Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1995, Blaðsíða 38

Ægir - 01.03.1995, Blaðsíða 38
Hallgrímur í Ósey: Orðin þörf á endurnýjun í bátaflotanum Ósey hf. í Garðabæ hefur starfað frá 1987 og einkum unnið að viðgerðum og þjónustu við bátaflotann. Fyrir utan allar almennar viðgerðir, breytingar, lengingar og hvað eina sem þurfa þykir, er fyrirtækið einna þekktast fyrir Óseyjarspilin sem þar eru framleidd og eru nú kom- in unt borð í meira en 40 skip og báta. Spilin eru af ýms- um stærðum, allt frá 2x14 tonn niður í 2x5 tonn og eru einkum vinsæl meðal snurvoðarbáta, dragnótabáta og smærri trollbáta. Hallgrímur Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Óseyjar. Spil í allt að 400 tonna báta „Viö höfum sett spilin okkar um borð í allt að 400 tonna báta svo það má segja að allur bátaflotinn sé okkar markaö- ur að þessu leyti," sagði Hallgrímur Hallgrímsson, fram- kvæmdastjóri Óseyjar, í samtali við Ægi. Á listanum yfir breytingar á skipum sem fylgir þessari grein eru þrír bátar sem Ósey annaðist meiriháttar breyting- ar á á síðasta ári. Alls komu 12 bátar til viögerða hjá Ósey á árinu en í flestum tilvikum var verið að setja m.a. spil um borð sem telst ekki meiriháttar breyting. Alverktakan hefur gefist vel „Við höfum tekið þessar breytingar sem alverktakar," segir Hallgrímur. „Það hefur gefist okkur mjög vel. Við sjá- um í rauninni um allt verkið en bjóðum út einstaka þætti þess eftir hentugleikum hverju sinni, s.s. trésmíði, raflagnir, slipptöku og ýmsa smíði. Þannig má segja aö við séum með fyrirtækjanet á bakvið okkur og skiptum oft við sömu fyrir- tækin hvað eftir annað og þannig kemst á mjög góð sam- vinna og skilvirkt samstarf. Vélsmiöjan Orri í Mosfellsbæ hefur unnið mikið með okkur, Rafboði hf. sér um rafmagn, Brim hf. um tréverkið og fleiri nágrannar okkar taka þátt í þessu." Hallgrímur veitir Ósey forstöðu ásamt félaga sínum, Dan- íel Sigurðssyni, sem annast teikningar og hönnun á þeim breytingum sem fyrirtækið tekur að sér. Auk þeirra starfa 7 vélsmiðir hjá Ósey að smíði og samsetningu á spilunum og viðgerðum og endurbótum á skipum. Sókn í nýjar fisktegundir kallar oft á breytingar „Sú jákvæða þróun er í gangi að margir útgerðarmenn eru að láta gera ýmsar breytingar á skipum sínum. Þó kvóta- kerfið hafi verið mörgum erfitt þá hefur það samt haft í för með sér aö sókn í nýjar fisktegundir og aörar veiðar hefur aukist og slíkt kallar oft á breytingar og viðhald. Hitt er svo annaö mál að það er löngu tímabært að fram fari eðlileg endurnýjun í bátaflotanum," segir Hallgrímur. Úr 9 tonnum í tæp 60 Hann bendir á að þrátt fyrir úreldingu sé mikil eftirspurn eftir bátum og þá sjaldan að þeir séu auglýstir til sölu veki það mikla athygli. Sú tregða sem kvótakerfið felur í sér við stækkun flotans kemur í veg fyrir eðlilega endurnýjun. Margir láta þó stækka báta sína og endurbæta til þess að auka veiðihæfni þeirra. Þetta á ekki síst við um 9,9 tonna bátana sem margir létu smíöa í byrjun síðasta áratugar. Mörgum slíkum bátum hefur verið breytt, m.a. hjá Ósey. Dæmigerð slík breyting stækkar bátinn úr 9,9 tonnum upp í rúm 30 tonn. „Ég hef heyrt um einn svona bát sem var stækkaöur upp í tæp 60 tonn," segir Hallgrímur. Endurnýjunar er þörf Hallgrímur bendir máli sínu til stuðnings á mikinn fjölda trébáta á stærðarbilinu 20-35 tonn sem enn er að finna í bátaflotanum og eru margir hverjir komnir talsvert til ára sinna jafnvel orðnir 30-40 ára gamlir. „Þetta eru falleg skip en þurfa mikið viðhald og það er löngu kominn tími á endumýjun þessa hluta flotans." Það er nóg að gera hjá Óseyjarmönnum og þó aðeins séu liðnar 6 vikur af árinu þegar þetta er ritað hafa þegar komið 4 bátar við sögu fyrirtækisins þaö sem af er árinu. En hvern- ig blasir framtíðin við Hallgrími? „Við höfum mikiö velt fyrir okkur að fara út í nýsmíði. Það er ákveðin þörf fyrir slíkt. Við höfum horft á 30-40 tonna bát sem væri að mörgu leyti heppileg stærö en við myndum fara í slíkt verkefni sem alverktakar og því eru stærðinni lítil takmörk sett í reynd. Þetta hefur ekki orðið að alvöru hjá okkur, fyrst og fremst vegna þess að við höf- um ekki haft tíma. En við erum bjartsýnir. Bátaútgerðin á íslandi stendur nokkuð traustum fótum og meðan hún gengur vel þá geng- ur okkur vel." □ 38 ÆGIR MARS1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.