Ægir

Årgang

Ægir - 01.03.1995, Side 6

Ægir - 01.03.1995, Side 6
skuttogaraflotans. Vib getum litið til Færeyja. Þab voru stjórnvöld sem rébu kaupum á kolmunnaskipunum sem ollu færeyska ríkinu svo miklum búsifjum. Þar sést gott dæmi um of mikla forsjárhyggju. Þab er erfiðara ab bera þetta sarnan vib nýsköpunina og ráðstöfun stríðs- gróbans því þab hófst alveg nýtt skeið eftir heimsstyrjöldina og mönnum þótti þá vænlegast að stubla ab upp- byggingu meb þessum hætti. Þab voru síðan bein afskipti stjórnvalda meb stofnun bæjarútgerba sem aftur urðu mjög neikvæbur þáttur í nýsköpun- inni og ollu einstaklingum í útgerð miklum erfiðleikum í samkeppni vib opinber fyrirtæki. Þá voru of mikil pólitísk afskipti af útgerbinni." Þannig að þrátt fyrir vel útbúin skip og mikinn afia á árunum milli 1950 og 1960 má þá segja að pólitísk afskipti hafi spillt fyrir nýsköpuninni? „Alveg tvímælalaust. Þab átti mun frekar að laða fram í einstaklingum hvab þeir teldu heppilegt ab gera og láta hvern og einn bera ábyrgð á því." Voru gerð svipuð mistök við uppbygg- ingu skuttogaranna? „Já. Þar að auki blandast mér ekki hugur um ab vib fórum ekki bara offfari í fjárfestingunni heldur sóttum við of stíft í stofnana og líbum fyrir þab í dag." Það má aldrei hætta að smíða skip á íslandi Árið 1982 hófstsvo enn ein byltingin í togaraútgerðinni, sú bylting sem enn stendur yfir. Þegar fyrsta frystiskipi ís- lendinga, Örvari HU frá Skagaströnd, var hleypt af stokkunum hófst öld frystitogaranna sem nú eiga stœrri hlut í heildarveiðinni en ísfisktogaramir og aflaverðmœtið er tvöfalt. „Margir töldu þetta óbs manns æði og ganga gegn hlutverki togaranna sem væri fyrst og fremst að sjá vinnsl- unni í iandi fyrir hráefni. Þessi þróun stendur enn og menn sjá þetta sem hagkvæmasta þáttinn í útgerðinni eins og stendur. Við erum ab sækja í úthafskarfann sem er vannýttur stofn upp á 2 millj- ónir tonna og vib gætum þab ekki nema meb slíkum skipum. Þetta yfir- sést mönnum sem gagnrýna okkur fyr- ir að vera enn ab stækka flotann. Þab má aldrei hætta ab smíða skip á íslandi meban þessi grein er sá burbarás I at- vinnulífinu sem raun ber vitni. Vib hefbum aldrei veitt 54 þúsund af út- hafskarfa nema vib ættum þessi skip og þab var miklu hagstæbara ab sækja í Smuguna í Barentshafi á þeim en öbrum." „Hagkvæmnin á ab fá ab njóta sín og það hefur sýnt sig ab þessar útgerbir [frysti- skipanna] hafa skilab meiri arbi en vinnslan í landi." Voru þessar úthafsveiðar fýsilegur kostur þegar fyrstu vinnsluskipin komu? „Nei, en þetta er ab mínu mati þró- un sem verður í neyð á verðbólgutím- um þegar menn voru komnir með í hendurnar skip sem þeir sáu ekki fram á að geta stabið undir. ísfiskskipum, sem byggb voru á þessum tíma og ekki var breytt í vinnsiuskip, hefur ekki farnast vel samanborib vib þá sem höfbu framsýni til að gera þessa hluti." Hagkvæmnin verður að fá að njóta sín Efvið lítum á smíði frystiskipanna sem enn eina byltinguna, hvemig er af- skiptum hins opinbera háttað að þessu sinni? „Þau afskipti hafa verib minni en ábur og hafa fyrst og fremst falist í því að standa á bremsunni og þab hefur verið gert meb óskynsamlegum hætti. Eitt dæmib um slíkt er ab skylda út- gerbarmenn til þess ab vera meb bún- að í vinnsluskipum sem ekki stendur undir fjárfestingum eins og er með lögboðnar fiskimjölsverksmibjur um borb. Þab er engum verbmætum hent ef grundvöllur er til þess ab hirða þau. Svo er veittur frestur á frest ofan því allir vita ab þab er ekkert vit í þessu. Nú er fresturinn orbinn skammur eða abeins til 1. september á þessu ári. Á þinginu kom nú rétt fyrir lokun fram frumvarp um ab fresta þessu til alda- móta og jafnframt var þar ákvæbi um ab ekkert nýtt vinnsluskip mætti koma til þess tíma. Þetta finnst mér vera óæskilegt inngrip í þróun sem ekki verður stöbvub. Hagkvæmnin á að fá ab njóta sín og þab hefur sýnt sig ab þessar útgerbir hafa skilab meiri arbi en vinnslan í landi. Hins vegar vil ég ekki sjá alla fiskvinnslu í landinu flytjast út á sjó og ég held ab menn þurfi ekki ab óttt- ast ab það verði. Ég fullyrbi að frystihús og ísfisktog- ari, sem hefur verib algengasta rekstr- areiningin síban 1970, er langsamlega erfiðasta rekstrareiningin í dag og er smám saman að hverfa." Hvað veldur einkum óhagstœðum samanburði? „Frystihús á sjó er rekib allan sólar- hringinn, skipib er húsib. Þab er stopp- ab í mesta lagi fjóra daga i mánubi. Þetta er ekki hægt að bera saman og segir sitt um arðsemina. Því hef ég aldrei skilið tregbu verkalýbshreyfing- arinnar á því ab koma á vaktakerfi í frystihúsunum. Það væri ein helsta for- sendan fyrir því ab þau gætu keppt vib frystitogarana." Útgerðarmenn frjálsir Má þá segja að með smíði frysti- togaranna verði fýrsta stóra byltingin í togaraútgerð þar sem útgerðarmenn standa einir og óstuddir án afskipta stjómvalda? „Já, ég tel þab. Hér hafa menn verið frjálsir ab því að taka eigin ákvarðanir og stjórnvöld hafa dregið úr frekar en ab ýta undir líkt og gerðist í stríðslok og í upphafi skuttogaratímans." En fái hagkvœmnin að ráða er þá ekki sýnt að togaraflotinn breytist allur í frystiskip með tímanum? „Þab byggir auðvitað á veibiheim- ildum. Það er einn kostur kvótakerfis- ins ab nú geta menn reiknab sér fyrir- fram hvaba tekjur skipib getur haft mibab við veiöiheimildir. Hér áður fyrr reiknubu menn alltaf meb því ab veiða meira en áður. Nú kemur enginn mönnum til hjálpar. Ef reksturinn 6 ÆGIR MARS1995

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.