld þar til hennar veröur vart næst en þaö var áriö 1933 þegar þýskur togari veiddi um 30 undan SV-landi og nokkrum árum síðar veiddi sami togari nokkrar á svipuðum slóðum. Síðan verður hennar ekki vart fyrr en 1977 aö ein veiddist norður í Eyjafirði og loks veiðist þessi árið 1994. Ægisstirnir, Cyclothone microdon - Júlí, Grænlandshaf, 700-1100 m, 3 stk., meðallengd 15 cm, flotvarpa. Gunnar Jónsson Jakob Magnússon Vilhelmína Vilhelmsdóttir Jónbjörn Pálsson ÆGIR MARS 1995 23

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.